Sameinað sveitarfélag mun ekki heita Heiðarbyggð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 15:27 Nafn á sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis verður ekki valið fyrr en eftir nokkrar vikur vegna dræmrar þátttöku í atkvæðagreiðslu. Vísir/Stefán Karl/Ólafur Þór Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis mun ekki bera nafnið Heiðarbyggð því bæjarstjórnin ákvað á síðasta bæjarstjórnarfundi, fyrir rúmri viku, að fara ekki eftir niðurstöðum leiðbeinandi atkvæðagreiðslu, sem haldin var á vormánuðum, um nafn á sameinuðu sveitarfélagi vegna dræmrar þátttöku. Sveitarfélagið skipaði nafnanefnd til að velja nýtt nafn á sveitarfélagið og var óskað eftir tillögum að nýju nafni sem voru bornar undir Örnefnanefnd. Þau nöfn sem hlutu jákvæða umsögn frá Örnefnanefnd fóru í atkvæðagreiðslu. Íbúar kusu á milli Heiðarbyggðar og Suðurbyggðar.Ekki nægilega mörg atkvæði á bak við nafnið Heiðarbyggð Af 2.692 íbúum sem voru á kjörskrá voru aðeins 500 sem nýttu atkvæðarétt sinn og af þeim 500 voru 224 sem skiluðu auðu. Nafnið Heiðarbyggð var hlutskarpast og hafði 176 atkvæði á bak við sig en 100 vildu nafnið Suðurbyggð fyrir sveitarfélagið. Ólafur Þór Ólafsson, formaður bæjarráðs, segir í samtali við fréttastofu að ástæðurnar fyrir því að bæjarstjórnin ákvað að fara ekki eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar væru dræm þátttaka, fjöldi þeirra sem skiluðu auðu og almenn óánægja með nafnið innan sveitarfélagsins. „Við litum þannig á að þátttakan í kosningunni hafi verið það lítil og í rauninni fá atkvæði á bak við það nafn fyrir utan að það var í rauninni ekki sátt í samfélaginu með nafnið, við fundum alveg fyrir því. Ákvörðun var tekin að fara ekki eftir þessari niðurstöðu, endurskoða ferlið og sjá hvernig við gætum náð lendingu í þessu,“ segir Ólafur. Ekki búið að taka ákvörðun um aðferð Aðspurður hvort blásið verði til nýrrar atkvæðagreiðslu svarar Ólafur því til að það væri ekki búið að taka neina ákvörðun um aðferð en segir þó að það væri ákjósanlegt að íbúar hefðu aðkomu að ákvörðuninni. „Það sjónarmið er mjög sterkt að íbúar eigi með einum eða öðrum hætti aðkomu að því hvernig nafn á nýtt sveitarfélag er valið. Þessi lélega þátttaka síðast var ekki út af áhugaleysi heldur vegna þess að fólki hafi ekki litist vel á þá valkosti sem voru í boði.“ Margir vilji nafn sem tengist Suðurnesjum Ólafur segir að fjölmargir íbúar væru hrifnir af nafni sem tengdist Suðurnesjunum með einhverjum hætti en bætir við að Örnefnanefnd sé ekki sama sinnis. „Það setur okkur í smá klípu“. Hann segir að bæjarstjórnin sé ekki búin að taka ákvörðun um að velja sjálf nafnið þó hún hafi vissulega vald til þess. Ráðherra sveitarstjórnarmála þurfi þó að staðfesta nafnið til að það sé tekið gilt. Það eina sem sé búið að ákveða sé fresta ákvörðuninni um nokkrar vikur og endurhugsa hvernig verkefnið verði nálgast. Að velja nafn á nýtt sveitarfélag er aðeins eitt verkefni af mörgum sem ný bæjarstjórn þarf að takast á við í sameiningu tveggja stjórnsýslueininga. Það sem sé öllu stærra verkefni er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum. Kosningar 2018 Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þátttaka í nafnakosningu vonbrigði en fyrirsjáanleg Engin skýr niðurstaða fékk í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðisbæjar. "Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ segir formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. 19. maí 2018 09:00 Ráðinn bæjarstjóri Sandgerðis og Garðs Magnús kemur til starfa 15. ágúst næstkomandi og mun Róbert Ragnarsson sinna starfi bæjarstjóra þangað til. 18. júlí 2018 17:28 Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis mun ekki bera nafnið Heiðarbyggð því bæjarstjórnin ákvað á síðasta bæjarstjórnarfundi, fyrir rúmri viku, að fara ekki eftir niðurstöðum leiðbeinandi atkvæðagreiðslu, sem haldin var á vormánuðum, um nafn á sameinuðu sveitarfélagi vegna dræmrar þátttöku. Sveitarfélagið skipaði nafnanefnd til að velja nýtt nafn á sveitarfélagið og var óskað eftir tillögum að nýju nafni sem voru bornar undir Örnefnanefnd. Þau nöfn sem hlutu jákvæða umsögn frá Örnefnanefnd fóru í atkvæðagreiðslu. Íbúar kusu á milli Heiðarbyggðar og Suðurbyggðar.Ekki nægilega mörg atkvæði á bak við nafnið Heiðarbyggð Af 2.692 íbúum sem voru á kjörskrá voru aðeins 500 sem nýttu atkvæðarétt sinn og af þeim 500 voru 224 sem skiluðu auðu. Nafnið Heiðarbyggð var hlutskarpast og hafði 176 atkvæði á bak við sig en 100 vildu nafnið Suðurbyggð fyrir sveitarfélagið. Ólafur Þór Ólafsson, formaður bæjarráðs, segir í samtali við fréttastofu að ástæðurnar fyrir því að bæjarstjórnin ákvað að fara ekki eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar væru dræm þátttaka, fjöldi þeirra sem skiluðu auðu og almenn óánægja með nafnið innan sveitarfélagsins. „Við litum þannig á að þátttakan í kosningunni hafi verið það lítil og í rauninni fá atkvæði á bak við það nafn fyrir utan að það var í rauninni ekki sátt í samfélaginu með nafnið, við fundum alveg fyrir því. Ákvörðun var tekin að fara ekki eftir þessari niðurstöðu, endurskoða ferlið og sjá hvernig við gætum náð lendingu í þessu,“ segir Ólafur. Ekki búið að taka ákvörðun um aðferð Aðspurður hvort blásið verði til nýrrar atkvæðagreiðslu svarar Ólafur því til að það væri ekki búið að taka neina ákvörðun um aðferð en segir þó að það væri ákjósanlegt að íbúar hefðu aðkomu að ákvörðuninni. „Það sjónarmið er mjög sterkt að íbúar eigi með einum eða öðrum hætti aðkomu að því hvernig nafn á nýtt sveitarfélag er valið. Þessi lélega þátttaka síðast var ekki út af áhugaleysi heldur vegna þess að fólki hafi ekki litist vel á þá valkosti sem voru í boði.“ Margir vilji nafn sem tengist Suðurnesjum Ólafur segir að fjölmargir íbúar væru hrifnir af nafni sem tengdist Suðurnesjunum með einhverjum hætti en bætir við að Örnefnanefnd sé ekki sama sinnis. „Það setur okkur í smá klípu“. Hann segir að bæjarstjórnin sé ekki búin að taka ákvörðun um að velja sjálf nafnið þó hún hafi vissulega vald til þess. Ráðherra sveitarstjórnarmála þurfi þó að staðfesta nafnið til að það sé tekið gilt. Það eina sem sé búið að ákveða sé fresta ákvörðuninni um nokkrar vikur og endurhugsa hvernig verkefnið verði nálgast. Að velja nafn á nýtt sveitarfélag er aðeins eitt verkefni af mörgum sem ný bæjarstjórn þarf að takast á við í sameiningu tveggja stjórnsýslueininga. Það sem sé öllu stærra verkefni er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum.
Kosningar 2018 Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þátttaka í nafnakosningu vonbrigði en fyrirsjáanleg Engin skýr niðurstaða fékk í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðisbæjar. "Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ segir formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. 19. maí 2018 09:00 Ráðinn bæjarstjóri Sandgerðis og Garðs Magnús kemur til starfa 15. ágúst næstkomandi og mun Róbert Ragnarsson sinna starfi bæjarstjóra þangað til. 18. júlí 2018 17:28 Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Þátttaka í nafnakosningu vonbrigði en fyrirsjáanleg Engin skýr niðurstaða fékk í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðisbæjar. "Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ segir formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. 19. maí 2018 09:00
Ráðinn bæjarstjóri Sandgerðis og Garðs Magnús kemur til starfa 15. ágúst næstkomandi og mun Róbert Ragnarsson sinna starfi bæjarstjóra þangað til. 18. júlí 2018 17:28
Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent