Allir liðir í stuði Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 07:45 Þyri Huld Árnadóttir dansari hjá Íslenska dansflokknum skellti sér til New York eftir aðgerð á krossbandi. Hún ákvað að nýta tækifærið þar sem að kærasti hennar var þar í námi. „Ég dreif mig bara með og fór í nokkurs konar endurhæfingu undir leiðsögn Gauta sjúkraþjálfara. Ég stundaði pilates og fleira og reyndi að finna leiðir til að ná mér fljótt. Ég vissi að ef ég væri að borða fæði sem væri bólguminnkandi, þá mundi krossbandið jafna sig fyrr,“ segir Þyri Huld Árnadóttir, dansari hjá Íslenska dansflokknum, en hún hlaut Grímuverðlaunin í ár fyrir besta dansara ársins, aðeins rúmu ári eftir aðgerð. „Ég varð þrítug á árinu og það voru ákveðin tímamót. Mig hefur alltaf langað að fara í detox svo ég ákvað að gera það þarna á þessum tímapunkti og gefa mér það í afmælisgjöf.“ Þyri kannaði ýmsa staði sem henni þóttu ákjósanlegir en endaði svo með að velja Ann Wigmore Natural Health Institute í Púertó Ríkó sem er nokkurs konar heilsuhæli. Á heilsuhælinu fer fram mikil hreinsun á líkamanum og lifandi fæði í hávegum haft. „Ég var líka búin að vera lengi með magavesen. Maginn blés alltaf út og ég skildi ekki hvað það var. Ég borðaði heilsusamlegan vegan mat og taldi mig vera í fínu standi með mataræðið. Ég hreyfði mig einnig mikið,“ segir Þyri sem hefur dansað í mörg ár. „Ég lenti líka í því að fá mikið af hormónabólum sem brutust út og mig klæjaði mikið í þær. Ég reyndi alls konar hluti en ekkert virkaði á mig.“ Þyri segist strax hafa fundið mikinn mun eftir að hún fór að borða lifandi fæði. Hún segir það hafa verið magnað að horfa á örið eftir aðgerðina á krossbandinu gróa. Það fór frá því að vera rautt og upplyft í það að verða hvítt og hnúðarnir inni í örinu jöfnuðu sig fljótt. „Maður þarf að vera meðvitaður um það að þetta er rosa strangt og maður er kannski ekki að fara að lifa svona alla ævi, ekki svona ýkt kannski. Engu að síður fann ég strax mikinn mun á mér og hef aldrei verið betri. Ég tek til dæmis ekki nein vítamín inn í dag, því ég passa að fá þau úr fæðunni.“Mataræðið skipir öllu máli „Ég þakka alveg þessu mataræði stóran hluta af velgengni minni í dansinum. Ég hef líka auðvitað verið dugleg að æfa rétt en með þessu mataræði var ég að gefa líkamanum svo góða næringu til þess að vinna með. Líkaminn gat einbeitt sér að því að laga krossbandið því að meltingin var í lagi, meltingin er aðalmálið og gríðarlega mikilvæg. Auk þess lagaðist húðin og ég fæ ekki svona magakveisur lengur.“ Þyri segir það hafa verið gott að búa í New York um stund og mjög þægilegt hvað mataræði hennar varðaði. Hægt var að fá hveitigras nánast á hverju horni og alls konar vörur og fæði sem hentaði vel en hveitigras er talið hafa mikinn lækningarmátt. „Það eru spírur alls staðar úti. Þetta er svo gott fyrir líkamann því spírur eru svo stútfullar af næringu, þetta er byrjunin á lífi. Það er allt inni í þessu. Mér finnst þetta vera að breytast hér heima, skref fyrir skref fetum við okkur í þessa átt sem er frábært. Til dæmis fást alls konar spírur hjá Ecospíru og svo er einnig hægt að gera þetta heima hjá sér. Ég kaupi til dæmis fræin mín hjá Ecospíru og læt þau spíra sjálf. Þetta tekur bara um 3-4 daga og þá er bara til fullt af mat,“ segir Þyri.Súrkál og rejuvelak fyrir meltinguna Það var ekki meðvituð ákvörðun hjá Þyri að fara alfarið út í hráfæði en hún segir að hún hafi hægt og rólega breytt mataræði sínu. Í hráfæði er maturinn ekki hitaður því þá er hætta á að næringarefnin fari úr honum. Gott sé að prófa sig áfram og taka eitt skref í einu. Það sem hentar einum henti kannski ekki öllum. „Það hentar kannski ekki öllum að borða einungis hráfæði en það er gott að setja þetta inn í fæðuna, maður finnur strax mun. Ég hins vegar mæli með því að prófa að borða súrkál með matnum og athuga hvort einhver munur finnist en súrkálið hjálpar líkamanum að melta matinn,“ segir Þyri. Í Ann Wigmore fræðunum eru þrjár uppskriftir sem er ákveðinn grunnur, græn súpa, súrkál og rejuvelak safi sem er búinn til úr spíruðu kínóa. Það sem er svo gott við rejuvelak er að safinn inniheldur mikið af ensímum. „Við fæðumst með ensím í líkamanum en þau fara sífellt minnkandi með mikið elduðum mat. Við vinnum svo lítið í því að byggja upp ensímin sem verður til þess að birgðirnar í líkamanum klárast. Þá fara að koma magaverkir og alls konar kvillar því við eigum erfitt með að melta fæðuna. Ensímin hjálpa líkamanum að brjóta niður fæðuna.“ Á næstu dögum opnar Þyri heimasíðu sína, www.greenthyri.com, þar sem hún setur inn ýmsar uppskriftir og fræðandi upplýsingar um hráfæði.Græna súpan.Græna súpan hennar Þyri Þyri gefur lesendum Fréttablaðsins uppskrift að sinni útgáfu af grænu súpunni. „Það eru þessar þrjár uppskriftir en svo er hægt að leika sér með þær. Ég er búin að þróa mína súpu og prófa mig áfram. Hún er alveg frábær og virkilega gómsælt, þó ég segi sjálf frá,“ segir Þyri og hlær. „Ég er algjörlega háð þessu. Kanillinn setur algjörlega punktinn yfir i-ið. En í súpuna þarf að nota rejuvelak, og er það búið til úr spíruðu kínóa. Það er lítið mál að búa safann til. Kínóa er lagt í bleyti yfir nótt í krukku með spíruloki eða viskastykki. Morguninn eftir er vatninu hellt af og krukkan lögð á hlið í skugga. Fræin eru síðan skoluð morgna og kvölds þar til þau fara að spíra en það tekur um 2-3 daga. Þegar spíran er komin er vatni aftur hellt í krukkuna og látið liggja og síðan er kínóað sigtað frá. Þá er rejuvelak tilbúið.“ lúka af linsubaunaspírum lúka af kjúklingabaunaspírum lúka af alfalfaspírum lúka af sólblómagrösum 1 bolli rejuvelak 1 stilkur af selleríi 2 stilkar af grænkáli ½ lúka kóríander ½ avókadó 1 msk. söl 1 msk. súrkál Allt sett í blandara og blandað þar til kekkjalaust og mjúkt. 1 epli ½ msk. kanill Skerið eplið í bita og setjið yfir grænu ofurbombuna, stráið síðan kanil yfir. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Þyri Huld Árnadóttir dansari hjá Íslenska dansflokknum skellti sér til New York eftir aðgerð á krossbandi. Hún ákvað að nýta tækifærið þar sem að kærasti hennar var þar í námi. „Ég dreif mig bara með og fór í nokkurs konar endurhæfingu undir leiðsögn Gauta sjúkraþjálfara. Ég stundaði pilates og fleira og reyndi að finna leiðir til að ná mér fljótt. Ég vissi að ef ég væri að borða fæði sem væri bólguminnkandi, þá mundi krossbandið jafna sig fyrr,“ segir Þyri Huld Árnadóttir, dansari hjá Íslenska dansflokknum, en hún hlaut Grímuverðlaunin í ár fyrir besta dansara ársins, aðeins rúmu ári eftir aðgerð. „Ég varð þrítug á árinu og það voru ákveðin tímamót. Mig hefur alltaf langað að fara í detox svo ég ákvað að gera það þarna á þessum tímapunkti og gefa mér það í afmælisgjöf.“ Þyri kannaði ýmsa staði sem henni þóttu ákjósanlegir en endaði svo með að velja Ann Wigmore Natural Health Institute í Púertó Ríkó sem er nokkurs konar heilsuhæli. Á heilsuhælinu fer fram mikil hreinsun á líkamanum og lifandi fæði í hávegum haft. „Ég var líka búin að vera lengi með magavesen. Maginn blés alltaf út og ég skildi ekki hvað það var. Ég borðaði heilsusamlegan vegan mat og taldi mig vera í fínu standi með mataræðið. Ég hreyfði mig einnig mikið,“ segir Þyri sem hefur dansað í mörg ár. „Ég lenti líka í því að fá mikið af hormónabólum sem brutust út og mig klæjaði mikið í þær. Ég reyndi alls konar hluti en ekkert virkaði á mig.“ Þyri segist strax hafa fundið mikinn mun eftir að hún fór að borða lifandi fæði. Hún segir það hafa verið magnað að horfa á örið eftir aðgerðina á krossbandinu gróa. Það fór frá því að vera rautt og upplyft í það að verða hvítt og hnúðarnir inni í örinu jöfnuðu sig fljótt. „Maður þarf að vera meðvitaður um það að þetta er rosa strangt og maður er kannski ekki að fara að lifa svona alla ævi, ekki svona ýkt kannski. Engu að síður fann ég strax mikinn mun á mér og hef aldrei verið betri. Ég tek til dæmis ekki nein vítamín inn í dag, því ég passa að fá þau úr fæðunni.“Mataræðið skipir öllu máli „Ég þakka alveg þessu mataræði stóran hluta af velgengni minni í dansinum. Ég hef líka auðvitað verið dugleg að æfa rétt en með þessu mataræði var ég að gefa líkamanum svo góða næringu til þess að vinna með. Líkaminn gat einbeitt sér að því að laga krossbandið því að meltingin var í lagi, meltingin er aðalmálið og gríðarlega mikilvæg. Auk þess lagaðist húðin og ég fæ ekki svona magakveisur lengur.“ Þyri segir það hafa verið gott að búa í New York um stund og mjög þægilegt hvað mataræði hennar varðaði. Hægt var að fá hveitigras nánast á hverju horni og alls konar vörur og fæði sem hentaði vel en hveitigras er talið hafa mikinn lækningarmátt. „Það eru spírur alls staðar úti. Þetta er svo gott fyrir líkamann því spírur eru svo stútfullar af næringu, þetta er byrjunin á lífi. Það er allt inni í þessu. Mér finnst þetta vera að breytast hér heima, skref fyrir skref fetum við okkur í þessa átt sem er frábært. Til dæmis fást alls konar spírur hjá Ecospíru og svo er einnig hægt að gera þetta heima hjá sér. Ég kaupi til dæmis fræin mín hjá Ecospíru og læt þau spíra sjálf. Þetta tekur bara um 3-4 daga og þá er bara til fullt af mat,“ segir Þyri.Súrkál og rejuvelak fyrir meltinguna Það var ekki meðvituð ákvörðun hjá Þyri að fara alfarið út í hráfæði en hún segir að hún hafi hægt og rólega breytt mataræði sínu. Í hráfæði er maturinn ekki hitaður því þá er hætta á að næringarefnin fari úr honum. Gott sé að prófa sig áfram og taka eitt skref í einu. Það sem hentar einum henti kannski ekki öllum. „Það hentar kannski ekki öllum að borða einungis hráfæði en það er gott að setja þetta inn í fæðuna, maður finnur strax mun. Ég hins vegar mæli með því að prófa að borða súrkál með matnum og athuga hvort einhver munur finnist en súrkálið hjálpar líkamanum að melta matinn,“ segir Þyri. Í Ann Wigmore fræðunum eru þrjár uppskriftir sem er ákveðinn grunnur, græn súpa, súrkál og rejuvelak safi sem er búinn til úr spíruðu kínóa. Það sem er svo gott við rejuvelak er að safinn inniheldur mikið af ensímum. „Við fæðumst með ensím í líkamanum en þau fara sífellt minnkandi með mikið elduðum mat. Við vinnum svo lítið í því að byggja upp ensímin sem verður til þess að birgðirnar í líkamanum klárast. Þá fara að koma magaverkir og alls konar kvillar því við eigum erfitt með að melta fæðuna. Ensímin hjálpa líkamanum að brjóta niður fæðuna.“ Á næstu dögum opnar Þyri heimasíðu sína, www.greenthyri.com, þar sem hún setur inn ýmsar uppskriftir og fræðandi upplýsingar um hráfæði.Græna súpan.Græna súpan hennar Þyri Þyri gefur lesendum Fréttablaðsins uppskrift að sinni útgáfu af grænu súpunni. „Það eru þessar þrjár uppskriftir en svo er hægt að leika sér með þær. Ég er búin að þróa mína súpu og prófa mig áfram. Hún er alveg frábær og virkilega gómsælt, þó ég segi sjálf frá,“ segir Þyri og hlær. „Ég er algjörlega háð þessu. Kanillinn setur algjörlega punktinn yfir i-ið. En í súpuna þarf að nota rejuvelak, og er það búið til úr spíruðu kínóa. Það er lítið mál að búa safann til. Kínóa er lagt í bleyti yfir nótt í krukku með spíruloki eða viskastykki. Morguninn eftir er vatninu hellt af og krukkan lögð á hlið í skugga. Fræin eru síðan skoluð morgna og kvölds þar til þau fara að spíra en það tekur um 2-3 daga. Þegar spíran er komin er vatni aftur hellt í krukkuna og látið liggja og síðan er kínóað sigtað frá. Þá er rejuvelak tilbúið.“ lúka af linsubaunaspírum lúka af kjúklingabaunaspírum lúka af alfalfaspírum lúka af sólblómagrösum 1 bolli rejuvelak 1 stilkur af selleríi 2 stilkar af grænkáli ½ lúka kóríander ½ avókadó 1 msk. söl 1 msk. súrkál Allt sett í blandara og blandað þar til kekkjalaust og mjúkt. 1 epli ½ msk. kanill Skerið eplið í bita og setjið yfir grænu ofurbombuna, stráið síðan kanil yfir.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira