Júlíana og Leó misstu fyrsta og eina barnið sitt: „Hún kom ekki til baka“ Bergþór Másson skrifar 16. ágúst 2018 21:30 Júlíana Karvelsdóttir og unnusti hennar, Leó Baldursson, misstu sitt fyrsta og eina barn fyrir tæpu ári. Þau voru þá aðeins 21 og 23 ára gömul. Dóttir þeirra, sem hét Heiðrún, fæddist með hjartagalla og lést aðeins sjö mánaða gömul. Sindri Sindrason ræddi við þau í Ísland í dag í kvöld. Heiðrún fæddist 4. júní árið 2017 með hjarta- og litningagalla. Hjartagallinn hafði komið í ljós á tuttugustu viku meðgöngunnar en að um litningargalla væri að ræða var ekki staðfest fyrr en þremur mánuðum eftir fæðingu. „Við tókum því sem við fengum, okkur var boðið að binda enda á þetta á 24. viku en við sögðum bara að við tækjum því sem við fengum,“ segir Júlíana.Kom ekki til baka eftir hjartastopp 7. janúar, þegar Heiðrún var sjö mánaða gömul, fóru foreldar hennar með hana á Læknavaktina og þaðan á Barnaspítalann. „Þá var hún farin að detta út, við náðum engu sambandi við hana, þegar við erum komin með hana á Læknavaktina þá er hún farin að blána svolítið, þannig við brunum með hana upp á Barnaspítala.“ Á Barnaspítalanum fer hún í allskonar rannsóknir. Þá var hún greind með þvagfærasýkingu, eyrnabólgu, hálsbólgu og háan lungnaþrýsting. Heiðrún var sett í öndunarvél uppi á gjörgæslu og fór þar í hjartastopp. „Þeir bara hnoða hana og okkur var sagt að það hafi verið í tuttugu mínútur. Hún kom ekki til baka eftir þetta. Það var búið að fara í rannsóknir á líffærunum og þau voru öll hætt að starfa eðlilega.“ Heiðrún lést þann 12. janúar 2018.Tilbúin að tala um þetta Eftir andlát Heiðrúnar segja Júlíana og Leó samband þeirra hafa styrkst. „Þetta er erfitt, við bara pössum upp á hvort annað og svo bara gerum við eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt að gera og við minnumst hennar í gleði.“ Júlíana segir að margt hafi breyst eftir að Heiðrún lést og að sumt fólk komi öðruvísi fram við hana og Leó. „Fólki finnst oft erfitt að spyrja okkur um Heiðrúnu, en það þarf ekki að vera. Við erum alveg tilbúin að tala um allt hennar og mér finnst betra að fólk spyrji okkur hvað hafi komið fyrir.“ Júlíana og öll fjölskylda hennar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Neistans, styrktarfélags hjartaveikra barna.Hægt er að heita á þau hér. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Júlíana Karvelsdóttir og unnusti hennar, Leó Baldursson, misstu sitt fyrsta og eina barn fyrir tæpu ári. Þau voru þá aðeins 21 og 23 ára gömul. Dóttir þeirra, sem hét Heiðrún, fæddist með hjartagalla og lést aðeins sjö mánaða gömul. Sindri Sindrason ræddi við þau í Ísland í dag í kvöld. Heiðrún fæddist 4. júní árið 2017 með hjarta- og litningagalla. Hjartagallinn hafði komið í ljós á tuttugustu viku meðgöngunnar en að um litningargalla væri að ræða var ekki staðfest fyrr en þremur mánuðum eftir fæðingu. „Við tókum því sem við fengum, okkur var boðið að binda enda á þetta á 24. viku en við sögðum bara að við tækjum því sem við fengum,“ segir Júlíana.Kom ekki til baka eftir hjartastopp 7. janúar, þegar Heiðrún var sjö mánaða gömul, fóru foreldar hennar með hana á Læknavaktina og þaðan á Barnaspítalann. „Þá var hún farin að detta út, við náðum engu sambandi við hana, þegar við erum komin með hana á Læknavaktina þá er hún farin að blána svolítið, þannig við brunum með hana upp á Barnaspítala.“ Á Barnaspítalanum fer hún í allskonar rannsóknir. Þá var hún greind með þvagfærasýkingu, eyrnabólgu, hálsbólgu og háan lungnaþrýsting. Heiðrún var sett í öndunarvél uppi á gjörgæslu og fór þar í hjartastopp. „Þeir bara hnoða hana og okkur var sagt að það hafi verið í tuttugu mínútur. Hún kom ekki til baka eftir þetta. Það var búið að fara í rannsóknir á líffærunum og þau voru öll hætt að starfa eðlilega.“ Heiðrún lést þann 12. janúar 2018.Tilbúin að tala um þetta Eftir andlát Heiðrúnar segja Júlíana og Leó samband þeirra hafa styrkst. „Þetta er erfitt, við bara pössum upp á hvort annað og svo bara gerum við eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt að gera og við minnumst hennar í gleði.“ Júlíana segir að margt hafi breyst eftir að Heiðrún lést og að sumt fólk komi öðruvísi fram við hana og Leó. „Fólki finnst oft erfitt að spyrja okkur um Heiðrúnu, en það þarf ekki að vera. Við erum alveg tilbúin að tala um allt hennar og mér finnst betra að fólk spyrji okkur hvað hafi komið fyrir.“ Júlíana og öll fjölskylda hennar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Neistans, styrktarfélags hjartaveikra barna.Hægt er að heita á þau hér.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira