Sport

Svipbrigði frá heimsleikunum í CrossFit sem segja meira en þúsund orð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá keppninni í nótt.Alessandra
Pichelli kláraði síðust.
Frá keppninni í nótt.Alessandra Pichelli kláraði síðust. Mynd/Twitter/The CrossFit Games
39 keppendur saman í sal að róa í meira en þrjá klukkutíma. Stemmningin var sérstök í nótt í hópi keppenda í maraþonróðrinum á heimsleikunum í CrossFit.

Eftir þrjár greinar fyrr um daginn var ljóst að enginn keppendanna kom ferskur til leiks og framundan var svakaleg þraut.

Það var búið að gefa það út að þetta yrði erfiðasti dagurinn í sögu heimsleikanna í CrossFit og það mótmælti því örugglega enginn eftir meira en þrjá tíma í róðrarvélinni.

Anníe Mist Þórisdóttir varð fyrst af íslensku stelpunum að klára en hún fór maraþonið á 3:02:46 klukktímuum. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð sjött í mark á 3:05:19.00 klukkutímum og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði tíunda á 3:08:04.00 klukkutímum. Oddrun Eik Gylfadottir varð síðan í 28. sæti á 3:17:53.00 klukkutímum.

Twitter-síða CrossFit leikanna setti inn athyglisvert myndband af einum keppanda en svipbrigði hennar segja þar meira en þúsund orð.

Stephanie Chung varð í 35. sæti af 39 keppendum í maraþonróðrinum en það tók hana 3 klukktíma og rúmar 28 mínútur að klára þessa rúmu 42 kílómetra.

Hér fyrir neðan má sjá þetta myndband af Stephanie Chung í miðjum róðrinum. Það þarf nefnilega dágóðan skammt af æðruleysi, mikið keppnisskap, talsvert af þolinmæði og endalaust af vilja til að klára langan dag á svona erfiðri æfingu.

Stephanie Chung fer eiginlega í gegnum allan tilfinningskalann í þessu myndbandi.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×