Hey til Noregs skal heilbrigðisvottað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 12:30 Hægt er að nálgast upplýsingar um varnarsvæði Íslands á vefnum mast.is. Tæplega fjörutíu bú og átta af tuttuguogfimm varnarsvæðum á landinu hafa ekki leyfi til að flytja út hey til Noregs, ýmist vegna þess að þar hefur komið upp garnaveiki eða riða. Þeir sem hyggjast flytja út hey til Noregs eiga að senda beiðni um heilbrigðisvottorð á Matvælastofnun. Vegna mikilla þurrka í Noregi síðustu vikur er víða skortur á heyi og hafa Norðmenn því leitað til annarra landa, m.a. til Íslands vegna innflutnings á heyi. Slíkum innflutningi getur þó fylgt áhætta þar sem smitefni geta borist á milli dýra með þessum hætti. Matvælastofnun hefur átt í viðræðum við systurstofnun sína í Noregi, Mattilsynet, til þess að fá úr því skorið hvaða kröfur íslenskir heyframleiðendur þurfa að uppfylla til að geta flutt hey til Noregs. Á vef Matvælastofnunar kemur fram að heimilt er að flytja hey til Noregs frá svæðum þar sem ekki eru í gildi höft vegna smitandi dýrasjúkdóma. Landinu er skipt upp í 25 varnarsvæði og vegna riðu má ekki flytja út hey frá átta þeirra. Þá hefur komið upp garnaveiki á 39 bæjum á undanförnum tíu ár og því óheimilt að flytja út hey þaðan. Á vef Mattilsynet kemur fram að það er innflytjandinn í Noregi sem er ábyrgur fyrir því að heyið feli ekki í sér áhættu fyrir dýr, menn eða plöntur; að það sé ræktað við aðstæður sem samræmast kröfum Evrópusambandsins og að það mengist ekki við vinnslu, flutning og geymslu. Hey sem flutt er frá Íslandi til Noregs verður flutt beint á skilgreindar landamærastöðvar í Noregi þar sem innflutningseftirlit fer fram. Heilbrigðisvottorð útgefið af Matvælastofnun eigi fylgja hverri sendingu af heyi. Þá geti mögulega verið óskað frekari gagna svo sem yfirlýsingu framleiðanda um að húsdýraáburður hafi ekki verið notaður á framleiðsluárinu. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Tæplega fjörutíu bú og átta af tuttuguogfimm varnarsvæðum á landinu hafa ekki leyfi til að flytja út hey til Noregs, ýmist vegna þess að þar hefur komið upp garnaveiki eða riða. Þeir sem hyggjast flytja út hey til Noregs eiga að senda beiðni um heilbrigðisvottorð á Matvælastofnun. Vegna mikilla þurrka í Noregi síðustu vikur er víða skortur á heyi og hafa Norðmenn því leitað til annarra landa, m.a. til Íslands vegna innflutnings á heyi. Slíkum innflutningi getur þó fylgt áhætta þar sem smitefni geta borist á milli dýra með þessum hætti. Matvælastofnun hefur átt í viðræðum við systurstofnun sína í Noregi, Mattilsynet, til þess að fá úr því skorið hvaða kröfur íslenskir heyframleiðendur þurfa að uppfylla til að geta flutt hey til Noregs. Á vef Matvælastofnunar kemur fram að heimilt er að flytja hey til Noregs frá svæðum þar sem ekki eru í gildi höft vegna smitandi dýrasjúkdóma. Landinu er skipt upp í 25 varnarsvæði og vegna riðu má ekki flytja út hey frá átta þeirra. Þá hefur komið upp garnaveiki á 39 bæjum á undanförnum tíu ár og því óheimilt að flytja út hey þaðan. Á vef Mattilsynet kemur fram að það er innflytjandinn í Noregi sem er ábyrgur fyrir því að heyið feli ekki í sér áhættu fyrir dýr, menn eða plöntur; að það sé ræktað við aðstæður sem samræmast kröfum Evrópusambandsins og að það mengist ekki við vinnslu, flutning og geymslu. Hey sem flutt er frá Íslandi til Noregs verður flutt beint á skilgreindar landamærastöðvar í Noregi þar sem innflutningseftirlit fer fram. Heilbrigðisvottorð útgefið af Matvælastofnun eigi fylgja hverri sendingu af heyi. Þá geti mögulega verið óskað frekari gagna svo sem yfirlýsingu framleiðanda um að húsdýraáburður hafi ekki verið notaður á framleiðsluárinu.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira