Hjálparstofnanir fá fjölda fyrirspurna vegna tannlæknakostnaðar Birgir Olgeirsson skrifar 15. ágúst 2018 21:00 Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. Samninganefndir Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga ríkisins hittust í vikunni en síðasti samningur rann út árið 2004. Vonir standa til að ná til lands í næstu viku og hækka árlega fjárveitingu til greiðsluþátttöku öryrkja og ellilífeyrisþega úr tæpum 700 milljónum króna í 1.700 milljónir króna. Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, fagnar þessum áformum. Hún segir margar beiðnir um aðstoð við tannlæknakostnað berast, sem Hjálparstarf kirkjunnar geti ekki komið til móts við með beinum hætti, enda um afar háar upphæðir að ræða. Hún segir aftur á mótti skorta úrræði fyrir þá sem ekki falla undir hóp öryrkja og aldraðra. „Þetta er hópur sem hefur verið vanræktur í þessum málaflokki og sem hefur þurft að setja tannheilsu sína til hliðar til að eiga fyrir öðru. Ef við vanrækjum tennurnar þá verður vandamálið stærra seinna meir sem við sjáum líka þegar fólk er að hafa samband hingað sem hefur ekki farið til tannlæknis í mörg ár og þá eru bara svakalegar aðgerðir og kostnaður.“ Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins sagði í samtali við fréttastofu að margar umsóknir um aðstoð við tannlæknakostnað hafi borist í Áfallasjóð félagsins en þar sem fjármagn sjóðsins er takmarkað, þurfti að draga úr aðstoð vegna tannlækninga. Sagði hún félagið hafa komið því á framfæri við Tannlækna að þónokkur hópur fólks sé um megn að hlúa að sér og sínum og aðstoð hins opinbera takmörkuð. Hafa félögin fundað um hvernig hægt sé að koma til móts við einstaklinga sem þjást vegna slæmrar tannheilsu og viðvarandi fátæktar. Sú vinna er enn á byrjunarstigi. Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. Samninganefndir Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga ríkisins hittust í vikunni en síðasti samningur rann út árið 2004. Vonir standa til að ná til lands í næstu viku og hækka árlega fjárveitingu til greiðsluþátttöku öryrkja og ellilífeyrisþega úr tæpum 700 milljónum króna í 1.700 milljónir króna. Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, fagnar þessum áformum. Hún segir margar beiðnir um aðstoð við tannlæknakostnað berast, sem Hjálparstarf kirkjunnar geti ekki komið til móts við með beinum hætti, enda um afar háar upphæðir að ræða. Hún segir aftur á mótti skorta úrræði fyrir þá sem ekki falla undir hóp öryrkja og aldraðra. „Þetta er hópur sem hefur verið vanræktur í þessum málaflokki og sem hefur þurft að setja tannheilsu sína til hliðar til að eiga fyrir öðru. Ef við vanrækjum tennurnar þá verður vandamálið stærra seinna meir sem við sjáum líka þegar fólk er að hafa samband hingað sem hefur ekki farið til tannlæknis í mörg ár og þá eru bara svakalegar aðgerðir og kostnaður.“ Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins sagði í samtali við fréttastofu að margar umsóknir um aðstoð við tannlæknakostnað hafi borist í Áfallasjóð félagsins en þar sem fjármagn sjóðsins er takmarkað, þurfti að draga úr aðstoð vegna tannlækninga. Sagði hún félagið hafa komið því á framfæri við Tannlækna að þónokkur hópur fólks sé um megn að hlúa að sér og sínum og aðstoð hins opinbera takmörkuð. Hafa félögin fundað um hvernig hægt sé að koma til móts við einstaklinga sem þjást vegna slæmrar tannheilsu og viðvarandi fátæktar. Sú vinna er enn á byrjunarstigi.
Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira