Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. ágúst 2018 06:00 Virði hluta í Danske Bank hefur hríðfallið vegna málsins. Vísir/Getty Sérstakur saksóknari efnahagsbrota í Danmörku hefur hafið rannsókn á því hvort eistneskt útibú stærsta banka landsins, Danske Bank, hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé. Talið er að um 53 milljarðar danskra króna, andvirði ríflega 880 milljarða íslenskra króna, hafi verið þvættaðir í bankanum. „Ég get staðfest að við, í deild efnahagsbrota, höfum opnað rannsókn sem miðar að því að höfðað verði sakamál gegn Danske Bank vegna brota á lögum um peningaþvætti,“ segir í yfirlýsingu frá Morten Niels Jakobsen saksóknara efnahagsbrota. „Við munum velta við hverjum steini við rannsókn málsins.“ Sakamálarannsókn hófst í Eistlandi í síðustu viku og þá hefur eistneska þingið skipað sérstaka rannsóknarnefnd til að kafa ofan í málið. Upphaf málsins má rekja til rússneska lögmannsins Sergei Magnitsky en um miðjan síðasta áratug sýndi hann fram á það að rússneskir embættis- og glæpamenn stunduðu það að stela skattfé og koma því undan með því að brúka evrópska banka. Magnitsky var síðar handtekinn og lést hann árið 2009 í rússnesku fangelsi. Bill Bowder, eigandi fjárfestingasjóðsins Hermitage Capital Fund, sem Magnitsky starfaði fyrir, lagði formlega kæru fram í Danmörku í síðasta mánuði vegna málsins og er rannsóknin komin til vegna hennar. Málið hefur nú þegar verið skoðað af danska fjármálaeftirlitinu. Niðurstaða þeirrar athugunar var sú að víða hefði pottur verið brotinn en ekki væri ástæða til að höfða mál gegn bankanum. Nýjar upplýsingar sem birtust í upphafi síðasta mánaðar breyttu þeirri afstöðu. Talið er að brotin hafi staðið yfir frá 2007 til 2015 og að fé frá löndum á borð við Rússland, Moldóvu og Aserbaídsjan hafi farið skítugt inn í eistneska dótturfélagið en komið þaðan hreint út. Fjármunirnir enduðu að stærstum hluta á reikningum aflandsfélaga í eigu hátt settra embættismanna. Verð á hlutum í Danske Bank hefur hríðlækkað frá því að málið komst í hámæli enda viðbúið að bankinn þurfi að sæta upptöku á himinháum fjárhæðum verði hann fundinn sekur. Dómsmálaráðherra Danmerkur, Sören Pape Poulsen, hefur sagt að það komi til greina að gera hagnaðinn af hinni ólögmætu starfsemi upptækan. Thomas Borgen, bankastjóri Danske Bank, hefur beðist opinberlega afsökunar á því að bankinn hafi ekki komið í veg fyrir þvættið. Þá sagði hann að í júní hefði hann rætt við stjórn bankans um það að stíga til hliðar sem bankastjóri en það hafi verið mat stjórnarinnar að reynslu hans væri þörf við að stýra bankanum í gegnum þennan ólgusjó. Birtist í Fréttablaðinu Eistland Norðurlönd Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41 Vill leggja hald á ágóða Danske bank af peningaþvætti Nýjar upplýsingar hafa komið fram um að jafnvirði allt að 890 milljarða íslenskra króna hafi verið þvegið í útibúi danska bankans í Eistlandi fyrir árið 2015. 5. júlí 2018 13:49 300 milljarðar þvættir í Danske Bank Stjórnvöld í Aserbaídsjan eru meðal þeirra sem hafa um fjögurra ára skeið hvítþegið um 18 milljarða danskra króna, eða rétt rúma 300 milljarða íslenskra króna, í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. 6. september 2017 06:00 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Loka verslun í Smáralind Neytendur Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Fleiri fréttir Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Sérstakur saksóknari efnahagsbrota í Danmörku hefur hafið rannsókn á því hvort eistneskt útibú stærsta banka landsins, Danske Bank, hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé. Talið er að um 53 milljarðar danskra króna, andvirði ríflega 880 milljarða íslenskra króna, hafi verið þvættaðir í bankanum. „Ég get staðfest að við, í deild efnahagsbrota, höfum opnað rannsókn sem miðar að því að höfðað verði sakamál gegn Danske Bank vegna brota á lögum um peningaþvætti,“ segir í yfirlýsingu frá Morten Niels Jakobsen saksóknara efnahagsbrota. „Við munum velta við hverjum steini við rannsókn málsins.“ Sakamálarannsókn hófst í Eistlandi í síðustu viku og þá hefur eistneska þingið skipað sérstaka rannsóknarnefnd til að kafa ofan í málið. Upphaf málsins má rekja til rússneska lögmannsins Sergei Magnitsky en um miðjan síðasta áratug sýndi hann fram á það að rússneskir embættis- og glæpamenn stunduðu það að stela skattfé og koma því undan með því að brúka evrópska banka. Magnitsky var síðar handtekinn og lést hann árið 2009 í rússnesku fangelsi. Bill Bowder, eigandi fjárfestingasjóðsins Hermitage Capital Fund, sem Magnitsky starfaði fyrir, lagði formlega kæru fram í Danmörku í síðasta mánuði vegna málsins og er rannsóknin komin til vegna hennar. Málið hefur nú þegar verið skoðað af danska fjármálaeftirlitinu. Niðurstaða þeirrar athugunar var sú að víða hefði pottur verið brotinn en ekki væri ástæða til að höfða mál gegn bankanum. Nýjar upplýsingar sem birtust í upphafi síðasta mánaðar breyttu þeirri afstöðu. Talið er að brotin hafi staðið yfir frá 2007 til 2015 og að fé frá löndum á borð við Rússland, Moldóvu og Aserbaídsjan hafi farið skítugt inn í eistneska dótturfélagið en komið þaðan hreint út. Fjármunirnir enduðu að stærstum hluta á reikningum aflandsfélaga í eigu hátt settra embættismanna. Verð á hlutum í Danske Bank hefur hríðlækkað frá því að málið komst í hámæli enda viðbúið að bankinn þurfi að sæta upptöku á himinháum fjárhæðum verði hann fundinn sekur. Dómsmálaráðherra Danmerkur, Sören Pape Poulsen, hefur sagt að það komi til greina að gera hagnaðinn af hinni ólögmætu starfsemi upptækan. Thomas Borgen, bankastjóri Danske Bank, hefur beðist opinberlega afsökunar á því að bankinn hafi ekki komið í veg fyrir þvættið. Þá sagði hann að í júní hefði hann rætt við stjórn bankans um það að stíga til hliðar sem bankastjóri en það hafi verið mat stjórnarinnar að reynslu hans væri þörf við að stýra bankanum í gegnum þennan ólgusjó.
Birtist í Fréttablaðinu Eistland Norðurlönd Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41 Vill leggja hald á ágóða Danske bank af peningaþvætti Nýjar upplýsingar hafa komið fram um að jafnvirði allt að 890 milljarða íslenskra króna hafi verið þvegið í útibúi danska bankans í Eistlandi fyrir árið 2015. 5. júlí 2018 13:49 300 milljarðar þvættir í Danske Bank Stjórnvöld í Aserbaídsjan eru meðal þeirra sem hafa um fjögurra ára skeið hvítþegið um 18 milljarða danskra króna, eða rétt rúma 300 milljarða íslenskra króna, í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. 6. september 2017 06:00 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Loka verslun í Smáralind Neytendur Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Fleiri fréttir Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41
Vill leggja hald á ágóða Danske bank af peningaþvætti Nýjar upplýsingar hafa komið fram um að jafnvirði allt að 890 milljarða íslenskra króna hafi verið þvegið í útibúi danska bankans í Eistlandi fyrir árið 2015. 5. júlí 2018 13:49
300 milljarðar þvættir í Danske Bank Stjórnvöld í Aserbaídsjan eru meðal þeirra sem hafa um fjögurra ára skeið hvítþegið um 18 milljarða danskra króna, eða rétt rúma 300 milljarða íslenskra króna, í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. 6. september 2017 06:00