Hjartað í Árneshreppi slær með öðrum hætti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Vigdís Grímsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla, sinnir kennslu í skólanum í breyttri mynd þar til börnum á skólaaldri fjölgar á ný. Vísir/Stefán Finnbogastaðaskóli verður ekki starfræktur sem grunnskóli næsta skólaár. Skólinn var eini grunnskólinn í Árneshreppi. „Það er aðeins einn nemandi hér í hreppnum, tíu ára gömul telpa. Hún fer í skóla á Drangsnesi í næsta þorpi,“ segir Vigdís Grímsdóttir skólastjóri Finnbogastaðaskóla. „Á Drangsnesi getur hún sótt skóla með öðrum krökkum og fengið þá félagslegu örvun sem hún þarf,“ bætir hún við. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, sagði ekki fastákveðið að skólanum yrði lokað í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Vigdís segir hreppsnefndina alls ekki hafa lagt til að skólanum verði lokað. „Skólinn verður starfandi en í annarri mynd. Hann verður ekki starfræktur sem grunnskóli. Við ætlum hins vegar að bjóða upp á tvö námskeið fyrir krakka í nálægum sveitarfélögum. Sem koma þá hingað og læra. Hópur fólks er að fara að skipuleggja þetta starf nú strax eftir verslunarmannahelgi. Hvernig náminu verður háttað,“ segir Vigdís. Að sögn Vigdísar eru margar skemmtilegar og spennandi hugmyndir um rekstur skólans; starfsemin muni njóta styrks á vegum Brothættra byggða, samfélagseflandi verkefnis hjá Byggðastofnun. „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti. Það er ekkert á vonarvöl hér í hreppnum eins og sumir gætu haldið,“ segir Vigdís og vísar í deilur íbúa um Hvalárvirkjun. „Þvert á móti þróum við starf í skólanum sem gæti orðið spennandi og skemmtilegt. Krakkar úr Reykjavík gætu jafnvel komið á námskeið hingað og kynnst lífinu hér. Það er svo margt hægt að hugsa sér. Ég verð örugglega með námskeið í skapandi skrifum, bæði fyrir börn og fullorðna. Hér er ekkert að deyja, heldur hlutirnir að breytast,“ segir Vigdís. „Ef hingað flytur fólk með börn þá verður hefðbundinn grunnskóli aftur starfræktur. En þangað til leysum við málin á farsælan hátt,“ segir hún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Finnbogastaðaskóli verður ekki starfræktur sem grunnskóli næsta skólaár. Skólinn var eini grunnskólinn í Árneshreppi. „Það er aðeins einn nemandi hér í hreppnum, tíu ára gömul telpa. Hún fer í skóla á Drangsnesi í næsta þorpi,“ segir Vigdís Grímsdóttir skólastjóri Finnbogastaðaskóla. „Á Drangsnesi getur hún sótt skóla með öðrum krökkum og fengið þá félagslegu örvun sem hún þarf,“ bætir hún við. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, sagði ekki fastákveðið að skólanum yrði lokað í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Vigdís segir hreppsnefndina alls ekki hafa lagt til að skólanum verði lokað. „Skólinn verður starfandi en í annarri mynd. Hann verður ekki starfræktur sem grunnskóli. Við ætlum hins vegar að bjóða upp á tvö námskeið fyrir krakka í nálægum sveitarfélögum. Sem koma þá hingað og læra. Hópur fólks er að fara að skipuleggja þetta starf nú strax eftir verslunarmannahelgi. Hvernig náminu verður háttað,“ segir Vigdís. Að sögn Vigdísar eru margar skemmtilegar og spennandi hugmyndir um rekstur skólans; starfsemin muni njóta styrks á vegum Brothættra byggða, samfélagseflandi verkefnis hjá Byggðastofnun. „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti. Það er ekkert á vonarvöl hér í hreppnum eins og sumir gætu haldið,“ segir Vigdís og vísar í deilur íbúa um Hvalárvirkjun. „Þvert á móti þróum við starf í skólanum sem gæti orðið spennandi og skemmtilegt. Krakkar úr Reykjavík gætu jafnvel komið á námskeið hingað og kynnst lífinu hér. Það er svo margt hægt að hugsa sér. Ég verð örugglega með námskeið í skapandi skrifum, bæði fyrir börn og fullorðna. Hér er ekkert að deyja, heldur hlutirnir að breytast,“ segir Vigdís. „Ef hingað flytur fólk með börn þá verður hefðbundinn grunnskóli aftur starfræktur. En þangað til leysum við málin á farsælan hátt,“ segir hún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira