Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 13:13 Brynvagn stjórnarhers Jemens í aðgerðum gegn Houthi-uppreisnarmönnum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Tugir manna, þar á meðal fjöldi barna, féllu eða særðust í loftárás bandamanna Sáda á rútu í norðanverðu Jemen í dag. Rauði krossinn segir að meirihluta þeirra sem létust hafi verið yngri en tíu ára. Rútan var á leiðinni í gegnum Dahyan-markaðinn í Saada-héraði sem uppreisnarmenn úr röðum Houthi-manna stjórna. Heilbrigðisráðuneytið á svæði uppreisnarmanna segir að 43 að minnsta kosti hafi fallið í árásinni. Bandalagsherinn sem Sádí-Arabía fer fyrir og styður ríkisstjórn Jemens segir að árásin hafi verið lögmæt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún hafi verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. Bandamennirnir hafa fullyrt að þeir beini ekki spjótum sínum að óbreyttum borgurum en mannréttindasamtök hafa sakað þá um að varpa sprengjum á markaði, skóla, sjúkrahús og íbúðahverfi síðustu þrjú árin. Tveir af hverjum þremur af þeim tæplega tíu þúsund manns sem hafa fallið frá því að Houthi-menn sölsuðu undir sig stóran hluta norðurhluta Jemens hafa verið óbreyttir borgarar. Sádí-Arabía hóf afskipti af átökunum í Jemen árið 2015.New figures from the ICRC-supported hospital in Sa'ada, #Yemen. Our medical team has received:- the bodies of 29 children, all under 15 years old.- 48 injured people, among them 30 children.— ICRC (@ICRC) August 9, 2018 Jemen Tengdar fréttir Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Tugir manna, þar á meðal fjöldi barna, féllu eða særðust í loftárás bandamanna Sáda á rútu í norðanverðu Jemen í dag. Rauði krossinn segir að meirihluta þeirra sem létust hafi verið yngri en tíu ára. Rútan var á leiðinni í gegnum Dahyan-markaðinn í Saada-héraði sem uppreisnarmenn úr röðum Houthi-manna stjórna. Heilbrigðisráðuneytið á svæði uppreisnarmanna segir að 43 að minnsta kosti hafi fallið í árásinni. Bandalagsherinn sem Sádí-Arabía fer fyrir og styður ríkisstjórn Jemens segir að árásin hafi verið lögmæt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún hafi verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. Bandamennirnir hafa fullyrt að þeir beini ekki spjótum sínum að óbreyttum borgurum en mannréttindasamtök hafa sakað þá um að varpa sprengjum á markaði, skóla, sjúkrahús og íbúðahverfi síðustu þrjú árin. Tveir af hverjum þremur af þeim tæplega tíu þúsund manns sem hafa fallið frá því að Houthi-menn sölsuðu undir sig stóran hluta norðurhluta Jemens hafa verið óbreyttir borgarar. Sádí-Arabía hóf afskipti af átökunum í Jemen árið 2015.New figures from the ICRC-supported hospital in Sa'ada, #Yemen. Our medical team has received:- the bodies of 29 children, all under 15 years old.- 48 injured people, among them 30 children.— ICRC (@ICRC) August 9, 2018
Jemen Tengdar fréttir Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15
Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30