Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2018 13:58 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnir dagskrá menningarnætur á blaðamannafundi. Vísir/Vilhelm Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. Fyrir tveimur árum var gefið út að rúmlega 120 þúsund manns hafi sótt viðburði Menningarnætur í miðborginni en á síðasta ári treystu yfirvöld sér ekki til að gefa út nákvæman fjölda en sagði að aldrei hefði eins margir komið saman í miðborginni á einum degi. Búist er við því að fjöldi þeirra sem sækja viðburði Menningarnætur í ár veði með mesta móti. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri setur hátíðina á Hafnartorgi nú í hádeginu þar sem vakin verður athygli á svæðinu sem mun gjörbreyta ásýnd borgarinnar með tengingu gamla miðbæjarins við hafnarsvæðið. „Ég held að þetta sé fyrir löngu orðin allsherjar hátíð þar sem maður hittir fólk og heilsar náunganum og kynnist nýjum kimum í borginni sem maður hefur ekki kynnst áður og það eru beinlínis skemmtilega og áhugaverð atriði í öðru hvoru húsasundi og öðru hverju horni í miðborginni og raunar víðar,“ segir Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri. Umfangsmiklar götulokanir eru í miðborginni í tilefni hátíðarinnar og Reykjavíkurmaraþons en miðborgin er gerð að allsherjargöngugötu til þess að tryggja öryggi vegfarenda. En frítt verður í almenningsvagna Strætó og strætó-skutlur í boði á ákveðnum stöðum í borginni. Dagur hefur ekki áhyggjur af því að Menningarnótt komi til með að reyna um og of á innviði borgarinnar. „Við höfum rætt þetta á þeim nótum og í rauninni má segja að borgin ásamt slökkviliði, lögreglu, björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum líti öðrum fræðum á þetta sem svona æfingu í að allt gangi vel fyrir sig þó að það sé flókið og mikið undir. Lykil atriðið til þess að allt gangi ver er að fólk njóti dagsins,“ segir Dagur. Viðburðurinn hefur tekið breytingum á undanförnum árum þegar borgaryfirvöld sáu alfarið um þá menningarviðburði sem í boði voru. Í dag sé flestir skipulagðir viðburðir í höndum einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka. „Fegurðin í þessu er að borgarbúar eru að leggja til hugmyndaauðgina, þennan margbreytileika frá ári til árs og bara allan þennan kraft sem við sjáum í tónlistinni og bara öllu sem er boðið uppá á Menningarnótt,“ segir Dagur. Dagur og fjölskylda hafa síðastliðin tíu ár bakað vöfflur fyrir gesti og gangandi og opnað heimili sitt á þessum degi en í ár verður breyting á. „Við erum auðvitað bara eins og hver annar gestur sem er að koma í fyrsta skipti í 10 ár og finna út hvað er skemmtilegast að gera,“ segir Dagur Allar upplýsingar Menningarnætur svo sem viðburði og götulokanir má finna á vefsíðunni Menningarnótt.is. Tengdar fréttir Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00 Menningarmógúlar mæla með þessum viðburðum á Menningarnótt Fréttablaðið fékk fjóra menningarmógúla til þess að velja sér þrjá skemmtilega viðburði á Menningarnótt sem höfða til þeirra. Þau Arnar Eggert, Jóna, Lóa og Matthías Tryggvi mæla með nokkrum góðum. 18. ágúst 2018 08:00 Skutluþjónusta í boði á Menningarnótt Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menningarnótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. 18. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. Fyrir tveimur árum var gefið út að rúmlega 120 þúsund manns hafi sótt viðburði Menningarnætur í miðborginni en á síðasta ári treystu yfirvöld sér ekki til að gefa út nákvæman fjölda en sagði að aldrei hefði eins margir komið saman í miðborginni á einum degi. Búist er við því að fjöldi þeirra sem sækja viðburði Menningarnætur í ár veði með mesta móti. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri setur hátíðina á Hafnartorgi nú í hádeginu þar sem vakin verður athygli á svæðinu sem mun gjörbreyta ásýnd borgarinnar með tengingu gamla miðbæjarins við hafnarsvæðið. „Ég held að þetta sé fyrir löngu orðin allsherjar hátíð þar sem maður hittir fólk og heilsar náunganum og kynnist nýjum kimum í borginni sem maður hefur ekki kynnst áður og það eru beinlínis skemmtilega og áhugaverð atriði í öðru hvoru húsasundi og öðru hverju horni í miðborginni og raunar víðar,“ segir Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri. Umfangsmiklar götulokanir eru í miðborginni í tilefni hátíðarinnar og Reykjavíkurmaraþons en miðborgin er gerð að allsherjargöngugötu til þess að tryggja öryggi vegfarenda. En frítt verður í almenningsvagna Strætó og strætó-skutlur í boði á ákveðnum stöðum í borginni. Dagur hefur ekki áhyggjur af því að Menningarnótt komi til með að reyna um og of á innviði borgarinnar. „Við höfum rætt þetta á þeim nótum og í rauninni má segja að borgin ásamt slökkviliði, lögreglu, björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum líti öðrum fræðum á þetta sem svona æfingu í að allt gangi vel fyrir sig þó að það sé flókið og mikið undir. Lykil atriðið til þess að allt gangi ver er að fólk njóti dagsins,“ segir Dagur. Viðburðurinn hefur tekið breytingum á undanförnum árum þegar borgaryfirvöld sáu alfarið um þá menningarviðburði sem í boði voru. Í dag sé flestir skipulagðir viðburðir í höndum einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka. „Fegurðin í þessu er að borgarbúar eru að leggja til hugmyndaauðgina, þennan margbreytileika frá ári til árs og bara allan þennan kraft sem við sjáum í tónlistinni og bara öllu sem er boðið uppá á Menningarnótt,“ segir Dagur. Dagur og fjölskylda hafa síðastliðin tíu ár bakað vöfflur fyrir gesti og gangandi og opnað heimili sitt á þessum degi en í ár verður breyting á. „Við erum auðvitað bara eins og hver annar gestur sem er að koma í fyrsta skipti í 10 ár og finna út hvað er skemmtilegast að gera,“ segir Dagur Allar upplýsingar Menningarnætur svo sem viðburði og götulokanir má finna á vefsíðunni Menningarnótt.is.
Tengdar fréttir Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00 Menningarmógúlar mæla með þessum viðburðum á Menningarnótt Fréttablaðið fékk fjóra menningarmógúla til þess að velja sér þrjá skemmtilega viðburði á Menningarnótt sem höfða til þeirra. Þau Arnar Eggert, Jóna, Lóa og Matthías Tryggvi mæla með nokkrum góðum. 18. ágúst 2018 08:00 Skutluþjónusta í boði á Menningarnótt Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menningarnótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. 18. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00
Menningarmógúlar mæla með þessum viðburðum á Menningarnótt Fréttablaðið fékk fjóra menningarmógúla til þess að velja sér þrjá skemmtilega viðburði á Menningarnótt sem höfða til þeirra. Þau Arnar Eggert, Jóna, Lóa og Matthías Tryggvi mæla með nokkrum góðum. 18. ágúst 2018 08:00
Skutluþjónusta í boði á Menningarnótt Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menningarnótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. 18. ágúst 2018 07:30