Rítalín best við barna-ADHD Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Notað við ADHD. Fréttablaðið/Stefán Heppilegast og öruggast er að nota Rítalín og önnur skyld lyf með virka efnið meþílfenídat, til að meðhöndla athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) hjá börnum. Aftur á móti er það vænlegast til árangurs hjá fullorðnum að nota lyf eins og Adderral sem innihalda virka efnið amfetamín. Þetta er meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sem birt var í vísindaritinu Lancet Psychiatry fyrr í vikunni. Rannsóknin var umfangsmikil og tók til gagna úr 133 tvíblindum slembirannsóknum þar sem virkni mismunandi tegunda lyfja við ADHD, þar á meðal meþílfenídats og amfetamíns, var borin saman við lyfleysu. Rannsóknarhöfundar benda á að börnum sem fái lyf við ADHD hafi fjölgað undanfarin ár. Sú þróun hafi orðið á sama tíma og vísindamenn og almenningur hafi öðlast dýpri þekkingu á sjúkdóminum. Því sé mikilvægt að börn með greiningu fái viðeigandi lyf. Niðurstöðurnar séu mikilvægur liður í því að tryggja gæði meðferðar. Í kringum fimm prósent allra barna þjást af ADHD. „Niðurstöður okkar verða vonandi til þess að fólk með ADHD fái viðeigandi meðferð,“ sagði Andrea Cipriani, prófessor við Oxford háskóla og einn rannsóknarhöfunda. Aukin lyfjanotkun í tengslum við ADHD hefur oft sætt mikilli gagnrýni, sérstaklega þeirra sem telja aðrar leiðir heppilegri, eins og til dæmis hugræna athyglismeðferð eða athafnasemismeðferð. Rannsóknarhöfundar segja þetta rangt. Slík meðferð geti sannarlega hjálpað en hún slái ekki á einkenni ADHD eins og eftirtektarleysi, hvatvísi og ofvirkni. Lyfin þjóni þeim tilgangi að virkja þá líffræðilegu ferla sem stuðla að eðlilegri virkni heilans. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Heppilegast og öruggast er að nota Rítalín og önnur skyld lyf með virka efnið meþílfenídat, til að meðhöndla athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) hjá börnum. Aftur á móti er það vænlegast til árangurs hjá fullorðnum að nota lyf eins og Adderral sem innihalda virka efnið amfetamín. Þetta er meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sem birt var í vísindaritinu Lancet Psychiatry fyrr í vikunni. Rannsóknin var umfangsmikil og tók til gagna úr 133 tvíblindum slembirannsóknum þar sem virkni mismunandi tegunda lyfja við ADHD, þar á meðal meþílfenídats og amfetamíns, var borin saman við lyfleysu. Rannsóknarhöfundar benda á að börnum sem fái lyf við ADHD hafi fjölgað undanfarin ár. Sú þróun hafi orðið á sama tíma og vísindamenn og almenningur hafi öðlast dýpri þekkingu á sjúkdóminum. Því sé mikilvægt að börn með greiningu fái viðeigandi lyf. Niðurstöðurnar séu mikilvægur liður í því að tryggja gæði meðferðar. Í kringum fimm prósent allra barna þjást af ADHD. „Niðurstöður okkar verða vonandi til þess að fólk með ADHD fái viðeigandi meðferð,“ sagði Andrea Cipriani, prófessor við Oxford háskóla og einn rannsóknarhöfunda. Aukin lyfjanotkun í tengslum við ADHD hefur oft sætt mikilli gagnrýni, sérstaklega þeirra sem telja aðrar leiðir heppilegri, eins og til dæmis hugræna athyglismeðferð eða athafnasemismeðferð. Rannsóknarhöfundar segja þetta rangt. Slík meðferð geti sannarlega hjálpað en hún slái ekki á einkenni ADHD eins og eftirtektarleysi, hvatvísi og ofvirkni. Lyfin þjóni þeim tilgangi að virkja þá líffræðilegu ferla sem stuðla að eðlilegri virkni heilans.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira