Erlent

Mannskæð hitabylgja

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hiti fór yfir fjörutíu stig á Íberíuskaga í gær þegar heitt loft frá Afríku streymdi þar yfir. Veðurstofa Spánar gaf út viðvörun sem gildir fram á sunnudag og varaði við því að hitabylgjan verði einna mest og langlífust í suðvesturhluta landsins.
Hiti fór yfir fjörutíu stig á Íberíuskaga í gær þegar heitt loft frá Afríku streymdi þar yfir. Veðurstofa Spánar gaf út viðvörun sem gildir fram á sunnudag og varaði við því að hitabylgjan verði einna mest og langlífust í suðvesturhluta landsins. Vísir/AP
Hiti fór yfir fjörutíu stig á Íberíuskaga í gær þegar heitt loft frá Afríku streymdi þar yfir. Veðurstofa Spánar gaf út viðvörun sem gildir fram á sunnudag og varaði við því að hitabylgjan verði einna mest og langlífust í suðvesturhluta landsins.

Meteoalarm, viðvörunarsíða opinberra veðurstofa Evrópu, gaf út viðvörun á rauðu stigi þar sem fram kom að hitabylgjan væri afar hættuleg og ógnaði lífi fólks í suðurhluta Portúgals og Badajoz-héraði Spánar.

Samkvæmt MeteoGroup fór hitinn á svæðinu hæst upp í 47 stig í gær. MeteoGroup spáði því svo í gær að líklegt verði að dagurinn í dag og morgundagurinn verði heitustu dagar hitabylgjunnar og að talsverðar líkur séu á því að evrópskt hitamet verði slegið.

Það hitamet var sett í Aþenu í júlí árið 1977, 48 stig. MeteoGroup mat stöðuna sem svo að fjörutíu prósent líkur væru á því að metið verði jafnað, 25 til 30 prósent líkur á því að það verði slegið. 




Tengdar fréttir

Hagnaður Arion dróst saman um 56 prósent

Hagnaður Arion banka nam 3,1 milljarði króna á öðrum fjórðungi ársins og dróst saman um 56 prósent frá fyrra ári þegar hann nam 7,1 milljarði króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×