Ensku fótboltafélögin gætu lent í vandræðum vegna Brexit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með Everton á móti Liverpool. Vísir/Getty Ensku félögin eru full af evrópskum leikmönnum en það gæti breyst á næstu árum verði Brexit að veruleika. Enska úrvalsdeildin gæti líka misst sæti sitt sem sú besta í heimi. Mike Garlick, stjórnarformaður Burnley, hefur áhyggjur af því að stjórnmálin fari að trufla ensku fótboltaliðin í næstu framtíð. Ástæðan er sú staðreynd að Bretland er nú að yfirgefa Evrópusambandið með öllum vandræðunum sem því fylgir. Garlick er ekki eini stjórnarformaðurinn sem hefur áhyggjur af Brexit samkvæmt frétt hjá BBC. Peter Coates, stjórnarmaður Stoke City, býst alveg eins við því að reglur um flæði leikmanna komi til með að gera ensku liðunum miklu erfiðara fyrir að fá til sín evrópska leikmenn. „Þetta skaðlega Brexit-ferðalag hjá ríkisstjórninni okkar hótar því að hafa mjög slæmar og alvarlegar afleiðingar fyrir fótboltafélög út um allt land,“ sagði Mike Garlick við BBC. „Höggið af slæmri stöðu pundsins gagnvart evrunni, sem er aðallega komið til vegna óvissunnar með Brexit, er þegar farið að gera okkar félögum erfiðara fyrir að fá til sín leikmenn,“ sagði Garlick.Two club chairmen claim #Brexit could be "hugely damaging" to English football. Find out more https://t.co/7aknNYM3Jvpic.twitter.com/Eh0DFfP0Uo — BBC Sport (@BBCSport) August 16, 2018 „Í viðbót við það munu harðari reglur um ferðafrelsi fólks einnig gera félögum erfiðara að fá til sín hæfileikaríka leikmenn. Ríkisstjórnin gæti þannig gert evrópskum leikmönnum mun erfiðara fyrir að fá vegsbréfsáritun,“ sagði Garlick. „Það sjá allir þessar neikvæðu afleiðingar. Pundið féll og hefur ógnað hagsæld þjóðarinnar. Það er ekki hægt að sópa því undir teppið, sagði Peter Coates. „Það fer mikið eftir því hvernig þessi Brexit samningur verður en enska úrvalsdeildin, ein af farsælustu sögum þjóðarinnar, gæti skaðast af takmörkun á ferðafrelsi. Þetta gæti einnig haft áhrif á ensku b-deildina. Ef þetta fer á versta veg þá verða staðir eins og Stoke verst úti,“ sagði Coates. Það má finna meira um þetta hér. Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Fleiri fréttir Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira
Ensku félögin eru full af evrópskum leikmönnum en það gæti breyst á næstu árum verði Brexit að veruleika. Enska úrvalsdeildin gæti líka misst sæti sitt sem sú besta í heimi. Mike Garlick, stjórnarformaður Burnley, hefur áhyggjur af því að stjórnmálin fari að trufla ensku fótboltaliðin í næstu framtíð. Ástæðan er sú staðreynd að Bretland er nú að yfirgefa Evrópusambandið með öllum vandræðunum sem því fylgir. Garlick er ekki eini stjórnarformaðurinn sem hefur áhyggjur af Brexit samkvæmt frétt hjá BBC. Peter Coates, stjórnarmaður Stoke City, býst alveg eins við því að reglur um flæði leikmanna komi til með að gera ensku liðunum miklu erfiðara fyrir að fá til sín evrópska leikmenn. „Þetta skaðlega Brexit-ferðalag hjá ríkisstjórninni okkar hótar því að hafa mjög slæmar og alvarlegar afleiðingar fyrir fótboltafélög út um allt land,“ sagði Mike Garlick við BBC. „Höggið af slæmri stöðu pundsins gagnvart evrunni, sem er aðallega komið til vegna óvissunnar með Brexit, er þegar farið að gera okkar félögum erfiðara fyrir að fá til sín leikmenn,“ sagði Garlick.Two club chairmen claim #Brexit could be "hugely damaging" to English football. Find out more https://t.co/7aknNYM3Jvpic.twitter.com/Eh0DFfP0Uo — BBC Sport (@BBCSport) August 16, 2018 „Í viðbót við það munu harðari reglur um ferðafrelsi fólks einnig gera félögum erfiðara að fá til sín hæfileikaríka leikmenn. Ríkisstjórnin gæti þannig gert evrópskum leikmönnum mun erfiðara fyrir að fá vegsbréfsáritun,“ sagði Garlick. „Það sjá allir þessar neikvæðu afleiðingar. Pundið féll og hefur ógnað hagsæld þjóðarinnar. Það er ekki hægt að sópa því undir teppið, sagði Peter Coates. „Það fer mikið eftir því hvernig þessi Brexit samningur verður en enska úrvalsdeildin, ein af farsælustu sögum þjóðarinnar, gæti skaðast af takmörkun á ferðafrelsi. Þetta gæti einnig haft áhrif á ensku b-deildina. Ef þetta fer á versta veg þá verða staðir eins og Stoke verst úti,“ sagði Coates. Það má finna meira um þetta hér.
Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Fleiri fréttir Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira