Erlent

Segir að vinkona sín hafi beðið sig um að ýta sér af brúnni

Atli Ísleifsson skrifar
Taylor Smith kveðst margoft hafa beðið Jordan Holgerson afsökunar.
Taylor Smith kveðst margoft hafa beðið Jordan Holgerson afsökunar.
Taylor Smith, átján ára bandarísk stúlka sem ýtti sextán ára vinkonu sinni, Jordan Holgerson, fram af átján metra hárri brú í Washington-ríki segir að Holgerson hafi beðið sig um að ýta sér.

Myndband sem náðist af atvikinu hefur farið sem eldur í sinu um netheima en Holgerson slasaðist illa við fallið þar sem hún braut sex rifbein auk þess að lungu féllu saman.

Smith ræddi sína hlið málsins á ABC fyrr í dag. „Hún vildi stökkva og hún var hrædd, og hún hafði beðið mig um að ýta sér,“ sagði Smith í viðtalinu. „Ég hugsaði ekki um afleiðingarnar.“

Holgerson hefur sagt að vinkona sín eigi skilið að sitja í fangelsi vegna gjörða sinna. Smith hefði geta orðið henni að bana, segir Holgerson, en þær Smith hafa verið vinkonur í nokkur ár.

ABC greindi frá því að Smith hafi verið ákærð vegna málsins fyrir að stefna lífi Holgerson í hætti með gáleysi sínu.

Atvikið átti sér stað í Moulton Falls garðinum, um 60 kílómetrum norður af Portland í Oregon.

Sjá má viðtalið við Smith að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×