Einn látinn í mótmælum á götum Harare Atli Ísleifsson skrifar 1. ágúst 2018 14:26 Lögregla í Simbabve hefur beitt táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum, en andstæðingar Zanu-PF hafa flykkst úr á götur og segja brögð hafa verið í tafli við framkvæmd kosninganna. Vísir/ap Að minnsta kosti einn er látinn í mótmælum á götum Harare, höfuðborgar Simbabve, eftir að tilkynnt var í morgun að stjórnarflokkurinn Zanu-PF, hafi náð öruggum meirihluta þingsæta í kosningunum sem fram fóru á mánudag. Lögregla í Simbabve hefur beitt táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum, en andstæðingar Zanu-PF hafa flykkst úr á götur og segja brögð hafa verið í tafli við framkvæmd kosninganna. Sky News greinir frá þessu. AFP greinir frá því að einn hafi látið lífið í mótmælunum en fjölmenni hefur í dag safnast saman fyrir utan húsakynni yfirkjörstjórnar.Hvetur til stillingar Emmerson Mnangagwa forseti hefur hvatt landsmenn til að sýna stillingu á meðan beðið er eftir endanlegum niðurstöðum. Tölur frá yfirkjörstjórn benda til að Zanu-PF hafi náð um tveimur þriðju þingsæta, en slíkur meirihluti myndi gefa flokknum möguleika á að breyta stjórnarskrá landsins. Þetta eru fyrstu kosningarnar í landinu frá því að hinum þaulsetna forseta, Robert Mugabe, var bolað frá í nóvember 2017. Reiknað er með að útslit forsetakosninganna verði kynnt á morgun, fimmtudag. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Nelson Chamisa, hefur þegar lýst yfir sigri, en Mnagagwa hefur sagst vera sannfærður um að hann muni áfram gegna embætti forseta landsins.Framkvæmd kosninganna Kosningaeftirlit á vegum ESB telur framkvæmd kosninganna hafa verið betri en síðustu ár og áratugi, en að enn séu vandamál til staðar sem snúa meðal annars að starfsumhverfi fjölmiðla, hótanir í garð kjósenda og svo vantraust almennings í garð yfirkjörstjórnar. Tengdar fréttir Deila um lögmæti kosninganna en kjörstjórn hafnar ásökunum Sigurvissa ríkir í herbúðum stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Simbabve eftir forsetakosningarnar. Hann sakar hins vegar stjórnarflokkinn um að reyna að hagræða úrslitunum vegna tafa á birtingu þeirra. 1. ágúst 2018 06:00 Zanu-PF náði flestum þingsætum Stjórnarflokkurinn í Simbabve virðist hafa náð flestum þingsætum samkvæmt tölum frá kjörstjórn þar í landi. 1. ágúst 2018 08:47 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Að minnsta kosti einn er látinn í mótmælum á götum Harare, höfuðborgar Simbabve, eftir að tilkynnt var í morgun að stjórnarflokkurinn Zanu-PF, hafi náð öruggum meirihluta þingsæta í kosningunum sem fram fóru á mánudag. Lögregla í Simbabve hefur beitt táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum, en andstæðingar Zanu-PF hafa flykkst úr á götur og segja brögð hafa verið í tafli við framkvæmd kosninganna. Sky News greinir frá þessu. AFP greinir frá því að einn hafi látið lífið í mótmælunum en fjölmenni hefur í dag safnast saman fyrir utan húsakynni yfirkjörstjórnar.Hvetur til stillingar Emmerson Mnangagwa forseti hefur hvatt landsmenn til að sýna stillingu á meðan beðið er eftir endanlegum niðurstöðum. Tölur frá yfirkjörstjórn benda til að Zanu-PF hafi náð um tveimur þriðju þingsæta, en slíkur meirihluti myndi gefa flokknum möguleika á að breyta stjórnarskrá landsins. Þetta eru fyrstu kosningarnar í landinu frá því að hinum þaulsetna forseta, Robert Mugabe, var bolað frá í nóvember 2017. Reiknað er með að útslit forsetakosninganna verði kynnt á morgun, fimmtudag. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Nelson Chamisa, hefur þegar lýst yfir sigri, en Mnagagwa hefur sagst vera sannfærður um að hann muni áfram gegna embætti forseta landsins.Framkvæmd kosninganna Kosningaeftirlit á vegum ESB telur framkvæmd kosninganna hafa verið betri en síðustu ár og áratugi, en að enn séu vandamál til staðar sem snúa meðal annars að starfsumhverfi fjölmiðla, hótanir í garð kjósenda og svo vantraust almennings í garð yfirkjörstjórnar.
Tengdar fréttir Deila um lögmæti kosninganna en kjörstjórn hafnar ásökunum Sigurvissa ríkir í herbúðum stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Simbabve eftir forsetakosningarnar. Hann sakar hins vegar stjórnarflokkinn um að reyna að hagræða úrslitunum vegna tafa á birtingu þeirra. 1. ágúst 2018 06:00 Zanu-PF náði flestum þingsætum Stjórnarflokkurinn í Simbabve virðist hafa náð flestum þingsætum samkvæmt tölum frá kjörstjórn þar í landi. 1. ágúst 2018 08:47 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Deila um lögmæti kosninganna en kjörstjórn hafnar ásökunum Sigurvissa ríkir í herbúðum stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Simbabve eftir forsetakosningarnar. Hann sakar hins vegar stjórnarflokkinn um að reyna að hagræða úrslitunum vegna tafa á birtingu þeirra. 1. ágúst 2018 06:00
Zanu-PF náði flestum þingsætum Stjórnarflokkurinn í Simbabve virðist hafa náð flestum þingsætum samkvæmt tölum frá kjörstjórn þar í landi. 1. ágúst 2018 08:47