Stefnt á að hefja framkvæmdir við nýjan miðbæ á Selfossi í næsta mánuði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2018 15:22 Selfoss. Fréttablaðið/Eyþór Mikill meirihluti íbúa í Árborg kaus í gær með tillögum bæjarstjórnar um breytt aðal- og deiliskipulag í miðbæ Selfoss. Framkvæmdin og kosningin hefur þótt umdeild en framkvæmdastjóri þróunarfélagsins sem ætlar að byggja um miðbæinn segir framkvæmdir hefjast í næsta mánuði. Kjörsókn í íbúakosningunni í Árborg var afar góð eða 54,89%. Á kjörskrá voru 6631 og af þeim kusu 3640. Niðurstaða kosninganna er bindandi fyrir bæjarstjórn sem hafði gefið það upp að ef kjörsókn yrði meiri en 29% myndi ákvörðun íbúa sveitarfélagsins ráða framhaldinu. Kosið var um tillögur bæjarstjórnar að breyttu aðal- og deiliskipulagi í miðbæ Selfoss en afar metnaðarfullar tillögur eru að uppbyggingu miðbæjarins. Tólf hús verða byggð í fyrsta áfanga eða tæplega 4600 fm og hefur meirihluta þeirra þegar verið ráðstafað til fyrirtækja. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags, sem mun standa að uppbyggingunni er feginn að geta loksins hafist handa. „Við náttúruega fyrst og fremst ánægðir að það sé kominn niðurstaða, þetta er búið að vera langt ferli og mikilvægt að hún hafi verið með jafn afgerandi hætti og raun bar uppi. Ég held nú að það sé mikilvægt og þó svo að sumri hafi kosið gegn þessu útaf svona einstökum atriðum í deiliskipulaginu held ég að það sé mikilvægt núna að hrista samfélagið saman og fagna því að það séu að koma framkvæmdir á þetta svæði. Það vilja allir nýjan miðbæ. Leó segist stefna að því að hefja framkvæmdir strax í næsta mánuði. „Næst gerist það að við leggjum fram teikningar til byggingarnefndar og fáum byggingarleyfi og hefjumst handa fljótlega, væntanlega bara í september.“ Þróunarfélagið stefnir að því að fyrsti áfangi verkefnisins verði opnar um páskana 2020 „Við stefnum að því að hefja seinni áfanga á næsta ár iog hann taki í byggingu tvö og hálft ár.“ Áætlaður kostnaður við fyrsta hluta framkvæmdanna er tæplega einn og hálfur milljarður en hluthafa hafa lagt fram tæplega sex hundruð milljónir í hlutafé. Samkvæmt upplýsingum liggur fjármögnun fyrri áfanga fyrir og mun fjármögnun síðari áfanga klárast þegar framkvæmdir á þeim fyrri eru hafnar. Aðspurðir hvort að það séu einhverjir óvissuþættir í framkvæmdunum svarar Leó: „Það eru náttúruilega alltaf óvissuþættir í allri uppbyggingu af þessari stærðargráðu en við munum einfaldlega bara halda okkar striki, byrja á fyrsta áfanga núna á þessu og þeim næsta seint á næsta ári. Auðvitað koma upp vandamál en við leysum þau.“ Tengdar fréttir Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. 18. ágúst 2018 12:12 Báðar tillögur samþykktar í Árborg Tillögur um breytingar á deiliskipulagi á Selfossi voru í dag samþykktar í íbúakosningu í Árborg 18. ágúst 2018 22:15 Fyrstu tölur úr Árborg afgerandi Fyrstu tölur úr Árborg eru á þá leið að mestar líkur eru á að tillögur verði samþykktar. 18. ágúst 2018 21:16 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Mikill meirihluti íbúa í Árborg kaus í gær með tillögum bæjarstjórnar um breytt aðal- og deiliskipulag í miðbæ Selfoss. Framkvæmdin og kosningin hefur þótt umdeild en framkvæmdastjóri þróunarfélagsins sem ætlar að byggja um miðbæinn segir framkvæmdir hefjast í næsta mánuði. Kjörsókn í íbúakosningunni í Árborg var afar góð eða 54,89%. Á kjörskrá voru 6631 og af þeim kusu 3640. Niðurstaða kosninganna er bindandi fyrir bæjarstjórn sem hafði gefið það upp að ef kjörsókn yrði meiri en 29% myndi ákvörðun íbúa sveitarfélagsins ráða framhaldinu. Kosið var um tillögur bæjarstjórnar að breyttu aðal- og deiliskipulagi í miðbæ Selfoss en afar metnaðarfullar tillögur eru að uppbyggingu miðbæjarins. Tólf hús verða byggð í fyrsta áfanga eða tæplega 4600 fm og hefur meirihluta þeirra þegar verið ráðstafað til fyrirtækja. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags, sem mun standa að uppbyggingunni er feginn að geta loksins hafist handa. „Við náttúruega fyrst og fremst ánægðir að það sé kominn niðurstaða, þetta er búið að vera langt ferli og mikilvægt að hún hafi verið með jafn afgerandi hætti og raun bar uppi. Ég held nú að það sé mikilvægt og þó svo að sumri hafi kosið gegn þessu útaf svona einstökum atriðum í deiliskipulaginu held ég að það sé mikilvægt núna að hrista samfélagið saman og fagna því að það séu að koma framkvæmdir á þetta svæði. Það vilja allir nýjan miðbæ. Leó segist stefna að því að hefja framkvæmdir strax í næsta mánuði. „Næst gerist það að við leggjum fram teikningar til byggingarnefndar og fáum byggingarleyfi og hefjumst handa fljótlega, væntanlega bara í september.“ Þróunarfélagið stefnir að því að fyrsti áfangi verkefnisins verði opnar um páskana 2020 „Við stefnum að því að hefja seinni áfanga á næsta ár iog hann taki í byggingu tvö og hálft ár.“ Áætlaður kostnaður við fyrsta hluta framkvæmdanna er tæplega einn og hálfur milljarður en hluthafa hafa lagt fram tæplega sex hundruð milljónir í hlutafé. Samkvæmt upplýsingum liggur fjármögnun fyrri áfanga fyrir og mun fjármögnun síðari áfanga klárast þegar framkvæmdir á þeim fyrri eru hafnar. Aðspurðir hvort að það séu einhverjir óvissuþættir í framkvæmdunum svarar Leó: „Það eru náttúruilega alltaf óvissuþættir í allri uppbyggingu af þessari stærðargráðu en við munum einfaldlega bara halda okkar striki, byrja á fyrsta áfanga núna á þessu og þeim næsta seint á næsta ári. Auðvitað koma upp vandamál en við leysum þau.“
Tengdar fréttir Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. 18. ágúst 2018 12:12 Báðar tillögur samþykktar í Árborg Tillögur um breytingar á deiliskipulagi á Selfossi voru í dag samþykktar í íbúakosningu í Árborg 18. ágúst 2018 22:15 Fyrstu tölur úr Árborg afgerandi Fyrstu tölur úr Árborg eru á þá leið að mestar líkur eru á að tillögur verði samþykktar. 18. ágúst 2018 21:16 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. 18. ágúst 2018 12:12
Báðar tillögur samþykktar í Árborg Tillögur um breytingar á deiliskipulagi á Selfossi voru í dag samþykktar í íbúakosningu í Árborg 18. ágúst 2018 22:15
Fyrstu tölur úr Árborg afgerandi Fyrstu tölur úr Árborg eru á þá leið að mestar líkur eru á að tillögur verði samþykktar. 18. ágúst 2018 21:16