Lífið

The Rock kom áhættuleikara sínum á óvart og gaf honum bíl

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dwayne Johnson og Tanoai Reed, áhættuleikari.
Dwayne Johnson og Tanoai Reed, áhættuleikari. Vísir/Getty
Leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock, kom áhættuleikaranum sínum heldur betur á óvart á mánudaginn þegar hann gaf honum glænýjan bíl.

Johnson birtir sjálfur myndband af atvikinu á Facebook en Tanoai Reed hefur verið áhættuleikari fyrir The Rock í sautján ár.

Reed var að mæta aftur á sett eftir að hafa meiðst við tökur en þeir félagar eru einnig frændur.

„Hann hefur verið ótrúlegur félagi og bróðir fyrir mig í öll þessi ár. Mig langar bara að segja við hann að ég elski þig, ég þakka þér fyrir allt og njóttu nýja bílsins,“ segir Johnson í myndbandinu sem sjá má hér að neðan.

Viðbrögð Reed voru stórkostleg og brotnaði hann niður. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.