Við bíðum Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. ágúst 2018 07:00 Bandaríska farveitan Lyft gaf á dögunum hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 Bandaríkjadali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur; svokölluð borgarhjól, Lyft og deilibílana Zipcar – gegn því að íbúarnir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. Framkvæmdastjóri farveitunnar á svæðinu sagðist vilja veita fólki tækifæri til þess að leggja bílnum sínum í þrjátíu daga og gefa því allt sem það þarf til þess að ferðast um borgina. Með þessu vill fyrirtækið efna til umræðu um hversu dýrt það er að eiga og reka bíl. Uppátæki Lyft vekur spurningar um bílaeign, þótt hagnaðarsjónarmið liggi sennilegast þar að baki og tilraun til þess að svara þeirri gagnrýni sem farveitur hafa að undanförnu sætt, eftir að bandarísk rannsókn sýndi að þjónusta þessara fyrirtækja dregur hvorki úr bílaeign né mengun ef marka má reynsluna í níu stærstu borgunum þar í landi. Aðrar rannsóknir hafa þó áður sýnt fram á hið gagnstæða. Hvað sem því líður hafa Uber og Lyft fjárfest í nýstárlegum samgöngutækjum að undanförnu til að bæta við þjónustu sína, meðal annars rafhjólum sem ætlað er að leysa bílana af í styttri ferðum og á álagstímum. Forstjóri Uber hefur sagt að hann vilji koma almenningssamgöngum inn í þjónustu Uber, þannig að allir samgöngumátar standi notendum til boða, þótt hann hafi ekki sjálfur tekjur af öllum nýju úrræðunum. Framkvæmdastjórinn hjá Lyft sagðist einnig vita að Lyft væri ekki eina svarið. Það væri ómögulegt að koma nægilega mörgum bílum á göturnar til þess að koma öllum leiðar sinnar. Almenningssamgöngur væru nauðsynlegar. Farveitur líka. Fólk þyrfti að ganga og hjóla leiðar sinnar. Það væri markmiðið. Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa næstu árin. Spár segja höfuðborgarbúa verða tæplega 300 þúsund talsins eftir rúmlega tuttugu ár. Þá sækir gífurlegur fjöldi ferðamanna borgina heim á degi hverjum. Þótt Reykjavík sé ekki milljónaborg er ljóst að mæta þarf fjölguninni með skynsamlegum ráðum. Það geta ekki allir ferðast um á einkabíl á yfirfullum götum. Við þurfum valkosti, sem eru ekki of dýrir fyrir neytendur. Umbætur á almenningssamgöngum eru nauðsynlegar, bíllaus lífstíll þarf að verða heillandi kostur með gerð hjólastíga og gönguleiða, umhverfisvænir ferðamátar gerðir að forgangsmáli og farveitur á borð við Uber og Lyft þurfa leyfi til að starfa í borginni – jafnvel með því skilyrði að bifreiðarnar séu að einhverju leyti rafmagnsknúnar. Slíkar umbætur eru mikilvægar fyrir margra hluta sakir, til dæmis með tilliti til umhverfissjónarmiða og tímasparnaðar. Umbæturnar eru ekki síst mikilvægt kjaramál. Meðalnotandi einkabíls eyðir verulegum hluta ráðstöfunartekna sinna í rekstur bifreiðar. Úr samgönguráðuneytinu er það annars að frétta að það er ekki búið að fjármagna umbætur í almenningssamgöngum og þau ætla að taka sér að minnsta kosti næsta árið til að pæla í þessu með farveiturnar. Við bíðum bara róleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Samgöngur Tækni Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Bandaríska farveitan Lyft gaf á dögunum hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 Bandaríkjadali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur; svokölluð borgarhjól, Lyft og deilibílana Zipcar – gegn því að íbúarnir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. Framkvæmdastjóri farveitunnar á svæðinu sagðist vilja veita fólki tækifæri til þess að leggja bílnum sínum í þrjátíu daga og gefa því allt sem það þarf til þess að ferðast um borgina. Með þessu vill fyrirtækið efna til umræðu um hversu dýrt það er að eiga og reka bíl. Uppátæki Lyft vekur spurningar um bílaeign, þótt hagnaðarsjónarmið liggi sennilegast þar að baki og tilraun til þess að svara þeirri gagnrýni sem farveitur hafa að undanförnu sætt, eftir að bandarísk rannsókn sýndi að þjónusta þessara fyrirtækja dregur hvorki úr bílaeign né mengun ef marka má reynsluna í níu stærstu borgunum þar í landi. Aðrar rannsóknir hafa þó áður sýnt fram á hið gagnstæða. Hvað sem því líður hafa Uber og Lyft fjárfest í nýstárlegum samgöngutækjum að undanförnu til að bæta við þjónustu sína, meðal annars rafhjólum sem ætlað er að leysa bílana af í styttri ferðum og á álagstímum. Forstjóri Uber hefur sagt að hann vilji koma almenningssamgöngum inn í þjónustu Uber, þannig að allir samgöngumátar standi notendum til boða, þótt hann hafi ekki sjálfur tekjur af öllum nýju úrræðunum. Framkvæmdastjórinn hjá Lyft sagðist einnig vita að Lyft væri ekki eina svarið. Það væri ómögulegt að koma nægilega mörgum bílum á göturnar til þess að koma öllum leiðar sinnar. Almenningssamgöngur væru nauðsynlegar. Farveitur líka. Fólk þyrfti að ganga og hjóla leiðar sinnar. Það væri markmiðið. Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa næstu árin. Spár segja höfuðborgarbúa verða tæplega 300 þúsund talsins eftir rúmlega tuttugu ár. Þá sækir gífurlegur fjöldi ferðamanna borgina heim á degi hverjum. Þótt Reykjavík sé ekki milljónaborg er ljóst að mæta þarf fjölguninni með skynsamlegum ráðum. Það geta ekki allir ferðast um á einkabíl á yfirfullum götum. Við þurfum valkosti, sem eru ekki of dýrir fyrir neytendur. Umbætur á almenningssamgöngum eru nauðsynlegar, bíllaus lífstíll þarf að verða heillandi kostur með gerð hjólastíga og gönguleiða, umhverfisvænir ferðamátar gerðir að forgangsmáli og farveitur á borð við Uber og Lyft þurfa leyfi til að starfa í borginni – jafnvel með því skilyrði að bifreiðarnar séu að einhverju leyti rafmagnsknúnar. Slíkar umbætur eru mikilvægar fyrir margra hluta sakir, til dæmis með tilliti til umhverfissjónarmiða og tímasparnaðar. Umbæturnar eru ekki síst mikilvægt kjaramál. Meðalnotandi einkabíls eyðir verulegum hluta ráðstöfunartekna sinna í rekstur bifreiðar. Úr samgönguráðuneytinu er það annars að frétta að það er ekki búið að fjármagna umbætur í almenningssamgöngum og þau ætla að taka sér að minnsta kosti næsta árið til að pæla í þessu með farveiturnar. Við bíðum bara róleg.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar