Forseti GSÍ segir sambandið fara eftir reglum um bann við áfengisauglýsingum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 13:17 Haukur Örn Birgisson forseti sambandsins sagði að það eina sem hann hefði um málið að segja væri að forsvarsmenn sambandsins teldu að sjálfsögðu að þeir væru að fara að reglum. Ef ábendingar um annað kæmu fram yrði tekin afstaða til þess. Vísir/Stefán Forseti Golfssambands Íslands segir sambandið fara að reglum um bann við áfengisauglýsingum. Ef einhver haldi öðru fram verði tekin afstaða til þess. Formaður Foreldrasamtaka um áfengisauglýsingar telur sambandið hafa árum saman þverbrotið bannið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum sagðist afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss í fréttum okkar um liðna helgi þar sem áfengi væri auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem er haldið þann 4. ágúst. Þá væri Golfsambandið búið að brjóta bannið í áravís með áfengisauglýsingum í tímaritinu Golf á Íslandi. Sambandið tæki ábendingum um þetta fálega. Hann furðaði sig á því þar sem íþróttastarf í landinu væri barna-og ungmennastarf og það ætti að vera ómögulegt að vera í auglýsingamennsku fyrir áfengisbransann á sama tíma og verið væri að þiggja greiðslur frá hinu opinbera til uppeldisstarfs. Þegar tölublöð tímaritsins Golf á Íslandi er flett er algengt að sjá eina auglýsingu þar sem ákveðinn tegund bjórs er auglýst með slagorðinu Okkar bjór. Í smáaletri kemur fram að þetta sé drykkur uppá 2,25 prósent. Þá er hægt að sjá nýlega auglýsingu um Stella Artois-mótið með mynd af drykknum en þátttakendum er lofað léttum veitingum og bjórnum. Í reglugerð um bann við áfengisauglýsingum kemur meðal annars fram að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Með auglýsingu er í reglugerð þessari átt við hvers konar tilkynningar til almennings þar sem sýndar eru í máli eða myndum, áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, áfengisvöruheiti eða auðkenni. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hjá ritstjóra Golfs á Íslandi , framkvæmdastjóra Golfssambands Íslands, og forseta sambandsins vegna málsins. Tveir hinna síðastnefndu höfðu ekki orðið varir við þessa gagnrýni og voru ekki til í viðtal. Haukur Örn Birgisson forseti sambandsins sagði að það eina sem hann hefði um málið að segja væri að forsvarsmenn sambandsins teldu að sjálfsögðu að þeir væru að fara að reglum. Ef ábendingar um annað kæmu fram yrði tekin afstaða til þess. Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Golfsambandið þverbrýtur bann við áfengisauglýsingum Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss þar sem áfengi er auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem verður haldið þann 4. ágúst. 28. júlí 2018 12:21 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Forseti Golfssambands Íslands segir sambandið fara að reglum um bann við áfengisauglýsingum. Ef einhver haldi öðru fram verði tekin afstaða til þess. Formaður Foreldrasamtaka um áfengisauglýsingar telur sambandið hafa árum saman þverbrotið bannið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum sagðist afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss í fréttum okkar um liðna helgi þar sem áfengi væri auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem er haldið þann 4. ágúst. Þá væri Golfsambandið búið að brjóta bannið í áravís með áfengisauglýsingum í tímaritinu Golf á Íslandi. Sambandið tæki ábendingum um þetta fálega. Hann furðaði sig á því þar sem íþróttastarf í landinu væri barna-og ungmennastarf og það ætti að vera ómögulegt að vera í auglýsingamennsku fyrir áfengisbransann á sama tíma og verið væri að þiggja greiðslur frá hinu opinbera til uppeldisstarfs. Þegar tölublöð tímaritsins Golf á Íslandi er flett er algengt að sjá eina auglýsingu þar sem ákveðinn tegund bjórs er auglýst með slagorðinu Okkar bjór. Í smáaletri kemur fram að þetta sé drykkur uppá 2,25 prósent. Þá er hægt að sjá nýlega auglýsingu um Stella Artois-mótið með mynd af drykknum en þátttakendum er lofað léttum veitingum og bjórnum. Í reglugerð um bann við áfengisauglýsingum kemur meðal annars fram að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Með auglýsingu er í reglugerð þessari átt við hvers konar tilkynningar til almennings þar sem sýndar eru í máli eða myndum, áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, áfengisvöruheiti eða auðkenni. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hjá ritstjóra Golfs á Íslandi , framkvæmdastjóra Golfssambands Íslands, og forseta sambandsins vegna málsins. Tveir hinna síðastnefndu höfðu ekki orðið varir við þessa gagnrýni og voru ekki til í viðtal. Haukur Örn Birgisson forseti sambandsins sagði að það eina sem hann hefði um málið að segja væri að forsvarsmenn sambandsins teldu að sjálfsögðu að þeir væru að fara að reglum. Ef ábendingar um annað kæmu fram yrði tekin afstaða til þess.
Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Golfsambandið þverbrýtur bann við áfengisauglýsingum Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss þar sem áfengi er auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem verður haldið þann 4. ágúst. 28. júlí 2018 12:21 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Golfsambandið þverbrýtur bann við áfengisauglýsingum Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss þar sem áfengi er auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem verður haldið þann 4. ágúst. 28. júlí 2018 12:21