Kanada og Sádí-Arabía í hár saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 06:20 Mannréttindabaráttukonan Samar Badawi er meðal þeirra sem er í haldi sádí-arabískra stjórnvalda. Vísir/EPA Ríkisflugfélag Sádí-Arabíu hefur stöðvað áætlunarflug sitt til kanadísku borgarinnar Toronto. Ákvörðunin er nýjasta útspilið í deilum ríkjanna tveggja, sem raktar eru til ákalls kanadískra stjórnvalda um að samviskuföngum yrði sleppt úr haldi í Sádí-Arabíu. Deilurnar hafa stigmagnast yfir helgina. Búið er að vísa sendiherra Kanada í Sádí-Arabíu úr landi ásamt því að stöðva öll viðskipti milli ríkjanna. Sádí-Arabar saka Kanadamenn um að hlutast til í innanríkismálum sínum en stjórnvöld í Ottawa eru hvergi bangin og segjast ætla að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum. Þannig er haft eftir utanríkisráðherra Kanada á vef breska ríkisútvarpsins að kanadískum stjórnvöldum þyki miður að búið sé að vísa sendiherra þeirra frá Sádí-Arabíu. Engu að síður ætli Kanadamenn að standa vörð um tjáningarfrelsið, réttindi kvenna og önnur mannréttindi - sama hvar brotið sé á þeim. „Við munum ekki hika við að tala fyrir þessum gildum og trúum því að umræður séu kjarni alþjóðastjórnmála,“ segir Crystia Freeland. Sádí-arabíski starfsbróðir hennar, Adel al-Jubeir, hefur áður lýst því yfir að afstaða kanadískra stjórnvalda byggi á villandi upplýsingum. Þar að auki njóti allir í haldi sádí-arabískra stjórnvalda ákveðinna réttinda. Ein umdeildasta birtingarmynd deilunnar er tíst sem birtist á Twitter-reikningi sem á vef BBC er sagður tengjast stjórnvöldum í Ríad. Í tístinu má sjá mynd af flugvél sem virðist fljúga í átt að einu þekktasta kennileiti Toronto, CN-turninum. Við myndina er skrifað að ekki skuli „vasast í því sem ekki kemur manni við.“ Netverjar voru ekki lengi að benda á líkindin milli tístsins og atburðanna 11. september árið 2001.More very concerning rhetoric emerging from #SaudiArabia, once again involving aviation.In Saudi's latest rift, now with #Canada — an account connected to the Saudi Royal Court has published images with text of an @AirCanada Boeing 767 descending towards CN Tower in Toronto pic.twitter.com/FKcrikI5QD— Alex Macheras (@AlexInAir) August 6, 2018 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ríkisflugfélag Sádí-Arabíu hefur stöðvað áætlunarflug sitt til kanadísku borgarinnar Toronto. Ákvörðunin er nýjasta útspilið í deilum ríkjanna tveggja, sem raktar eru til ákalls kanadískra stjórnvalda um að samviskuföngum yrði sleppt úr haldi í Sádí-Arabíu. Deilurnar hafa stigmagnast yfir helgina. Búið er að vísa sendiherra Kanada í Sádí-Arabíu úr landi ásamt því að stöðva öll viðskipti milli ríkjanna. Sádí-Arabar saka Kanadamenn um að hlutast til í innanríkismálum sínum en stjórnvöld í Ottawa eru hvergi bangin og segjast ætla að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum. Þannig er haft eftir utanríkisráðherra Kanada á vef breska ríkisútvarpsins að kanadískum stjórnvöldum þyki miður að búið sé að vísa sendiherra þeirra frá Sádí-Arabíu. Engu að síður ætli Kanadamenn að standa vörð um tjáningarfrelsið, réttindi kvenna og önnur mannréttindi - sama hvar brotið sé á þeim. „Við munum ekki hika við að tala fyrir þessum gildum og trúum því að umræður séu kjarni alþjóðastjórnmála,“ segir Crystia Freeland. Sádí-arabíski starfsbróðir hennar, Adel al-Jubeir, hefur áður lýst því yfir að afstaða kanadískra stjórnvalda byggi á villandi upplýsingum. Þar að auki njóti allir í haldi sádí-arabískra stjórnvalda ákveðinna réttinda. Ein umdeildasta birtingarmynd deilunnar er tíst sem birtist á Twitter-reikningi sem á vef BBC er sagður tengjast stjórnvöldum í Ríad. Í tístinu má sjá mynd af flugvél sem virðist fljúga í átt að einu þekktasta kennileiti Toronto, CN-turninum. Við myndina er skrifað að ekki skuli „vasast í því sem ekki kemur manni við.“ Netverjar voru ekki lengi að benda á líkindin milli tístsins og atburðanna 11. september árið 2001.More very concerning rhetoric emerging from #SaudiArabia, once again involving aviation.In Saudi's latest rift, now with #Canada — an account connected to the Saudi Royal Court has published images with text of an @AirCanada Boeing 767 descending towards CN Tower in Toronto pic.twitter.com/FKcrikI5QD— Alex Macheras (@AlexInAir) August 6, 2018
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira