Lífið

Búist við að jakki Harrison Ford seljist á 140 milljónir

Bergþór Másson skrifar
Jakkinn sem Harrison Ford klæddist sem Han Solo árið 1980.
Jakkinn sem Harrison Ford klæddist sem Han Solo árið 1980. Vísir/AP
Gert er ráð fyrir því að jakki sem leikarinn Harrison Ford klæddist í Stjörnustríðs myndinni „The Empire Strikes Back“ muni seljast á eina milljón Sterlingspunda, sem samsvarar um það bil 140 milljónum íslenskra króna, á uppboði í Englandi í næsta mánuði.

Jakkinn, sem Han Solo klæddist í Stjörnustríðs myndinni frá árinu 1980, er einn 600 búninga sem munu fara á sölu á uppboði í London í næsta mánuði.

Uppboðið er skipulagt af The Prop Store, bresku fyrirtæki sem safnar og selur eftirsótta leikmuni sjónvarps- og kvikmyndasögunnar.

Hér að neðan má sjá myndir af öðrum leikmunum og minjagripum sem verða til sölu á uppboðinu.

Wonka súkkulaðistykki úr verksmiðju Willy Wonka. Áætlað er að stykkið seljist á 10.000 Sterlingspund, sem samsvarar 140.000 íslenskum krónum.Vísir / AP
Storm Trooper hjálmar úr Stjörnustríðsmyndinni The Last Jedi. Áætlað er að þeir muni seljast á 60,000 Sterlingspund hvor, sem samsvarar 8,4 milljónum króna.Vísir / AP
Búningur sem Felicity Jones klæddist í Stjörnustríðs myndinni Rogue One. Talið er að hann muni seljast á 25.000 Sterlingspund, sem samsvarar 3,5 milljónum íslenskra króna.Vísir / AP





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.