Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2018 20:09 Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fylgja refsiaðgerðum gegn Íran eftir til fulls. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. Í refsiaðgerðunum felast viðskiptaþvinganir gegn Íran, þá helst bílaiðnaðinum þar í landi. Þá koma refsiaðgerðirnar illa við viðskipti með gull og aðra málma. Þvinganirnar taka gildi klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma.BBC greinir frá því að Trump segist vera fullviss um að fjárhagslegar þrýstiaðgerðir sem þessar muni á endanum þvinga írönsk stjórnvöld til að ganga að samningaborðinu að nýju og láta af „illum gjörðum“ sínum. Þá varaði forsetinn við því að einstaklingar eða stofnanir sem virða ekki viðskiptabannið muni eiga von á „alvarlegum afleiðingum.“„Viðræður krefjast heiðarleika“Forseti Írans, Hassan Rouhani, kallaði aðgerðir Trumps „sálfræðihernað“ og taldi litlar líkur á því að samningar næðust á milli ríkjanna áður en refsiaðgerðirnar tækju gildi. „Við erum alltaf opin fyrir viðræðum og lipurð í alþjóðlegum samskiptum en það er eitthvað sem krefst heiðarleika,“ bætti Rouhani við og skaut þannig föstum skotum á Trump. Bretland, Frakkland og Þýskaland, sem einnig áttu aðild að kjarnorkusamningnum hafa lýst því yfir að þau harmi aðgerðir Bandaríkjamanna. Utanríkisráðherrar ríkjanna þriggja gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ítrekað var að samkomulagið væri „nauðsynlegt“ fyrir öryggi og frið í heiminum. Þessi ríki hafa einnig lýst því yfir að þau hyggist heiðra samkomulagið. Auk Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Þýskalands voru Rússland og Kína aðilar að samkomulaginu, en þessi ríki hafa ekki tjáð sig opinberlega um ákvörðun forsetans.Hassan Rouhani, forseti Írans, gefur lítið fyrir orð Trumps um samningaviðræður.Vísir/GettyEnn frekari refsiaðgerðir í sjónmáliEnn frekari refsiaðgerðir taka svo gildi þann 5. nóvember, náist ekkert samkomulag milli ríkjanna. Þær aðgerðir munu ná til íranskra orkufyrirtækja, skipaframleiðenda og olíuiðnaðarins í landinu. Auk þess munu aðgerðirnar ná yfir alþjóðleg fjármálaviðskipti erlendra fjármálastofnanna við seðlabanka Írans. „Ég er ánægður að mörg alþjóðleg fyrirtæki hafi þegar tilkynnt áform sín um að yfirgefa íranska markaðinn og þó nokkur ríki munu draga úr eða hætta með öllu innflutningi sínum á íranskri hráolíu,“ segir í tilkynningu frá Bandaríkjaforseta. „Við hvetjum allar þjóðir til að fara að okkar fordæmi og gera írönskum stjórnvöldum það ljóst að þau hafa einungis tvo valkosti; annaðhvort breyta þau ógnandi og ótraustvekjandi hegðun sinni ellegar halda áfram að ýta undir efnahagslega einangrun eigin ríkis.“Trump segir samkomulagið „einhliða.“ Kjarnorkusamkomulagið frá 2015 fólst í því að Íran myndi láta af vafasömum athöfnum sínum í tengslum við kjarnorkuvígbúnað í skiptum fyrir tilslakanir áðurnefndra ríkja á viðskiptaþvingunum gegn landinu. Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, taldi að samningurinn myndi koma í veg fyrir að Íranir þróuðu kjarnorkuvopn og að það minnkaði líkurnar á kjarnorkustríði í heiminum. Trump hefur aftur á móti haldið því fram að samkomulagið sé „hræðilegt“ og „einhliða“. Donald Tump (t.v.) er ósammála forvera sínum í starfi, Barack Obama (t.h.), þegar kemur að kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Vísir/Getty Bandaríkin Donald Trump Stj.mál Tengdar fréttir Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32 Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. Í refsiaðgerðunum felast viðskiptaþvinganir gegn Íran, þá helst bílaiðnaðinum þar í landi. Þá koma refsiaðgerðirnar illa við viðskipti með gull og aðra málma. Þvinganirnar taka gildi klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma.BBC greinir frá því að Trump segist vera fullviss um að fjárhagslegar þrýstiaðgerðir sem þessar muni á endanum þvinga írönsk stjórnvöld til að ganga að samningaborðinu að nýju og láta af „illum gjörðum“ sínum. Þá varaði forsetinn við því að einstaklingar eða stofnanir sem virða ekki viðskiptabannið muni eiga von á „alvarlegum afleiðingum.“„Viðræður krefjast heiðarleika“Forseti Írans, Hassan Rouhani, kallaði aðgerðir Trumps „sálfræðihernað“ og taldi litlar líkur á því að samningar næðust á milli ríkjanna áður en refsiaðgerðirnar tækju gildi. „Við erum alltaf opin fyrir viðræðum og lipurð í alþjóðlegum samskiptum en það er eitthvað sem krefst heiðarleika,“ bætti Rouhani við og skaut þannig föstum skotum á Trump. Bretland, Frakkland og Þýskaland, sem einnig áttu aðild að kjarnorkusamningnum hafa lýst því yfir að þau harmi aðgerðir Bandaríkjamanna. Utanríkisráðherrar ríkjanna þriggja gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ítrekað var að samkomulagið væri „nauðsynlegt“ fyrir öryggi og frið í heiminum. Þessi ríki hafa einnig lýst því yfir að þau hyggist heiðra samkomulagið. Auk Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Þýskalands voru Rússland og Kína aðilar að samkomulaginu, en þessi ríki hafa ekki tjáð sig opinberlega um ákvörðun forsetans.Hassan Rouhani, forseti Írans, gefur lítið fyrir orð Trumps um samningaviðræður.Vísir/GettyEnn frekari refsiaðgerðir í sjónmáliEnn frekari refsiaðgerðir taka svo gildi þann 5. nóvember, náist ekkert samkomulag milli ríkjanna. Þær aðgerðir munu ná til íranskra orkufyrirtækja, skipaframleiðenda og olíuiðnaðarins í landinu. Auk þess munu aðgerðirnar ná yfir alþjóðleg fjármálaviðskipti erlendra fjármálastofnanna við seðlabanka Írans. „Ég er ánægður að mörg alþjóðleg fyrirtæki hafi þegar tilkynnt áform sín um að yfirgefa íranska markaðinn og þó nokkur ríki munu draga úr eða hætta með öllu innflutningi sínum á íranskri hráolíu,“ segir í tilkynningu frá Bandaríkjaforseta. „Við hvetjum allar þjóðir til að fara að okkar fordæmi og gera írönskum stjórnvöldum það ljóst að þau hafa einungis tvo valkosti; annaðhvort breyta þau ógnandi og ótraustvekjandi hegðun sinni ellegar halda áfram að ýta undir efnahagslega einangrun eigin ríkis.“Trump segir samkomulagið „einhliða.“ Kjarnorkusamkomulagið frá 2015 fólst í því að Íran myndi láta af vafasömum athöfnum sínum í tengslum við kjarnorkuvígbúnað í skiptum fyrir tilslakanir áðurnefndra ríkja á viðskiptaþvingunum gegn landinu. Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, taldi að samningurinn myndi koma í veg fyrir að Íranir þróuðu kjarnorkuvopn og að það minnkaði líkurnar á kjarnorkustríði í heiminum. Trump hefur aftur á móti haldið því fram að samkomulagið sé „hræðilegt“ og „einhliða“. Donald Tump (t.v.) er ósammála forvera sínum í starfi, Barack Obama (t.h.), þegar kemur að kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Vísir/Getty
Bandaríkin Donald Trump Stj.mál Tengdar fréttir Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32 Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44
Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32
Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent