Úr kjallaranum yfir í glæný hljóðver með útsýni yfir Laugardalinn Stefán Árni Pálsson skrifar 8. ágúst 2018 14:30 Starfsmenn FM957, Bylgjunnar og X-977 eru sáttir við flutninginn. Í dag hófu Bylgjan, FM957 og X-977 útsendingar sínar úr glænýjum hljóðverum í húsnæði Sýnar við Suðurlandsbraut 8. Áður hafði starfsemi útvarpsstöðvanna verið í Skaftahlíðinni og voru eldri hljóðverin í kjallaranum við Skaftahlíð 24. Nú starfa útvarpsmennirnir í hljóðveri með fínu útsýni yfir Laugardalinn og er það vinnuumhverfi sem þekkist illa á útvarpssviði Sýnar. Þráinn Steinsson hefur verið tæknimaður á Bylgjunni í fjöldamörg ár og er hann spenntur fyrir komandi tímum. „Hljóðverið var ekki fært að þessu sinni, það var bara byggt nýtt,“ segir Þráinn í samtali við kollega sína þá Heimi Karlsson og Gulla Helga.Hlustendur finna engan mun „Það var kominn tími á endurnýjum á búnaði og var það gert í leiðinni. Það hafði það í för með sér að við gátum flutt í tilbúið stúdíó án þess að raska miklu. Hér er nýtt spilunarkerfi á stöðvunum sem er mikil uppfærsla á því kerfi sem við vorum að vinna með. Kerfið á eflaust eftir að valda hnökrum fyrstu dagana.“Ómar var mjög sáttur við nýja hljóðver X-ins.vísir/vilhelmHann segir að hlustendur eigi ekki eftir að heyra neinn mun á útsendingu útvarpsstöðvanna, en símkerfið er nýtt. „Þetta er bara spennandi og skemmtilegir tímar framundan. Ég hef gott útsýni hér yfir Esjuna, Akrafjallið og Laugardalinn,“ segir Þráinn sem var örlítið stressaður fyrir fyrstu útsendinguna í morgun. Árið 2006 flutti Bylgjan, FM957 og X-ið frá Lynghálsi í Skaftahlíðina. Nú 12 árum síðar eru stöðvarnar komnar á Suðurlandsbraut. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, skellti sér á Suðurlandsbrautina í dag og fangaði þessar myndir úr nýjum hljóðverum útvarpsstöðva Sýnar.Siggi Hlö og Ágúst Héðinsson yfirmaður útvarpssviðs Sýnar.vísir/vilhelmYngvi Eysteinsson á FM957.Vísir/vilhelmÞráinn er mjög sáttur við nýtt hljóðver.vísir/vilhelmRúnar Róberts mættur á vaktina til að kenna Sigga Hlö á græjurnar.Vísir/vilhelmHér að neðan má sjá nokkur myndbrot sem tekin voru upp inni í nýju hljóðveri Bylgjunnar í morgun og samtöl við reglulega gesti Í Bítinu. Fjölmiðlar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Í dag hófu Bylgjan, FM957 og X-977 útsendingar sínar úr glænýjum hljóðverum í húsnæði Sýnar við Suðurlandsbraut 8. Áður hafði starfsemi útvarpsstöðvanna verið í Skaftahlíðinni og voru eldri hljóðverin í kjallaranum við Skaftahlíð 24. Nú starfa útvarpsmennirnir í hljóðveri með fínu útsýni yfir Laugardalinn og er það vinnuumhverfi sem þekkist illa á útvarpssviði Sýnar. Þráinn Steinsson hefur verið tæknimaður á Bylgjunni í fjöldamörg ár og er hann spenntur fyrir komandi tímum. „Hljóðverið var ekki fært að þessu sinni, það var bara byggt nýtt,“ segir Þráinn í samtali við kollega sína þá Heimi Karlsson og Gulla Helga.Hlustendur finna engan mun „Það var kominn tími á endurnýjum á búnaði og var það gert í leiðinni. Það hafði það í för með sér að við gátum flutt í tilbúið stúdíó án þess að raska miklu. Hér er nýtt spilunarkerfi á stöðvunum sem er mikil uppfærsla á því kerfi sem við vorum að vinna með. Kerfið á eflaust eftir að valda hnökrum fyrstu dagana.“Ómar var mjög sáttur við nýja hljóðver X-ins.vísir/vilhelmHann segir að hlustendur eigi ekki eftir að heyra neinn mun á útsendingu útvarpsstöðvanna, en símkerfið er nýtt. „Þetta er bara spennandi og skemmtilegir tímar framundan. Ég hef gott útsýni hér yfir Esjuna, Akrafjallið og Laugardalinn,“ segir Þráinn sem var örlítið stressaður fyrir fyrstu útsendinguna í morgun. Árið 2006 flutti Bylgjan, FM957 og X-ið frá Lynghálsi í Skaftahlíðina. Nú 12 árum síðar eru stöðvarnar komnar á Suðurlandsbraut. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, skellti sér á Suðurlandsbrautina í dag og fangaði þessar myndir úr nýjum hljóðverum útvarpsstöðva Sýnar.Siggi Hlö og Ágúst Héðinsson yfirmaður útvarpssviðs Sýnar.vísir/vilhelmYngvi Eysteinsson á FM957.Vísir/vilhelmÞráinn er mjög sáttur við nýtt hljóðver.vísir/vilhelmRúnar Róberts mættur á vaktina til að kenna Sigga Hlö á græjurnar.Vísir/vilhelmHér að neðan má sjá nokkur myndbrot sem tekin voru upp inni í nýju hljóðveri Bylgjunnar í morgun og samtöl við reglulega gesti Í Bítinu.
Fjölmiðlar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira