Fjöldi brúa sem uppfyllir ekki reglur um burðarþol og öryggi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2018 22:00 Enn er fjöldi einbreiðra brúa á hringveginum sem uppfylla ekki reglur um burðarþol og umferðaröryggi. Vegagerðin sér um eftirlitið og eru brýrnar skoðaðar á þriggja til fimm ára fresti. Á heimasíðu Vegagerðarinnar stendur að „margar einbreiðar brýr [uppfylli] ekki reglur nútímans hvað varðar burðarþol og umferðaröryggi. Þá hafa hlýnun jarðar og veðrabrigði stuðlað að auknu rofi við brýr og tilfærslu efnis þ.a. árfarvegir hafa dýpkað verulega á mörgum stöðum. Mjög lítil endurnýjun hefur verið á brúm undanfarin ár og mörg stór verkefni bíða úrlausnar sem tengjast rofvörnum við eldri brýr, viðhaldi varnargarða og endurbótum á undirstöðum.“ Samtök iðnaðarins hafa bent á að með vexti ferðaþjónustunnar fylgi mikil aukning umferðar um vegi landsins og yfir brýr og þá sé hætta sem fylgir einbreiðum brúm. Vegagerðin hefur umsjón með 1.200 brúm á landinu og þar af eru hátt í 700 einbreiðar brýr og hátt á annað hundrað eru eldri en 60 ára. 39 þeirra eru á hringveginum.Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni.Vísir/SigurjónAukning umferðar Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, segir íslenskar brýr almennt í ágætu ástandi. Hann telur allar brýr hér öruggar. „Umferðin hefur aukist verulega á síðustu árum. Það hefur verið mikið átak á síðustu 10 til 20 ára að fækka einbreiðum brúm. Eftir því sem umferðin eykst aukast líkur á umferðaróhöppum. Fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þær mæta ekki kröfum er að það er krafa um öruggari vegi vegna aukinnar umferðar,” segir hann. Hann segir auknar fjárveitingar hafa verið síðustu tvö ár til breikkunar brúa og líkur eru á því að þeim fækki á næstu árum. Gert sé ráð fyrir þessu í samgönguátælun sem kemur fyrir þing næsta haust.Hafa brýr hrunið á Íslandi? „Já, já þær hafa gert það. Síðustu ár hafa óþarflega margar brotnað og hrunið. Steinavötnum síðastliðið haust, eftir aftakarigningar laskaðist sú brú. Brúin yfir Eldvatn sem stóð af sér Skaftárhlaup númer tvö á dögunum. Hún er með skerta burðargetu eftir miklar skemmdir. Brú í Vatnsdal sem hrundi undan of þungum bíl, brú á Múlakvísl. Náttúruhamfarir og aftaka veðuratburðir sem valda því að brýr hrynja eða skemmast og eru ekki nothæfar,” segir hann. Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Enn er fjöldi einbreiðra brúa á hringveginum sem uppfylla ekki reglur um burðarþol og umferðaröryggi. Vegagerðin sér um eftirlitið og eru brýrnar skoðaðar á þriggja til fimm ára fresti. Á heimasíðu Vegagerðarinnar stendur að „margar einbreiðar brýr [uppfylli] ekki reglur nútímans hvað varðar burðarþol og umferðaröryggi. Þá hafa hlýnun jarðar og veðrabrigði stuðlað að auknu rofi við brýr og tilfærslu efnis þ.a. árfarvegir hafa dýpkað verulega á mörgum stöðum. Mjög lítil endurnýjun hefur verið á brúm undanfarin ár og mörg stór verkefni bíða úrlausnar sem tengjast rofvörnum við eldri brýr, viðhaldi varnargarða og endurbótum á undirstöðum.“ Samtök iðnaðarins hafa bent á að með vexti ferðaþjónustunnar fylgi mikil aukning umferðar um vegi landsins og yfir brýr og þá sé hætta sem fylgir einbreiðum brúm. Vegagerðin hefur umsjón með 1.200 brúm á landinu og þar af eru hátt í 700 einbreiðar brýr og hátt á annað hundrað eru eldri en 60 ára. 39 þeirra eru á hringveginum.Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni.Vísir/SigurjónAukning umferðar Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, segir íslenskar brýr almennt í ágætu ástandi. Hann telur allar brýr hér öruggar. „Umferðin hefur aukist verulega á síðustu árum. Það hefur verið mikið átak á síðustu 10 til 20 ára að fækka einbreiðum brúm. Eftir því sem umferðin eykst aukast líkur á umferðaróhöppum. Fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þær mæta ekki kröfum er að það er krafa um öruggari vegi vegna aukinnar umferðar,” segir hann. Hann segir auknar fjárveitingar hafa verið síðustu tvö ár til breikkunar brúa og líkur eru á því að þeim fækki á næstu árum. Gert sé ráð fyrir þessu í samgönguátælun sem kemur fyrir þing næsta haust.Hafa brýr hrunið á Íslandi? „Já, já þær hafa gert það. Síðustu ár hafa óþarflega margar brotnað og hrunið. Steinavötnum síðastliðið haust, eftir aftakarigningar laskaðist sú brú. Brúin yfir Eldvatn sem stóð af sér Skaftárhlaup númer tvö á dögunum. Hún er með skerta burðargetu eftir miklar skemmdir. Brú í Vatnsdal sem hrundi undan of þungum bíl, brú á Múlakvísl. Náttúruhamfarir og aftaka veðuratburðir sem valda því að brýr hrynja eða skemmast og eru ekki nothæfar,” segir hann.
Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira