Stödd á Balí í brúðkaupsferð þegar skjálftinn reið yfir: „Það erfiðasta sem ég hef lent í“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. ágúst 2018 13:02 Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir og Ómar Jökull Ómarsson eru stödd í brúðkaupsferð á Balí. Mynd/Samsett Utanríkisráðuneytið hefur fengið spurn af tveimur Íslendingum sem staddir eru á eyjunni Lombok í Indónesíu. Þeir eru báðir óhultir. Öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í gær og varð hátt í hundrað manns að bana. Íslensk kona stödd á Balí segir mikla ringulreið hafa skapast á eyjunni þegar skjálftinn gekk yfir. Skjálfti af stærðinni 6,9 reið yfir Indónesísku eyjuna Lombok í gær sem er vinsæll sumardvalarstaður. Mannvirki skemmdust í skjálftanum og hafa um tíu þúsund manns verið brottfluttir af eyjunni. Þá hafa yfir 90 dauðsföll verið staðfest. Aldrei verið eins hrædd á ævinni Skjálftinn fannst einnig á öðrum nærliggjandi eyjum. Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir er stödd ásamt eiginmanni sínum á Balí þar sem þau eru í brúðkaupsferð og fundu þau vel fyrir skjálftanum. „Við vorum inni á veitingastað við hliðina á hótelinu og hann er allur gerður úr svona bambustrjám og svo allt í einu fór bara allt að titra og nötra og starfsfólkið sagði okkur að hlaupa bara út,“ segir Jóhanna í samtali við fréttastofu. Hún segir mikla ringulreið og örvæntingu hafa gripið um sig. „Ég bara hljóp út á strönd en mér var bannað að fara þangað þannig að við vorum bara þarna á götunni fyrir framan og ég hef aldrei verið eins hrædd á ævinni.“Eyðilegging í kjölfar skjálftans er mikil. Þessi mynd er frá Balí.Vísir/GEttyÞau hjónin eru nýlega komin til eyjunnar og eiga að óbreyttu eftir að vera í tvær vikur í Indónesíu en skoða nú hvort þau muni færa sig um set. „Við fórum upp á hótel en gátum ekki farið strax upp í herbergi af því það kom eftirskjálfti og við sváfum bara nánast ekki neitt um nóttina. Vorum bara með allt tilbúið við rúmið, peningana, vegabréfin, föt til þess að hlaupa út. Ég svaf í fötunum. Þannig að maður var mjög hræddur, þetta er bara það erfiðasta sem ég hef lent í,“ segir Jóhanna. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við fréttastofu að ráðuneytið hafi fengið spurn af tveimur Íslendingum á eyjunni Lombok. Þeir eru óhultir en hafa ekki verið nafngreindir.Frusu og allt varð svart Íslensk kona, Margrét Helgadóttir, var stödd á Gili-eyjum ásamt Katrínu Ingibjörgu Kristófersdóttur þegar skjálftinn varð á nágrannaeyjunni Lombok. Margrét hefur birt myndbönd á Facebook þar sem hún lýsir atburðarás gærdagsins. Hún segir þær Katrínu hafa orðið logandi hræddar þegar allt byrjaði að hristast. Þá séu þær „aumar á sálinni“ og langi heim. Eitt myndbandanna má sjá hér að neðan. Margrét ræðir einnig við AFP-fréttastofuna um skjálftann. „Við frusum bara, sem betur fer vorum við utandyra. Allt varð svart, það var hræðilegt,“ er haft eftir Margréti í viðtalinu. Asía - hamfarir Tengdar fréttir Umfangsmikill brottflutningur eftir mannskæðan jarðskjálfta 91 manns hafa látið lífið og 10.000 brottflutir af eyjunni Lombok í Indonesíu. 6. ágúst 2018 10:15 Tugir látnir eftir skjálfta á Indónesíu Að minnsta kosti 39 eru látnir og tugir slasaðir eftir að skjálfti af stærðinni 7,0 reið yfir indónesísku eyjuna Lombok í nótt. 5. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur fengið spurn af tveimur Íslendingum sem staddir eru á eyjunni Lombok í Indónesíu. Þeir eru báðir óhultir. Öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í gær og varð hátt í hundrað manns að bana. Íslensk kona stödd á Balí segir mikla ringulreið hafa skapast á eyjunni þegar skjálftinn gekk yfir. Skjálfti af stærðinni 6,9 reið yfir Indónesísku eyjuna Lombok í gær sem er vinsæll sumardvalarstaður. Mannvirki skemmdust í skjálftanum og hafa um tíu þúsund manns verið brottfluttir af eyjunni. Þá hafa yfir 90 dauðsföll verið staðfest. Aldrei verið eins hrædd á ævinni Skjálftinn fannst einnig á öðrum nærliggjandi eyjum. Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir er stödd ásamt eiginmanni sínum á Balí þar sem þau eru í brúðkaupsferð og fundu þau vel fyrir skjálftanum. „Við vorum inni á veitingastað við hliðina á hótelinu og hann er allur gerður úr svona bambustrjám og svo allt í einu fór bara allt að titra og nötra og starfsfólkið sagði okkur að hlaupa bara út,“ segir Jóhanna í samtali við fréttastofu. Hún segir mikla ringulreið og örvæntingu hafa gripið um sig. „Ég bara hljóp út á strönd en mér var bannað að fara þangað þannig að við vorum bara þarna á götunni fyrir framan og ég hef aldrei verið eins hrædd á ævinni.“Eyðilegging í kjölfar skjálftans er mikil. Þessi mynd er frá Balí.Vísir/GEttyÞau hjónin eru nýlega komin til eyjunnar og eiga að óbreyttu eftir að vera í tvær vikur í Indónesíu en skoða nú hvort þau muni færa sig um set. „Við fórum upp á hótel en gátum ekki farið strax upp í herbergi af því það kom eftirskjálfti og við sváfum bara nánast ekki neitt um nóttina. Vorum bara með allt tilbúið við rúmið, peningana, vegabréfin, föt til þess að hlaupa út. Ég svaf í fötunum. Þannig að maður var mjög hræddur, þetta er bara það erfiðasta sem ég hef lent í,“ segir Jóhanna. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við fréttastofu að ráðuneytið hafi fengið spurn af tveimur Íslendingum á eyjunni Lombok. Þeir eru óhultir en hafa ekki verið nafngreindir.Frusu og allt varð svart Íslensk kona, Margrét Helgadóttir, var stödd á Gili-eyjum ásamt Katrínu Ingibjörgu Kristófersdóttur þegar skjálftinn varð á nágrannaeyjunni Lombok. Margrét hefur birt myndbönd á Facebook þar sem hún lýsir atburðarás gærdagsins. Hún segir þær Katrínu hafa orðið logandi hræddar þegar allt byrjaði að hristast. Þá séu þær „aumar á sálinni“ og langi heim. Eitt myndbandanna má sjá hér að neðan. Margrét ræðir einnig við AFP-fréttastofuna um skjálftann. „Við frusum bara, sem betur fer vorum við utandyra. Allt varð svart, það var hræðilegt,“ er haft eftir Margréti í viðtalinu.
Asía - hamfarir Tengdar fréttir Umfangsmikill brottflutningur eftir mannskæðan jarðskjálfta 91 manns hafa látið lífið og 10.000 brottflutir af eyjunni Lombok í Indonesíu. 6. ágúst 2018 10:15 Tugir látnir eftir skjálfta á Indónesíu Að minnsta kosti 39 eru látnir og tugir slasaðir eftir að skjálfti af stærðinni 7,0 reið yfir indónesísku eyjuna Lombok í nótt. 5. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Umfangsmikill brottflutningur eftir mannskæðan jarðskjálfta 91 manns hafa látið lífið og 10.000 brottflutir af eyjunni Lombok í Indonesíu. 6. ágúst 2018 10:15
Tugir látnir eftir skjálfta á Indónesíu Að minnsta kosti 39 eru látnir og tugir slasaðir eftir að skjálfti af stærðinni 7,0 reið yfir indónesísku eyjuna Lombok í nótt. 5. ágúst 2018 20:00