Stjórnmálastéttin hafi samþykkt að vera framkvæmdastjórar nýfrjálshyggjunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 10:44 Sólveig Anna Jónsdóttir, gefur lítið fyrir hræðsluáróður vegna kjarasamninga. Vísir/ernir „Getur verið að rót óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sé sjálftökufólkið, ofurlaunamennirnir og fjárplógsstarfsemi þeirra sem leiddi jú af sér stórkostlegasta efnahagshrun samtímans, hrunið 2008?“ spyr Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags í nýjum pistli undir yfirskriftinni „Starfskraftur til sölu“ sem birtist á heimasíðu Eflingar gær. Í pistlinum varar hún við „plötu hræðsluáróðursins“ sem hefur verið skellt á fóninn í tilefni þess að fjölmargir kjarasamningar renna út í vetur. Á vef ríkissáttasemjara kemur fram að í desember á þessu ári renna 79 samningar út og í mars á næsta ári losnar 131 samningur.Gefur lítið fyrir hræðsluáróður Sólveig gefur lítið fyrir hræðsluáróðurinn. „Áróðursdeildir sérhagsmunaaflanna eiga mikið verk fyrir höndum að sannfæra íslenskan almenning um að það sem leiði þjóðfélagið til andskotans séu vonir fólks um sanngjarna verðlagningu vinnuaflsins en ekki innantóm pappírsviðskipti útþanins og ofalins fjármálakerfis auðstéttarinnar.“ Yfirstéttin hafi aðskilið sig frá viðmiðum almennings Sólveig segir að yfirstéttin slái hvergi af sínum kröfum um auðævi og völd „sem má til að mynda sjá í því mikla „svigrúmi“ sem er til staðar fyrir ótrúlegar hækkanir hjá þeim sem lifa og starfa undir þeim verndarvæng sem stjórnkerfið heldur yfir sinni eigin yfirstétt.“ Það skjóti því skökku við þegar lágtekjuhópar eru beðnir um að gæta hófsemdar og stillingar. „Efnahagslegir forréttindahópar hafa aðskilið sig frá viðmiðum alls almennings um hvað telst vera eðlilegt.“ Ástandið sé óviðunandi Sólveig segir að ástandið á vinnumarkaði sé óásættanlegt og spyr: „Hver getur með góðri samvisku haldið því fram að það sé á einhvern máta eðlilegt og ásættanlegt að leiðbeinendur á leikskólum Reykjavíkurborgar séu að meðaltali með 354.000 kr. í heildarlaun fyrir fullt starf og þurfi að vinna aðra vinnu til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum?Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sjálf áralanga reynslu af því að lifa á leikskólakennaralaunum.Vísir/VilhelmHver getur með góðri samvisku haldið því framað óbreytt ástand sé ásættanlegt þegar bílstjórar og byggingarverkamenn þurfa að vinna miklu lengri daga en eðlilegt getur talist, oft við fráleitar aðstæður, til þess að eiga möguleika á að fá sæmilega útborgað?“Umsóknum fjölgar í sjúkrasjóði Að sögn Sólveigar getur íslenskt vinnumarkaðsmódel ekki talist gott í ljósi þess að umsóknum í sjúkrasjóði verkalýðsfélaga fjölgar stöðugt, aldrei hafi fleiri verið í þjónustu hjá VIRK en á síðasta ári og misskipting gæðanna sé óásættanleg. Stjórnmálastéttin hafi brugðist „Stjórnmálin hafa brugðist okkar verka-og láglaunafólki, hvort sem er á Íslandi eða úti í heimi,“ segir Sólveig. Stjórnmálamenn hafi tekið þátt í verkefni nýfrjálshyggjunnar um að „heilbrigðu efnahagslífi“ verði aðeins viðhaldið með því að láta þau sem tilheyri lægri stéttum samfélagsins halda áfram að axla það óréttlæti sem viðgangist á íslenskum vinnumarkaði. „Í veröld þar sem stjórnmálastéttin hefur meira og minna samþykkt möglunarlaust að vera ávallt fyrst og fremst framkvæmdastjórar innleiðingar nýfrjálshyggjunnar hefur ekki verið pláss fyrir hagsmuni fólks af verkalýðsstétt, hvað þá að pláss hafi verið fyrir verkalýðsstétt með völd,“ segir Sólveig. Kjaramál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Getur verið að rót óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sé sjálftökufólkið, ofurlaunamennirnir og fjárplógsstarfsemi þeirra sem leiddi jú af sér stórkostlegasta efnahagshrun samtímans, hrunið 2008?“ spyr Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags í nýjum pistli undir yfirskriftinni „Starfskraftur til sölu“ sem birtist á heimasíðu Eflingar gær. Í pistlinum varar hún við „plötu hræðsluáróðursins“ sem hefur verið skellt á fóninn í tilefni þess að fjölmargir kjarasamningar renna út í vetur. Á vef ríkissáttasemjara kemur fram að í desember á þessu ári renna 79 samningar út og í mars á næsta ári losnar 131 samningur.Gefur lítið fyrir hræðsluáróður Sólveig gefur lítið fyrir hræðsluáróðurinn. „Áróðursdeildir sérhagsmunaaflanna eiga mikið verk fyrir höndum að sannfæra íslenskan almenning um að það sem leiði þjóðfélagið til andskotans séu vonir fólks um sanngjarna verðlagningu vinnuaflsins en ekki innantóm pappírsviðskipti útþanins og ofalins fjármálakerfis auðstéttarinnar.“ Yfirstéttin hafi aðskilið sig frá viðmiðum almennings Sólveig segir að yfirstéttin slái hvergi af sínum kröfum um auðævi og völd „sem má til að mynda sjá í því mikla „svigrúmi“ sem er til staðar fyrir ótrúlegar hækkanir hjá þeim sem lifa og starfa undir þeim verndarvæng sem stjórnkerfið heldur yfir sinni eigin yfirstétt.“ Það skjóti því skökku við þegar lágtekjuhópar eru beðnir um að gæta hófsemdar og stillingar. „Efnahagslegir forréttindahópar hafa aðskilið sig frá viðmiðum alls almennings um hvað telst vera eðlilegt.“ Ástandið sé óviðunandi Sólveig segir að ástandið á vinnumarkaði sé óásættanlegt og spyr: „Hver getur með góðri samvisku haldið því fram að það sé á einhvern máta eðlilegt og ásættanlegt að leiðbeinendur á leikskólum Reykjavíkurborgar séu að meðaltali með 354.000 kr. í heildarlaun fyrir fullt starf og þurfi að vinna aðra vinnu til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum?Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sjálf áralanga reynslu af því að lifa á leikskólakennaralaunum.Vísir/VilhelmHver getur með góðri samvisku haldið því framað óbreytt ástand sé ásættanlegt þegar bílstjórar og byggingarverkamenn þurfa að vinna miklu lengri daga en eðlilegt getur talist, oft við fráleitar aðstæður, til þess að eiga möguleika á að fá sæmilega útborgað?“Umsóknum fjölgar í sjúkrasjóði Að sögn Sólveigar getur íslenskt vinnumarkaðsmódel ekki talist gott í ljósi þess að umsóknum í sjúkrasjóði verkalýðsfélaga fjölgar stöðugt, aldrei hafi fleiri verið í þjónustu hjá VIRK en á síðasta ári og misskipting gæðanna sé óásættanleg. Stjórnmálastéttin hafi brugðist „Stjórnmálin hafa brugðist okkar verka-og láglaunafólki, hvort sem er á Íslandi eða úti í heimi,“ segir Sólveig. Stjórnmálamenn hafi tekið þátt í verkefni nýfrjálshyggjunnar um að „heilbrigðu efnahagslífi“ verði aðeins viðhaldið með því að láta þau sem tilheyri lægri stéttum samfélagsins halda áfram að axla það óréttlæti sem viðgangist á íslenskum vinnumarkaði. „Í veröld þar sem stjórnmálastéttin hefur meira og minna samþykkt möglunarlaust að vera ávallt fyrst og fremst framkvæmdastjórar innleiðingar nýfrjálshyggjunnar hefur ekki verið pláss fyrir hagsmuni fólks af verkalýðsstétt, hvað þá að pláss hafi verið fyrir verkalýðsstétt með völd,“ segir Sólveig.
Kjaramál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira