Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. ágúst 2018 14:32 Um 6.500 íbúar eru á kjörskrá vegna kosninganna á laugardaginn. Fréttablaðið/Eyþór Mikil spennan er á meðal íbúa í Árborg vegna íbúakosningar á laugardaginn en þá verður kosið um nýjan miðbæ á Selfossi, sem gerir ráð fyrir endurbyggingu húsa víðsvegar á landinu en eru horfin af sjónarsviðinu. Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. Um 6.500 íbúar eru á kjörskrá vegna kosninganna á laugardaginn. Kosið verður í sex kjördeildum frá kl. 09:00 til 18:00. Kosið verður um breytingu á aðal og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Segi 29% íbúa já í kosningunni verður farið af stað með nýjan miðbæ á vegum Sigtúns Þróunarfélags sem gerir ráð fyrir endurbyggingu gamalla húsa víða af landinu sem eru ekki lengur til. Segi íbúar hins vegar nei í kosningunni verður unnið áfram með gildandi aðalskipulag fyrir miðbæ Selfoss frá 2012.Verði kosningaþáttaka undir 29% verður niðurstaða kosninganna ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar. Ingunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar vill ekki sjá nýjan miðbæ á vegum Sigtúns þróunarfélags. „Ég er andvíg þessu skipulagi, fyrst og fremst út af þeim samningi sem tekur gildi ef við samþykkjum deiliskipulagið. Vegna þess að þetta félag sem fær umráðaréttinn yfir öllum lóðunum á þessu svæði, það auðvitað eykur verðgildi sitt til muna við það að fá þennan rétt. Og ég hef áhyggjur af því að við það að auka verðgildi félagsins svona mikið þá muni eigendur þess freistast til að selja það, til að leysa út ágóðann.“ Helgi S. Haraldsson, nýr forseti bæjarstjórnar Árborgar reiknar með að segja já í kosningunni á laugardaginn. „Fyrst og fremst langar mig að sjá þarna líflega uppbyggingu og eitthvert líf í miðbæinn. Það er ömurlegt eftir öll þessi ár að horfa á þetta sár þarna.Ætlarðu að segja já eða nei?„Ég reikna með að ég segi já.“ Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Mikil spennan er á meðal íbúa í Árborg vegna íbúakosningar á laugardaginn en þá verður kosið um nýjan miðbæ á Selfossi, sem gerir ráð fyrir endurbyggingu húsa víðsvegar á landinu en eru horfin af sjónarsviðinu. Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. Um 6.500 íbúar eru á kjörskrá vegna kosninganna á laugardaginn. Kosið verður í sex kjördeildum frá kl. 09:00 til 18:00. Kosið verður um breytingu á aðal og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Segi 29% íbúa já í kosningunni verður farið af stað með nýjan miðbæ á vegum Sigtúns Þróunarfélags sem gerir ráð fyrir endurbyggingu gamalla húsa víða af landinu sem eru ekki lengur til. Segi íbúar hins vegar nei í kosningunni verður unnið áfram með gildandi aðalskipulag fyrir miðbæ Selfoss frá 2012.Verði kosningaþáttaka undir 29% verður niðurstaða kosninganna ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar. Ingunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar vill ekki sjá nýjan miðbæ á vegum Sigtúns þróunarfélags. „Ég er andvíg þessu skipulagi, fyrst og fremst út af þeim samningi sem tekur gildi ef við samþykkjum deiliskipulagið. Vegna þess að þetta félag sem fær umráðaréttinn yfir öllum lóðunum á þessu svæði, það auðvitað eykur verðgildi sitt til muna við það að fá þennan rétt. Og ég hef áhyggjur af því að við það að auka verðgildi félagsins svona mikið þá muni eigendur þess freistast til að selja það, til að leysa út ágóðann.“ Helgi S. Haraldsson, nýr forseti bæjarstjórnar Árborgar reiknar með að segja já í kosningunni á laugardaginn. „Fyrst og fremst langar mig að sjá þarna líflega uppbyggingu og eitthvert líf í miðbæinn. Það er ömurlegt eftir öll þessi ár að horfa á þetta sár þarna.Ætlarðu að segja já eða nei?„Ég reikna með að ég segi já.“
Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira