Enski boltinn

Ensku fótboltafélögin gætu lent í vandræðum vegna Brexit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með Everton á móti Liverpool.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með Everton á móti Liverpool. Vísir/Getty
Ensku félögin eru full af evrópskum leikmönnum en það gæti breyst á næstu árum verði Brexit að veruleika. Enska úrvalsdeildin gæti líka misst sæti sitt sem sú besta í heimi.

Mike Garlick, stjórnarformaður Burnley, hefur áhyggjur af því að stjórnmálin fari að trufla ensku fótboltaliðin í næstu framtíð.

Ástæðan er sú staðreynd að Bretland er nú að yfirgefa Evrópusambandið með öllum vandræðunum sem því fylgir. Garlick er ekki eini stjórnarformaðurinn sem hefur áhyggjur af Brexit samkvæmt frétt hjá BBC.

Peter Coates, stjórnarmaður Stoke City, býst alveg eins við því að reglur um flæði leikmanna komi til með að gera ensku liðunum miklu erfiðara fyrir að fá til sín evrópska leikmenn.

„Þetta skaðlega Brexit-ferðalag hjá ríkisstjórninni okkar hótar því að hafa mjög slæmar og alvarlegar afleiðingar fyrir fótboltafélög út um allt land,“ sagði Mike Garlick við BBC.

„Höggið af slæmri stöðu pundsins gagnvart evrunni, sem er aðallega komið til vegna óvissunnar með Brexit, er þegar farið að gera okkar félögum erfiðara fyrir að fá til sín leikmenn,“ sagði Garlick.







„Í viðbót við það munu harðari reglur um ferðafrelsi fólks einnig gera félögum erfiðara að fá til sín hæfileikaríka leikmenn. Ríkisstjórnin gæti þannig gert evrópskum leikmönnum mun erfiðara fyrir að fá vegsbréfsáritun,“ sagði Garlick.

„Það sjá allir þessar neikvæðu afleiðingar. Pundið féll og hefur ógnað hagsæld þjóðarinnar. Það er ekki hægt að sópa því undir teppið, sagði Peter Coates.

„Það fer mikið eftir því hvernig þessi Brexit samningur verður en enska úrvalsdeildin, ein af farsælustu sögum þjóðarinnar, gæti skaðast af takmörkun á ferðafrelsi. Þetta gæti einnig haft áhrif á ensku b-deildina. Ef þetta fer á versta veg þá verða staðir eins og Stoke verst úti,“ sagði Coates.

Það má finna meira um þetta hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×