Una veiðiþjófadómi en boða hörku framvegis Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. ágúst 2018 08:00 Landeigendur gengu á árinu 2012 frá leigu veiðiréttinda í Þverá/Kjarrá fyrir árin 2013-2017 til Stara ehf. Mynd/Starir Dómi um að veiðiþjófar í Kjarrá þurfi ekki að greiða veiðileyfasala bætur verður ekki áfrýjað. Lögmaður boðar hins vegar hörku ef fleiri slík mál kom upp. Leigutakinn segir veiðiþjófum fjölga og að herða þurfi viðurlög við brotunum. „Það var ekki talið svara kostnaði að fara með málið áfram, sérstaklega þegar horft er til þess að tjónvaldar eru oft ekki borgunarmenn,“ segir Páll Mikael Kristjánsson, lögmaður Stara ehf. „Það breytir því ekki að niðurstaða héraðsdóms var augljóslega röng og ljóst að önnur mál verða sótt af hörku ef þau koma upp.“ Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær voru tveir menn staðnir að veiðiþjófnaði í Kjarrá í fyrrasumar. Auk þess að vera ekki með veiðileyfi – sem kostuðu 245 þúsund krónur fyrir daginn á þeim tíma – veiddu þeir á maðk, sem er stranglega bannað í Kjarrá. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi þá í 50 þúsund króna sekt en hafnaði kröfum Stara ehf. um bætur því ekki hefði tekist að sanna neitt tjón. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji hjá þessum mönnum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, einn leigutakanna. Fyrst hafi sést til mannanna á veiðum í Lambá, hliðará Kjarrár, eftir að bónda grunaði að óboðnir gestir væru á svæðinu og setti dróna á loft. Þegar veiðivörður hafi komið að þeim hafi þeir verið búnir að veiða einn lax á maðk í Efra-Rauðabergi, þekktum veiðistað í sjálfri Kjarrá. Þangað er vel hálftíma gangur. „Þeir velja þennan stað alveg klárlega með það í huga að það séu minni líkur á að þeir verði gripnir. Þetta var einfaldlega skipulögð ferð með veiðiþjófnað í huga,“ segir Ingólfur. Veiðiþjófarnir játuði brot sitt en höfnuðu bótakröfum Stara. „Dómarinn treysti sér ekki til að dæma neinar bætur – sem er merkilegt vegna þess að þarna er verið að taka vöru ófrjálsri hendi,“ segir Ingólfur.Að sögn Ingólfs færist veiðiþjófnaður í vöxt. Veiðivarsla hafi verið aukin víða. „Við erum með eftirlit með drónum og hestum, það er mjög vel fylgst með. Vöktun á ánum almennt er orðin miklu skipulagðari og drónar eru mjög góður þáttur í því. Það er ekki verið að fylgjast með veiðimönnunum sjálfum heldur því sem gerist utan veiðitíma og kannski á svæðum sem eru langt í burtu.“ Viðurlög við veiðiþjófnaði á Íslandi eru alltof væg að mati Ingólfs. Breyta þurfi lagarammanum og hann viti til þess að Landssamband veiðifélaga sé að skoða málið. Erlendis sé staðan önnur. „Ef menn eru staðnir að veiðiþjófnaði í Kanada til dæmis er allt gert upptækt; ef þú ert á bíl þá er hann tekinn af þér og ef þú ert á bát þá er hann tekinn af þér. Sektin er allt að 20 þúsund Kanadadollurum og þú ferð á sakaskrá – þetta er bara meiriháttar mál.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Tengdar fréttir Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Tveir menn sem staðnir voru að veiðiþjófnaði í Kjarrá í Borgarfirði í fyrra sleppa við að greiða tæplega 1,5 milljóna króna bótakröfu og miskabætur að auki en eru dæmdir til að borga 50 þúsund í sekt hvor í ríkissjóð. 15. ágúst 2018 06:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Dómi um að veiðiþjófar í Kjarrá þurfi ekki að greiða veiðileyfasala bætur verður ekki áfrýjað. Lögmaður boðar hins vegar hörku ef fleiri slík mál kom upp. Leigutakinn segir veiðiþjófum fjölga og að herða þurfi viðurlög við brotunum. „Það var ekki talið svara kostnaði að fara með málið áfram, sérstaklega þegar horft er til þess að tjónvaldar eru oft ekki borgunarmenn,“ segir Páll Mikael Kristjánsson, lögmaður Stara ehf. „Það breytir því ekki að niðurstaða héraðsdóms var augljóslega röng og ljóst að önnur mál verða sótt af hörku ef þau koma upp.“ Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær voru tveir menn staðnir að veiðiþjófnaði í Kjarrá í fyrrasumar. Auk þess að vera ekki með veiðileyfi – sem kostuðu 245 þúsund krónur fyrir daginn á þeim tíma – veiddu þeir á maðk, sem er stranglega bannað í Kjarrá. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi þá í 50 þúsund króna sekt en hafnaði kröfum Stara ehf. um bætur því ekki hefði tekist að sanna neitt tjón. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji hjá þessum mönnum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, einn leigutakanna. Fyrst hafi sést til mannanna á veiðum í Lambá, hliðará Kjarrár, eftir að bónda grunaði að óboðnir gestir væru á svæðinu og setti dróna á loft. Þegar veiðivörður hafi komið að þeim hafi þeir verið búnir að veiða einn lax á maðk í Efra-Rauðabergi, þekktum veiðistað í sjálfri Kjarrá. Þangað er vel hálftíma gangur. „Þeir velja þennan stað alveg klárlega með það í huga að það séu minni líkur á að þeir verði gripnir. Þetta var einfaldlega skipulögð ferð með veiðiþjófnað í huga,“ segir Ingólfur. Veiðiþjófarnir játuði brot sitt en höfnuðu bótakröfum Stara. „Dómarinn treysti sér ekki til að dæma neinar bætur – sem er merkilegt vegna þess að þarna er verið að taka vöru ófrjálsri hendi,“ segir Ingólfur.Að sögn Ingólfs færist veiðiþjófnaður í vöxt. Veiðivarsla hafi verið aukin víða. „Við erum með eftirlit með drónum og hestum, það er mjög vel fylgst með. Vöktun á ánum almennt er orðin miklu skipulagðari og drónar eru mjög góður þáttur í því. Það er ekki verið að fylgjast með veiðimönnunum sjálfum heldur því sem gerist utan veiðitíma og kannski á svæðum sem eru langt í burtu.“ Viðurlög við veiðiþjófnaði á Íslandi eru alltof væg að mati Ingólfs. Breyta þurfi lagarammanum og hann viti til þess að Landssamband veiðifélaga sé að skoða málið. Erlendis sé staðan önnur. „Ef menn eru staðnir að veiðiþjófnaði í Kanada til dæmis er allt gert upptækt; ef þú ert á bíl þá er hann tekinn af þér og ef þú ert á bát þá er hann tekinn af þér. Sektin er allt að 20 þúsund Kanadadollurum og þú ferð á sakaskrá – þetta er bara meiriháttar mál.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Tengdar fréttir Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Tveir menn sem staðnir voru að veiðiþjófnaði í Kjarrá í Borgarfirði í fyrra sleppa við að greiða tæplega 1,5 milljóna króna bótakröfu og miskabætur að auki en eru dæmdir til að borga 50 þúsund í sekt hvor í ríkissjóð. 15. ágúst 2018 06:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Tveir menn sem staðnir voru að veiðiþjófnaði í Kjarrá í Borgarfirði í fyrra sleppa við að greiða tæplega 1,5 milljóna króna bótakröfu og miskabætur að auki en eru dæmdir til að borga 50 þúsund í sekt hvor í ríkissjóð. 15. ágúst 2018 06:45