Fordæma árásir Trump á fjölmiðlafrelsi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. ágúst 2018 20:46 Tæplega 350 fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar skrifuðu í dag leiðara sem fordæma árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á fjölmiðlafrelsi í landinu. Það ættu allir að þekkja orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fjölmiðla og falsfréttir. Zeid Ra’ad al-Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu Þjóðanna fordæmdi þessa orðræðu í vikunni og sagði hana ógna fjölmiðlafrelsi og öryggi fréttafólks víða um heim. Nú hafa nærri 350 dagblöð í Bandaríkjunum og víðar tekið áskorun the Boston Globe um að fordæma í leiðaraskrifum það sem þau kalla grófa árás forsetans á fjölmiðlafrelsi. Þannig segir meðal annars í leiðara Boston Globe að „fjölmiðlar séu frjálsum samfélögum nauðsynlegir þar sem þeir fylgja ekki leiðtogum í blindni – allt frá skipulagsráðum nærsamfélaga til Hvíta hússins“ Í leiðara New york times segir: „Að þessar árásir séu sérlega hættulegar miðlum í löndum þar sem réttarríkið standi hallandi fæti og smærri miðlum í Bandaríkjunum þar sem iðnaðurinn sé fjársveltur“ Miðlar utan Bandaríkjanna taka einnig þátt en breska blaðið the Guardian segir að „Það sé ekki hlutverk fjölmiðla að bjarga Bandaríkjunum frá Trump. Það sé hlutverk fjölmiðla að greina frá, kafa ofan í, greina og grannskoða óttalaust“ Þá segir New York Post, sem studdi forsetann í forsetakosningunum 2016, að það „styðji frjálsa og lifandi fjölmiðla í þjóð þar sem aðhald sé með þeim valdamiklu af hálfu fjórða valdsins. Fjölmiðlar séu ekki óvinir þjóðarinnar, þeir eru talsmenn þjóðarinnar.“ Tölfræði í leiðara Boston Globe sýnir líka fram á að orðræða forsetans er að ná til fólks, sér í lagi stuðningsmanna hans. Þannig telja 48 prósent stuðningsmanna repúblikanaflokksins að fjölmiðlar séu óvinir þjóðarinnar og sömuleiðis 43 prósent að forsetinn ætti að hafa vald til þess að skella í lás hjá þeim fjölmiðlum sem honum þóknast ekki. Donald Trump Tengdar fréttir Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. 13. ágúst 2018 13:08 Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Um 45% segja að Donald Trump standi sig illa sem forseti Bandaríkjanna. Það er sama hlutfall sagði það sama um Richard Nixon rétt áður en hann sagði af sér árið 1974. 12. ágúst 2018 08:22 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Tæplega 350 fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar skrifuðu í dag leiðara sem fordæma árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á fjölmiðlafrelsi í landinu. Það ættu allir að þekkja orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fjölmiðla og falsfréttir. Zeid Ra’ad al-Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu Þjóðanna fordæmdi þessa orðræðu í vikunni og sagði hana ógna fjölmiðlafrelsi og öryggi fréttafólks víða um heim. Nú hafa nærri 350 dagblöð í Bandaríkjunum og víðar tekið áskorun the Boston Globe um að fordæma í leiðaraskrifum það sem þau kalla grófa árás forsetans á fjölmiðlafrelsi. Þannig segir meðal annars í leiðara Boston Globe að „fjölmiðlar séu frjálsum samfélögum nauðsynlegir þar sem þeir fylgja ekki leiðtogum í blindni – allt frá skipulagsráðum nærsamfélaga til Hvíta hússins“ Í leiðara New york times segir: „Að þessar árásir séu sérlega hættulegar miðlum í löndum þar sem réttarríkið standi hallandi fæti og smærri miðlum í Bandaríkjunum þar sem iðnaðurinn sé fjársveltur“ Miðlar utan Bandaríkjanna taka einnig þátt en breska blaðið the Guardian segir að „Það sé ekki hlutverk fjölmiðla að bjarga Bandaríkjunum frá Trump. Það sé hlutverk fjölmiðla að greina frá, kafa ofan í, greina og grannskoða óttalaust“ Þá segir New York Post, sem studdi forsetann í forsetakosningunum 2016, að það „styðji frjálsa og lifandi fjölmiðla í þjóð þar sem aðhald sé með þeim valdamiklu af hálfu fjórða valdsins. Fjölmiðlar séu ekki óvinir þjóðarinnar, þeir eru talsmenn þjóðarinnar.“ Tölfræði í leiðara Boston Globe sýnir líka fram á að orðræða forsetans er að ná til fólks, sér í lagi stuðningsmanna hans. Þannig telja 48 prósent stuðningsmanna repúblikanaflokksins að fjölmiðlar séu óvinir þjóðarinnar og sömuleiðis 43 prósent að forsetinn ætti að hafa vald til þess að skella í lás hjá þeim fjölmiðlum sem honum þóknast ekki.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. 13. ágúst 2018 13:08 Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Um 45% segja að Donald Trump standi sig illa sem forseti Bandaríkjanna. Það er sama hlutfall sagði það sama um Richard Nixon rétt áður en hann sagði af sér árið 1974. 12. ágúst 2018 08:22 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08
Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. 13. ágúst 2018 13:08
Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Um 45% segja að Donald Trump standi sig illa sem forseti Bandaríkjanna. Það er sama hlutfall sagði það sama um Richard Nixon rétt áður en hann sagði af sér árið 1974. 12. ágúst 2018 08:22