Geitungarnir átt erfitt uppdráttar á suðvesturhorninu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 16:41 Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, segir að geitungasumarið á suðvesturhorninu hafi verið afar dapurlegt. Vísir/vilhelm „Það hefur verið frekar dapurt, það fór svo illa af stað,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur um geitungasumarið í ár á suðvesturhorninu vegna mikillar vætutíðar. Erling segir að geitungarnir hafi átt erfitt uppdráttar framan af sumri vegna rigninga. Búin hafi þroskast hægt því það hafi verið afar fáliðað. Þá hafi lirfurnar einnig verið óvenju smávaxnar í ár því þær hafi einfaldlega ekki fengið nóg að éta. „Það fer enginn út að vinna í rigningu,“ segir Erling til útskýringar. Þrátt fyrir að geitungasumarið hafi verið dapurlegt á suðvesturhorninu sé þó ekkert að óttast að sögn Erlings því skordýr taki yfirleitt áföllum og sveiflist eftir aðstæðum. „Það koma slæm ár og það koma góð ár og allt jafnast þetta nú út,“ segir Erling sem bætir við að þó geitungarnir séu ekki hressir með ástandið séu eflaust margir sem fagni því að sjá sjaldan geitunga á sveimi.Gegna þeir mikilvægu hlutverki í vistkerfinu?„Það er ekki nokkur skepna sem er ekki mikilvæg á sinn hátt nema þá kannski mannskepnan sem er að eyðileggja fyrir öllum hinum. Það eiga allir sitt hlutverk í lífríkinu. Ef þeir hefðu ekki hlutverk þá myndu þeir ekki lifa af,“ segir Erling. Á Vísindavefnum kemur fram að geitungar hreinsi hræ af dýrum og fuglum, taki kjötið og færi í búið. Þá veiða þeir flugur sem fæðu fyrir lirfurnar í búinu og safna blómasykri „en við það fræva þeir plöntur“. Erling segir að geitungarnir séu ötulir við að veiða fiðrildalirfur af trjám og haldi þeim í skefjum. „Það er enginn alvondur og svo er engin rós án þyrna,“ segir Erling sem bendir á að það einkenni samfélag dýranna. Dýr Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
„Það hefur verið frekar dapurt, það fór svo illa af stað,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur um geitungasumarið í ár á suðvesturhorninu vegna mikillar vætutíðar. Erling segir að geitungarnir hafi átt erfitt uppdráttar framan af sumri vegna rigninga. Búin hafi þroskast hægt því það hafi verið afar fáliðað. Þá hafi lirfurnar einnig verið óvenju smávaxnar í ár því þær hafi einfaldlega ekki fengið nóg að éta. „Það fer enginn út að vinna í rigningu,“ segir Erling til útskýringar. Þrátt fyrir að geitungasumarið hafi verið dapurlegt á suðvesturhorninu sé þó ekkert að óttast að sögn Erlings því skordýr taki yfirleitt áföllum og sveiflist eftir aðstæðum. „Það koma slæm ár og það koma góð ár og allt jafnast þetta nú út,“ segir Erling sem bætir við að þó geitungarnir séu ekki hressir með ástandið séu eflaust margir sem fagni því að sjá sjaldan geitunga á sveimi.Gegna þeir mikilvægu hlutverki í vistkerfinu?„Það er ekki nokkur skepna sem er ekki mikilvæg á sinn hátt nema þá kannski mannskepnan sem er að eyðileggja fyrir öllum hinum. Það eiga allir sitt hlutverk í lífríkinu. Ef þeir hefðu ekki hlutverk þá myndu þeir ekki lifa af,“ segir Erling. Á Vísindavefnum kemur fram að geitungar hreinsi hræ af dýrum og fuglum, taki kjötið og færi í búið. Þá veiða þeir flugur sem fæðu fyrir lirfurnar í búinu og safna blómasykri „en við það fræva þeir plöntur“. Erling segir að geitungarnir séu ötulir við að veiða fiðrildalirfur af trjám og haldi þeim í skefjum. „Það er enginn alvondur og svo er engin rós án þyrna,“ segir Erling sem bendir á að það einkenni samfélag dýranna.
Dýr Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira