Bæjarstjórn Árborgar getur ekki breytt niðurstöðu kosninga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2018 19:30 Umdeildar íbúakosningar í Árborg verða bindandi fyrir bæjarstjórn en kjörsókn var um fimmtíu prósent. Forseti bæjarstjórnar segir að skipulagstillagan falli niður eftir ellefu daga verði hún ekki samþykkt og þá þurfi að fara í allt ferlið frá grunni. Kjörstöðum í Árborg var lokað klukkan sex í kvöld og er talning atkvæða hafin og búist við að niðurstaða liggi fyrir snemma í kvöld. Fleiri en sex þúsund og sex hundruð kjósendur voru á kjörskrá en kosið er um samþykktir bæjarstjórnar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjarins á Selfossi, sem hafa þótt umdeildar. Sigtún þróunarfélag hefur haft metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu og fékk svæðið afhent án útboðs. Þá hefur klúður sveitarfélagsins fyrir kosningarnar þegar kosningarnar voru kynntar íbúum vakið upp spurningar um lögmæti þeirra. En leiðrétting á fyrirvara um hvernig greiða skyldi atkvæði í kosningunum var breytt fyrir tveimur dögum. Þáverandi bæjarstjórn Árborgar gerði tillögur um breytingar á aðal- og deiluskipulagi fyrir um ári síðan og gilda þær í ár. Samþykktirnar renna út eftir ellefu daga.Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í ÁrborgVísir/Stöð 2„Ástæðan fyrir því að við höfum kosningarnar núna er einfaldlega sú að deili- og aðalskipulagstillagan þarf að fara í auglýsingu,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar. Verði tillagan ekki samþykkt er líklegt að byrja þurfi á allri skipulagsvinnu frá grunni. Helgi segir bæjarstjórn ekki í kapphlaupi við að koma breytingunum í gegn. „Við erum ekkert að reyna koma þessu í gegn. Við skulum átta okkur á því að við erum bara að bjóða íbúunum að kjósa um þetta þannig aðþað er ekki kapp við okkur að koma þessu í gegn,“ segir Helgi. Verði tillagan samþykkt er líklegt að fyrsti áfangi uppbyggingar miðbæjarins verði tilbúinn 2022. Fjölmörg fyrirtæki hafa sýnt því áhuga að leigja á reitnum og væri uppbyggingin mikil lyftistöng fyrir samfélagið að sögn framkvæmdastjóra þróunarfélagsins. Hann bætir við að verði tillögunni hafnað verði hugmyndunum pakkað saman og þeim komið á annan stað en þrjú önnur bæjarfélög hafa sýnt uppbyggingunni áhuga. 29% kjörsókn þarf til þess að niðurstaða kosningarinnar verði bindandi fyrir bæjarstjórn og það tókst því klukkan 17 í dag höfðu 40,14% kosið og átti þá eftir að telja utankjörfundaratkvæði. Formaður yfirkjörstjórnar segir kjörsóknina hafa verið betri en í kosningunum í vor en stuðst er við lög og umgjörð sveitarstjórnarkosninga. Ingimundur Sigurmundssin, formaður yfirkjörstjórnar í ÁrborgVísir/Stöð 2„Þetta eru mjög líkar kosningar og þannig kosningar en spurningarnar eru öðruvísi. Það eru tvær spurningar, það flækir talninguna. Síðan var óheppilegt að bæklingur sem bæjarfélagið gaf út var með villandi skilaboðum, á þá leið að það þyrfti að merkja við báða seðlana. Það var ekki alveg rétt,“ segir Ingimundur Sigurmundsson, formaður yfirkjörstjórnar í Árborg. Ingimundur kallar eftir því að yfirvöld marki íbúakosningu skýrari ramma. „Þetta er bara nýtt á Íslandi að svona kosningar fari fram yfir höfuð og jú það væri klárlega betra að hafa aðeins skýrari ramma,“ segir Ingimundur. Tengdar fréttir Stefnir í 50% kjörsókn Um 40% kjörsókn var í íbúakosningum í Árborg sem haldnar voru í dag. Kosið er um breytingar á miðbæjarskipulagi Selfoss. 18. ágúst 2018 17:49 Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. 18. ágúst 2018 12:12 Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Umdeildar íbúakosningar í Árborg verða bindandi fyrir bæjarstjórn en kjörsókn var um fimmtíu prósent. Forseti bæjarstjórnar segir að skipulagstillagan falli niður eftir ellefu daga verði hún ekki samþykkt og þá þurfi að fara í allt ferlið frá grunni. Kjörstöðum í Árborg var lokað klukkan sex í kvöld og er talning atkvæða hafin og búist við að niðurstaða liggi fyrir snemma í kvöld. Fleiri en sex þúsund og sex hundruð kjósendur voru á kjörskrá en kosið er um samþykktir bæjarstjórnar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjarins á Selfossi, sem hafa þótt umdeildar. Sigtún þróunarfélag hefur haft metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu og fékk svæðið afhent án útboðs. Þá hefur klúður sveitarfélagsins fyrir kosningarnar þegar kosningarnar voru kynntar íbúum vakið upp spurningar um lögmæti þeirra. En leiðrétting á fyrirvara um hvernig greiða skyldi atkvæði í kosningunum var breytt fyrir tveimur dögum. Þáverandi bæjarstjórn Árborgar gerði tillögur um breytingar á aðal- og deiluskipulagi fyrir um ári síðan og gilda þær í ár. Samþykktirnar renna út eftir ellefu daga.Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í ÁrborgVísir/Stöð 2„Ástæðan fyrir því að við höfum kosningarnar núna er einfaldlega sú að deili- og aðalskipulagstillagan þarf að fara í auglýsingu,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar. Verði tillagan ekki samþykkt er líklegt að byrja þurfi á allri skipulagsvinnu frá grunni. Helgi segir bæjarstjórn ekki í kapphlaupi við að koma breytingunum í gegn. „Við erum ekkert að reyna koma þessu í gegn. Við skulum átta okkur á því að við erum bara að bjóða íbúunum að kjósa um þetta þannig aðþað er ekki kapp við okkur að koma þessu í gegn,“ segir Helgi. Verði tillagan samþykkt er líklegt að fyrsti áfangi uppbyggingar miðbæjarins verði tilbúinn 2022. Fjölmörg fyrirtæki hafa sýnt því áhuga að leigja á reitnum og væri uppbyggingin mikil lyftistöng fyrir samfélagið að sögn framkvæmdastjóra þróunarfélagsins. Hann bætir við að verði tillögunni hafnað verði hugmyndunum pakkað saman og þeim komið á annan stað en þrjú önnur bæjarfélög hafa sýnt uppbyggingunni áhuga. 29% kjörsókn þarf til þess að niðurstaða kosningarinnar verði bindandi fyrir bæjarstjórn og það tókst því klukkan 17 í dag höfðu 40,14% kosið og átti þá eftir að telja utankjörfundaratkvæði. Formaður yfirkjörstjórnar segir kjörsóknina hafa verið betri en í kosningunum í vor en stuðst er við lög og umgjörð sveitarstjórnarkosninga. Ingimundur Sigurmundssin, formaður yfirkjörstjórnar í ÁrborgVísir/Stöð 2„Þetta eru mjög líkar kosningar og þannig kosningar en spurningarnar eru öðruvísi. Það eru tvær spurningar, það flækir talninguna. Síðan var óheppilegt að bæklingur sem bæjarfélagið gaf út var með villandi skilaboðum, á þá leið að það þyrfti að merkja við báða seðlana. Það var ekki alveg rétt,“ segir Ingimundur Sigurmundsson, formaður yfirkjörstjórnar í Árborg. Ingimundur kallar eftir því að yfirvöld marki íbúakosningu skýrari ramma. „Þetta er bara nýtt á Íslandi að svona kosningar fari fram yfir höfuð og jú það væri klárlega betra að hafa aðeins skýrari ramma,“ segir Ingimundur.
Tengdar fréttir Stefnir í 50% kjörsókn Um 40% kjörsókn var í íbúakosningum í Árborg sem haldnar voru í dag. Kosið er um breytingar á miðbæjarskipulagi Selfoss. 18. ágúst 2018 17:49 Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. 18. ágúst 2018 12:12 Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Stefnir í 50% kjörsókn Um 40% kjörsókn var í íbúakosningum í Árborg sem haldnar voru í dag. Kosið er um breytingar á miðbæjarskipulagi Selfoss. 18. ágúst 2018 17:49
Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32
Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. 18. ágúst 2018 12:12
Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24