Gert er ráð fyrir því að jakki sem leikarinn Harrison Ford klæddist í Stjörnustríðs myndinni „The Empire Strikes Back“ muni seljast á eina milljón Sterlingspunda, sem samsvarar um það bil 140 milljónum íslenskra króna, á uppboði í Englandi í næsta mánuði.
Jakkinn, sem Han Solo klæddist í Stjörnustríðs myndinni frá árinu 1980, er einn 600 búninga sem munu fara á sölu á uppboði í London í næsta mánuði.
Uppboðið er skipulagt af The Prop Store, bresku fyrirtæki sem safnar og selur eftirsótta leikmuni sjónvarps- og kvikmyndasögunnar.
Hér að neðan má sjá myndir af öðrum leikmunum og minjagripum sem verða til sölu á uppboðinu.
Lífið