Innlent

Skilaði sér ekki á áfangaheimilið Vernd

Andri Eysteinsson skrifar
Lögregla leitar nú að dæmdum ofbeldismanni sem skilaði sér ekki á áfangaheimilið Vernd á tilsettum tíma.
Lögregla leitar nú að dæmdum ofbeldismanni sem skilaði sér ekki á áfangaheimilið Vernd á tilsettum tíma. Vísir/Vilhelm
Lögreglan leitar nú fanga sem strauk af áfangaheimilinu Vernd um helgina. Fanginn átti að snúa aftur á áfangaheimilið síðasta laugardagskvöld en hefur enn ekki skilað sér. Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða fanga sem dæmdur var til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu, líkamsárásir, hótanir og kynferðisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni í febrúar 2017.



Litið er á mál sem þessi sem strok úr afplánun og er gefin út handtökuskipun. Að sögn Páls koma mál sem þessi upp annað slagið en í langflestum tilfellum skila menn sér eftir að handtökuskipun hefur verið gefin út af lögreglu

Menn sem dvelja á Vernd eru menn á lokastigum afplánunar og því miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir vistmenn að skila sér á tilsettum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×