Stödd á Balí í brúðkaupsferð þegar skjálftinn reið yfir: „Það erfiðasta sem ég hef lent í“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. ágúst 2018 13:02 Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir og Ómar Jökull Ómarsson eru stödd í brúðkaupsferð á Balí. Mynd/Samsett Utanríkisráðuneytið hefur fengið spurn af tveimur Íslendingum sem staddir eru á eyjunni Lombok í Indónesíu. Þeir eru báðir óhultir. Öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í gær og varð hátt í hundrað manns að bana. Íslensk kona stödd á Balí segir mikla ringulreið hafa skapast á eyjunni þegar skjálftinn gekk yfir. Skjálfti af stærðinni 6,9 reið yfir Indónesísku eyjuna Lombok í gær sem er vinsæll sumardvalarstaður. Mannvirki skemmdust í skjálftanum og hafa um tíu þúsund manns verið brottfluttir af eyjunni. Þá hafa yfir 90 dauðsföll verið staðfest. Aldrei verið eins hrædd á ævinni Skjálftinn fannst einnig á öðrum nærliggjandi eyjum. Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir er stödd ásamt eiginmanni sínum á Balí þar sem þau eru í brúðkaupsferð og fundu þau vel fyrir skjálftanum. „Við vorum inni á veitingastað við hliðina á hótelinu og hann er allur gerður úr svona bambustrjám og svo allt í einu fór bara allt að titra og nötra og starfsfólkið sagði okkur að hlaupa bara út,“ segir Jóhanna í samtali við fréttastofu. Hún segir mikla ringulreið og örvæntingu hafa gripið um sig. „Ég bara hljóp út á strönd en mér var bannað að fara þangað þannig að við vorum bara þarna á götunni fyrir framan og ég hef aldrei verið eins hrædd á ævinni.“Eyðilegging í kjölfar skjálftans er mikil. Þessi mynd er frá Balí.Vísir/GEttyÞau hjónin eru nýlega komin til eyjunnar og eiga að óbreyttu eftir að vera í tvær vikur í Indónesíu en skoða nú hvort þau muni færa sig um set. „Við fórum upp á hótel en gátum ekki farið strax upp í herbergi af því það kom eftirskjálfti og við sváfum bara nánast ekki neitt um nóttina. Vorum bara með allt tilbúið við rúmið, peningana, vegabréfin, föt til þess að hlaupa út. Ég svaf í fötunum. Þannig að maður var mjög hræddur, þetta er bara það erfiðasta sem ég hef lent í,“ segir Jóhanna. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við fréttastofu að ráðuneytið hafi fengið spurn af tveimur Íslendingum á eyjunni Lombok. Þeir eru óhultir en hafa ekki verið nafngreindir.Frusu og allt varð svart Íslensk kona, Margrét Helgadóttir, var stödd á Gili-eyjum ásamt Katrínu Ingibjörgu Kristófersdóttur þegar skjálftinn varð á nágrannaeyjunni Lombok. Margrét hefur birt myndbönd á Facebook þar sem hún lýsir atburðarás gærdagsins. Hún segir þær Katrínu hafa orðið logandi hræddar þegar allt byrjaði að hristast. Þá séu þær „aumar á sálinni“ og langi heim. Eitt myndbandanna má sjá hér að neðan. Margrét ræðir einnig við AFP-fréttastofuna um skjálftann. „Við frusum bara, sem betur fer vorum við utandyra. Allt varð svart, það var hræðilegt,“ er haft eftir Margréti í viðtalinu. Asía - hamfarir Tengdar fréttir Umfangsmikill brottflutningur eftir mannskæðan jarðskjálfta 91 manns hafa látið lífið og 10.000 brottflutir af eyjunni Lombok í Indonesíu. 6. ágúst 2018 10:15 Tugir látnir eftir skjálfta á Indónesíu Að minnsta kosti 39 eru látnir og tugir slasaðir eftir að skjálfti af stærðinni 7,0 reið yfir indónesísku eyjuna Lombok í nótt. 5. ágúst 2018 20:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur fengið spurn af tveimur Íslendingum sem staddir eru á eyjunni Lombok í Indónesíu. Þeir eru báðir óhultir. Öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í gær og varð hátt í hundrað manns að bana. Íslensk kona stödd á Balí segir mikla ringulreið hafa skapast á eyjunni þegar skjálftinn gekk yfir. Skjálfti af stærðinni 6,9 reið yfir Indónesísku eyjuna Lombok í gær sem er vinsæll sumardvalarstaður. Mannvirki skemmdust í skjálftanum og hafa um tíu þúsund manns verið brottfluttir af eyjunni. Þá hafa yfir 90 dauðsföll verið staðfest. Aldrei verið eins hrædd á ævinni Skjálftinn fannst einnig á öðrum nærliggjandi eyjum. Jóhanna Ósk Þorsteinsdóttir er stödd ásamt eiginmanni sínum á Balí þar sem þau eru í brúðkaupsferð og fundu þau vel fyrir skjálftanum. „Við vorum inni á veitingastað við hliðina á hótelinu og hann er allur gerður úr svona bambustrjám og svo allt í einu fór bara allt að titra og nötra og starfsfólkið sagði okkur að hlaupa bara út,“ segir Jóhanna í samtali við fréttastofu. Hún segir mikla ringulreið og örvæntingu hafa gripið um sig. „Ég bara hljóp út á strönd en mér var bannað að fara þangað þannig að við vorum bara þarna á götunni fyrir framan og ég hef aldrei verið eins hrædd á ævinni.“Eyðilegging í kjölfar skjálftans er mikil. Þessi mynd er frá Balí.Vísir/GEttyÞau hjónin eru nýlega komin til eyjunnar og eiga að óbreyttu eftir að vera í tvær vikur í Indónesíu en skoða nú hvort þau muni færa sig um set. „Við fórum upp á hótel en gátum ekki farið strax upp í herbergi af því það kom eftirskjálfti og við sváfum bara nánast ekki neitt um nóttina. Vorum bara með allt tilbúið við rúmið, peningana, vegabréfin, föt til þess að hlaupa út. Ég svaf í fötunum. Þannig að maður var mjög hræddur, þetta er bara það erfiðasta sem ég hef lent í,“ segir Jóhanna. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við fréttastofu að ráðuneytið hafi fengið spurn af tveimur Íslendingum á eyjunni Lombok. Þeir eru óhultir en hafa ekki verið nafngreindir.Frusu og allt varð svart Íslensk kona, Margrét Helgadóttir, var stödd á Gili-eyjum ásamt Katrínu Ingibjörgu Kristófersdóttur þegar skjálftinn varð á nágrannaeyjunni Lombok. Margrét hefur birt myndbönd á Facebook þar sem hún lýsir atburðarás gærdagsins. Hún segir þær Katrínu hafa orðið logandi hræddar þegar allt byrjaði að hristast. Þá séu þær „aumar á sálinni“ og langi heim. Eitt myndbandanna má sjá hér að neðan. Margrét ræðir einnig við AFP-fréttastofuna um skjálftann. „Við frusum bara, sem betur fer vorum við utandyra. Allt varð svart, það var hræðilegt,“ er haft eftir Margréti í viðtalinu.
Asía - hamfarir Tengdar fréttir Umfangsmikill brottflutningur eftir mannskæðan jarðskjálfta 91 manns hafa látið lífið og 10.000 brottflutir af eyjunni Lombok í Indonesíu. 6. ágúst 2018 10:15 Tugir látnir eftir skjálfta á Indónesíu Að minnsta kosti 39 eru látnir og tugir slasaðir eftir að skjálfti af stærðinni 7,0 reið yfir indónesísku eyjuna Lombok í nótt. 5. ágúst 2018 20:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Umfangsmikill brottflutningur eftir mannskæðan jarðskjálfta 91 manns hafa látið lífið og 10.000 brottflutir af eyjunni Lombok í Indonesíu. 6. ágúst 2018 10:15
Tugir látnir eftir skjálfta á Indónesíu Að minnsta kosti 39 eru látnir og tugir slasaðir eftir að skjálfti af stærðinni 7,0 reið yfir indónesísku eyjuna Lombok í nótt. 5. ágúst 2018 20:00