Annmarkar á framkvæmd kosninga í Árneshreppi en kæru um ógildingu hafnað Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2018 18:28 Frá Norðurfirði í Árneshreppi. STÖÐ 2/BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Dómsmálaráðuneytið hefur úrskurðað að umtalsverðir annmarkar hafi verið á undirbúningi og framkvæmd kosninga til sveitarstjórnar Árneshrepps í maí síðastliðinn. Enginn annmarkanna geti þó valdið ógildingu kosninganna. Í úrskurði dómsmálaráðuneytisins kemur ennfremur fram að ráðuneytið hafi hafnað að fella úrskurð kjörnefndar sýslumanns á Vestfjörðum úr gildi.RÚV greindi fyrst frá málinu síðdegis í dag, en úrskurður dómsmálaráðuneytisins er dagsettur 1. ágúst.Deilt um lögheimilisflutningaMikið var fjallað um kosningarnar í Árneshreppi á sínum tíma þar sem mikið var deilt um byggingu Hvalárvirkjunar, sér í lagi eftir að sautján einstaklingar fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp í aðdraganda kosninganna. Að beiðni Þjóðskrár var lögregla fengin til að kanna lögmæti lögheimilisflutninganna, sem komst að þeirri niðurstöðu að stærstur hluti flutningnanna hafi verið ólöglegur. Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins, en fjölgun íbúa nam því 38 prósentum. Þeir Elías Svavar Kristinssona og Ólafur Valsson kærðu undirbúning og framkvæmd kosninganna til kjörnefndar á vegum sýslumannsins á Vestfjörðum. Kærunum var hafnað en þeir Elías Svavar og Ólafur skutu niðurstöðunni til ráðuneytisins sem nú hefur úrskurðað í málinu.AnnmarkarÍ úrskurðinum segir að veigamestu annmarkarnir við framkvæmd kosninganna snúi að „auglýsingu sveitarstjórnarfunda, framlagningu kjörskrár, tilkynningar um breytingar á kjörskrár, skráningu eins einstaklings á kjörskrá sem óljóst er hvort þar átti að vera auk þess sem ekki var fjallað af sveitarstjórn um þær athugasemdir sem bárust við kjörskrá á kjördag.“Allir sem réttilega áttu kosningarétt gátu neytt hansÍ úrskuðinum segir einnig að eftir að umræddir sautján einstaklingar höfðu verið strikaðir út af kjörskrá stóðu þar eftir 46 kjósendur. „Af þeim neyttu 43 kosningaréttar síns. Það sem mestu máli skiptir við mat á því hvort skilyrði 94. gr. laga nr. 5/1998 séu uppfyllt í máli þessu er hvort að annmarkar á undirbúningi og framkvæmd kosninganna hafi orðið til þess að einhverjum þeim sem réttilega átti kosningarétt í Árneshreppi, hafi verið meinað að neyta hans. Telur ráðuneytið alveg ljóst að svo hafi ekki verið og því megi ekki ætla að þeir annmarkar hafi haft áhrif á úrslit þeirra. Er því hafnað kröfu kærenda um ógildingu hins kærða úrskurðar sem og kröfu kærenda um ógildingu kosninga til sveitarstjórnar Árneshrepps sem fram fóru þann 26. maí sl.,“ segir í úrskurðinum. Árneshreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Hjartað í Árneshreppi slær með öðrum hætti „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti,“ segir Vigdís Grímsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi, sem verður ekki grunnskóli næsta vetur. Þar verður boðið upp á námskeið. 1. ágúst 2018 06:00 Kærumálum hafnað en hreppurinn ber kostnað Úrskurðarnefnd hefur hafnað kröfu andstæðinga Hvalárvirkjunar um ógildingu kosninganna í Árneshreppi og tekur fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt til þess eins að verða settur á kjörskrá. 13. júní 2018 22:15 Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. 4. júní 2018 21:00 Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. 4. júní 2018 05:57 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Fleiri fréttir Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur úrskurðað að umtalsverðir annmarkar hafi verið á undirbúningi og framkvæmd kosninga til sveitarstjórnar Árneshrepps í maí síðastliðinn. Enginn annmarkanna geti þó valdið ógildingu kosninganna. Í úrskurði dómsmálaráðuneytisins kemur ennfremur fram að ráðuneytið hafi hafnað að fella úrskurð kjörnefndar sýslumanns á Vestfjörðum úr gildi.RÚV greindi fyrst frá málinu síðdegis í dag, en úrskurður dómsmálaráðuneytisins er dagsettur 1. ágúst.Deilt um lögheimilisflutningaMikið var fjallað um kosningarnar í Árneshreppi á sínum tíma þar sem mikið var deilt um byggingu Hvalárvirkjunar, sér í lagi eftir að sautján einstaklingar fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp í aðdraganda kosninganna. Að beiðni Þjóðskrár var lögregla fengin til að kanna lögmæti lögheimilisflutninganna, sem komst að þeirri niðurstöðu að stærstur hluti flutningnanna hafi verið ólöglegur. Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins, en fjölgun íbúa nam því 38 prósentum. Þeir Elías Svavar Kristinssona og Ólafur Valsson kærðu undirbúning og framkvæmd kosninganna til kjörnefndar á vegum sýslumannsins á Vestfjörðum. Kærunum var hafnað en þeir Elías Svavar og Ólafur skutu niðurstöðunni til ráðuneytisins sem nú hefur úrskurðað í málinu.AnnmarkarÍ úrskurðinum segir að veigamestu annmarkarnir við framkvæmd kosninganna snúi að „auglýsingu sveitarstjórnarfunda, framlagningu kjörskrár, tilkynningar um breytingar á kjörskrár, skráningu eins einstaklings á kjörskrá sem óljóst er hvort þar átti að vera auk þess sem ekki var fjallað af sveitarstjórn um þær athugasemdir sem bárust við kjörskrá á kjördag.“Allir sem réttilega áttu kosningarétt gátu neytt hansÍ úrskuðinum segir einnig að eftir að umræddir sautján einstaklingar höfðu verið strikaðir út af kjörskrá stóðu þar eftir 46 kjósendur. „Af þeim neyttu 43 kosningaréttar síns. Það sem mestu máli skiptir við mat á því hvort skilyrði 94. gr. laga nr. 5/1998 séu uppfyllt í máli þessu er hvort að annmarkar á undirbúningi og framkvæmd kosninganna hafi orðið til þess að einhverjum þeim sem réttilega átti kosningarétt í Árneshreppi, hafi verið meinað að neyta hans. Telur ráðuneytið alveg ljóst að svo hafi ekki verið og því megi ekki ætla að þeir annmarkar hafi haft áhrif á úrslit þeirra. Er því hafnað kröfu kærenda um ógildingu hins kærða úrskurðar sem og kröfu kærenda um ógildingu kosninga til sveitarstjórnar Árneshrepps sem fram fóru þann 26. maí sl.,“ segir í úrskurðinum.
Árneshreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Hjartað í Árneshreppi slær með öðrum hætti „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti,“ segir Vigdís Grímsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi, sem verður ekki grunnskóli næsta vetur. Þar verður boðið upp á námskeið. 1. ágúst 2018 06:00 Kærumálum hafnað en hreppurinn ber kostnað Úrskurðarnefnd hefur hafnað kröfu andstæðinga Hvalárvirkjunar um ógildingu kosninganna í Árneshreppi og tekur fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt til þess eins að verða settur á kjörskrá. 13. júní 2018 22:15 Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. 4. júní 2018 21:00 Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. 4. júní 2018 05:57 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Fleiri fréttir Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Sjá meira
Hjartað í Árneshreppi slær með öðrum hætti „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti,“ segir Vigdís Grímsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi, sem verður ekki grunnskóli næsta vetur. Þar verður boðið upp á námskeið. 1. ágúst 2018 06:00
Kærumálum hafnað en hreppurinn ber kostnað Úrskurðarnefnd hefur hafnað kröfu andstæðinga Hvalárvirkjunar um ógildingu kosninganna í Árneshreppi og tekur fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt til þess eins að verða settur á kjörskrá. 13. júní 2018 22:15
Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. 4. júní 2018 21:00
Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. 4. júní 2018 05:57