Blaðamönnum sýnd virkni sjálfakandi flutningabíla
Það sem ef til vill mesta athygli vakti á þessari kynningu MAN er þróun búnaðar fyrir flutningabíla sem leyfir þeim að aka um hraðbrautirnar í lest með svo stutt á milli bíla (10-15 metra) að eyðsla þeirra minnkar um 15%. Þetta kalla þeir hjá MAN og víðar „Platooning“. Það sem meira er með virkni búnaðarins, þá er meiningin að flutningabílarnir verði mannlausir, nema fremsti bíll. Ef til vill endar það þannig að allir flutningabílar verða mannlausir og mun slíkt spara mikla fjármuni í formi launa og lækka með því flutningskostnað til mikilla muna. Tæknilausnin er sannarlega til staðar og sýndi MAN fram á virkni hennar á flugbraut sem fyrirtækið fékk að láni, en hún er ein af flugbrautum nýs flugvallar sem meiningin er að taka í notkun rétt fyrir utan Berlín. Þar ók fremsti trukkur með ökumanni en þar á eftir kom annar og í honum sátu blaðamenn ásamt starfsmanni MAN sem sýndi þeim hvernig þessi búnaður virkar. Búnaðurinn svínvirkaði, enda búið að mála línur líkt og á hraðbrautum á flugbrautina.
Prófanir hafnar milli München og Nürnberg
MAN hefur þegar hafið raunverulegar prófanir á þessum „Platooning“-búnaði í nokkrum bíla sinna sem aka á milli München „Platooning“ (keðjun) er framtíðin í akstri flutningabíla Mannlausir flutningabílar munu brátt aka um hraðbrautirnar með stutt bil á milli bíla og reyndar eru tilraunir þegar hafnar. Þessi tilhögun minnkar verulega eyðslu bílanna og er í leiðinni umhverfisvæn. MAN er einnig framarlega í þróun sendibíla og rúta sem eingöngu ganga fyrir rafmagni. Flutningabílar MAN við prófanir á hraðbrautum Þýskalands. og Nürnberg á A9 hraðbrautinni. „Platooning“-tæknin er ekki enn orðin lögleg en þýsk yfirvöld hafa leyft mannaðar prófanir og fylgjast vel með þróuninni.Ef hún reynist örugg sparast mikið eldsneyti og mengun bílanna minnkar að sama skapi mikið. MAN segir að auk þess verði akstur flutningabílanna öruggari og getur búnaðurinn t.d. bremsað innan 5 millisekúndna, eða mun hraðar en nokkur lifandi maður getur brugðist við, ef hægist á ökutækinu fyrir framan. Fleiri trukkaframleiðendur eru að þróa sams konar búnað og sem betur fer hafa þeir allir borið gæfu til að samræma aðgerðir sínar með þeim hætti að hann virkar á milli bílgerða og það mun hraða þróun búnaðarins og stytta tímann þar til hægt verður að treysta alfarið á þessa lausn, umhverfinu, neytendum og ökumönnum til góðs.