Enski boltinn

De Bruyne frá í tvo til fjóra mánuði?

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Bruyne gæti verið í vandræðum.
De Bruyne gæti verið í vandræðum. vísir/getty
Manchester City hefur staðfest að miðjumaðurinn Kevin De Bruyne sé meiddur en talið er að hann verði frá næstu tvo til fjóra mánuði.

Heimildir Sky Sports fréttastofunar herma að meiðslin sem Belginn varð fyrir á æfingu á miðvikudaginn séu mjög alvarleg og gæti hann verið frá í lengri tíma.

Hinn 27 ára gamli miðjumaður sem fór á kostum á síðasta tímabili á enn eftir að fara í frekari myndatökur sem munu leiða enn frekar í ljós hversu lengi hann verður frá.

De Bruyne snéri til baka í herbúðir City í síðustu viku eftir að hafa fengið lengra frí eftir HM í sumar þar sem hann fór með Belgíu alla leið í undanúrslitaleikinn.

Hann mun því væntanlega missa af næstu leikjum City en í yfirlýsingu ensku meistaranna segir að frekari frétta sé að vænta af De Bruyne á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×