Hljóðmaður Guns N' Roses endaði óvænt á Bræðslunni Benedikt Bóas skrifar 17. ágúst 2018 05:00 Atómstöðin rétt fyrir gigg á Bræðslunni ásamt Leon Fink hljóðmeistara lengst til hægri. Mynd/ Heiða Aðalsteinsdóttir Hann var ráðinn um miðja nótt á öldurhúsi í höfuðborginni með nokkurra daga fyrirvara til að hljóðblanda hljómsveitina Atómstöðina og fékk greitt í ókeypis gistingu í firðinum,“ segir Óli Rúnar Jónsson, gítarleikari Atómstöðvarinnar en hljómsveitin naut góðs af kunnáttu sjálfs Leons Fink, eins af hljóðmönnum Guns N' Roses. Atómstöðin var með tónleika á Gauknum, daginn eftir risatónleika Guns N' Roses, ásamt hljómsveitinni Big Mint. Meðal tónleikagesta voru þrjú sem tengdust tónleikum Guns N' Roses: Umræddur Leon ásamt Maron Stills ljósmyndara og svokölluðum „tour manager“ hljómsveitarinnar Tyler Bryant and the Shakedown, sem sá um upphitun fyrir Guns N' Roses.Atómstöðin að spila á umræddum tónleikum á Gauknum. Mynd/Maron Stills„Þau komu svo til okkar eftir tónleikana, kynntu sig og sögðust hæstánægð með kvöldið. Síðar um nóttina bauðst Leon til að koma austur og mixa okkur á Bræðslunni sem var helgina eftir. Hann var þá nýbúinn að framlengja dvöl sína hérlendis í ljósi þess að þetta voru síðustu tónleikar Guns N' Roses í túrnum og fannst honum spennandi tilhugsun að skoða Ísland betur,“ segir Óli Rúnar. Leon ætlaði að leigja sér bílaleigubíl og hitta hljómsveitina á Borgarfirði. „Okkur fannst þetta öllum mjög skemmtileg hugmynd einhvern tímann eftir miðnætti á Gauknum en áttum ekki endilega von á því að heyra frá þessum manni aftur.Axl Rose var í hörkuformi á Laugardalsvellinum. Fréttablaðið/ÞórsteinnHins vegar lét hann í sér heyra strax daginn eftir og tilkynnti okkur að hann væri kominn með bíl og að leggja í hann austur. Úr varð að hann hljóðblandaði okkur á tónleikunum og fékk greitt í ókeypis gistingu hjá Vidda á gistiheimilinu í Álfheimum – sem hefur sennilega verið smá afsláttur frá vinnu hans við einn tekjuhæsta tónleikatúr sögunnar hjá Guns N' Roses,“ segir Óli. Atómstöðin mun leika á Menningarnæturtónleikum Dillon á laugardaginn ásamt 10 öðrum tónlistaratriðum. Meðal listamanna sem koma fram eru Högni Egilsson, Bjartmar Guðlaugsson, Blaz Roca og fleiri og fara tónleikarnir fram í bakgarði Dillon á Laugavegi. Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Tónlist Tengdar fréttir Háleynilegt eftirpartý með Stellu, hamingjusamri Stjórninni og álfunum Borgarfjörður eystri er staðurinn til að vera á helgina fyrir Verslunarmannahelgi en þá fer Bræðslan fram. 1. ágúst 2018 09:00 Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Sjá meira
Hann var ráðinn um miðja nótt á öldurhúsi í höfuðborginni með nokkurra daga fyrirvara til að hljóðblanda hljómsveitina Atómstöðina og fékk greitt í ókeypis gistingu í firðinum,“ segir Óli Rúnar Jónsson, gítarleikari Atómstöðvarinnar en hljómsveitin naut góðs af kunnáttu sjálfs Leons Fink, eins af hljóðmönnum Guns N' Roses. Atómstöðin var með tónleika á Gauknum, daginn eftir risatónleika Guns N' Roses, ásamt hljómsveitinni Big Mint. Meðal tónleikagesta voru þrjú sem tengdust tónleikum Guns N' Roses: Umræddur Leon ásamt Maron Stills ljósmyndara og svokölluðum „tour manager“ hljómsveitarinnar Tyler Bryant and the Shakedown, sem sá um upphitun fyrir Guns N' Roses.Atómstöðin að spila á umræddum tónleikum á Gauknum. Mynd/Maron Stills„Þau komu svo til okkar eftir tónleikana, kynntu sig og sögðust hæstánægð með kvöldið. Síðar um nóttina bauðst Leon til að koma austur og mixa okkur á Bræðslunni sem var helgina eftir. Hann var þá nýbúinn að framlengja dvöl sína hérlendis í ljósi þess að þetta voru síðustu tónleikar Guns N' Roses í túrnum og fannst honum spennandi tilhugsun að skoða Ísland betur,“ segir Óli Rúnar. Leon ætlaði að leigja sér bílaleigubíl og hitta hljómsveitina á Borgarfirði. „Okkur fannst þetta öllum mjög skemmtileg hugmynd einhvern tímann eftir miðnætti á Gauknum en áttum ekki endilega von á því að heyra frá þessum manni aftur.Axl Rose var í hörkuformi á Laugardalsvellinum. Fréttablaðið/ÞórsteinnHins vegar lét hann í sér heyra strax daginn eftir og tilkynnti okkur að hann væri kominn með bíl og að leggja í hann austur. Úr varð að hann hljóðblandaði okkur á tónleikunum og fékk greitt í ókeypis gistingu hjá Vidda á gistiheimilinu í Álfheimum – sem hefur sennilega verið smá afsláttur frá vinnu hans við einn tekjuhæsta tónleikatúr sögunnar hjá Guns N' Roses,“ segir Óli. Atómstöðin mun leika á Menningarnæturtónleikum Dillon á laugardaginn ásamt 10 öðrum tónlistaratriðum. Meðal listamanna sem koma fram eru Högni Egilsson, Bjartmar Guðlaugsson, Blaz Roca og fleiri og fara tónleikarnir fram í bakgarði Dillon á Laugavegi.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Tónlist Tengdar fréttir Háleynilegt eftirpartý með Stellu, hamingjusamri Stjórninni og álfunum Borgarfjörður eystri er staðurinn til að vera á helgina fyrir Verslunarmannahelgi en þá fer Bræðslan fram. 1. ágúst 2018 09:00 Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Sjá meira
Háleynilegt eftirpartý með Stellu, hamingjusamri Stjórninni og álfunum Borgarfjörður eystri er staðurinn til að vera á helgina fyrir Verslunarmannahelgi en þá fer Bræðslan fram. 1. ágúst 2018 09:00