Gönguæfingar? Hulda Vigdísardóttir skrifar 15. ágúst 2018 10:40 „Ertu upptekin í kvöld?“ spyr vinkona mín mig þar sem við stöndum og bíðum eftir afgreiðslu á litlu kaffihúsi í miðbænum. „Já, ég fer á gönguæfingu klukkan sjö.“ svara ég. „Gönguæfingu?“ apar hún upp eftir mér og lítur stórum spurnaraugum á mig. „Hvað meinarðu? Ertu á leiðinni í fjallgöngu eða hvernig gönguæfingu ertu eiginlega að fara á?“ bætir hún svo við. Undrun hennar kemur mér svo sem ekki á óvart því yfirleitt skilur fólk hvorki upp né niður þegar ég útskýri fyrir því mikilvægi gönguæfinga. Í sumar hef ég mætt tvisvar til fimm sinnum í viku í ræktina, nánar tiltekið í Reebok Fitness í Holtagörðum, á hinar svonefndu gönguæfingar með þrettán hressum stelpum sem eru hver annarri yndislegri. Við erum samt ekki á leiðinni á fjöll, að minnsta kosti ekki í bráð, enda væri sérkennilegt að æfa fjallgöngu í silfurlitum og glitrandi hælaskóm. Nei, við erum að undirbúa okkur fyrir Miss Universe Iceland sem fram fer í Hljómahöll 21. ágúst næstkomandi og hefur í senn verið afar lærdómsríkt og skemmtilegt ferli. Þegar ég staðfesti skráningu mína í vor, vissi ég að fólk hefði ólíkar skoðanir á keppnum sem þessari og þá ekki síst hér á landi; sumir hafa dálæti á fegurðarsamkeppnum á meðan að aðrir segja þær úr takti við tímann og fyrirlíta þær jafnvel. Uppspretta fordóma er þó oftar en ekki annað en þekkingar- og skilningsleysi og mig langaði að mynda mér mína eigin skoðun á Miss Universe keppninni. Ég lét því ekkert slíkt stoppa mig, enda fannst mér þetta spennandi tækifæri og ég sé sko ekki eftir því. Nei, svo langt því frá. Í raun hefði ég ekki getað ráðstafað sumrinu betur. Allt heila ferlið hefur komið mér á óvart og ég er yfir mig hamingjusöm að hafa leyft hjartanu (já, og forvitninni) að ráða. En af hverju að taka þátt í fegurðarsamkeppni og út á hvað gengur slík keppni eiginlega? Þar sem varla er hægt að skilgreina fegurð á einhvern einn máta, kemur e.t.v. ekki á óvart að hugtakið fegurðarsamkeppni sé ekki nógu lýsandi og geti jafnvel talist misvísandi eða ruglandi á vissan hátt. Jú, vissulega komum við fram í bikiníum og síðkjólum í Miss Universe Iceland en keppnin snýst samt um svo miklu meira. Við æfumst í ensku, hljótum góða þjálfun í framkomu og þurfum allar að vera vel að okkur í hinum ýmsu málefnum, enda getum við átt von á því að vera spurðar að hverju sem er uppi á sviði fyrir framan fullan sal af áhorfendum. Eins fáum við tækifæri til að prófa ýmislegt nýtt og láta gott af okkur leiða en sem dæmi héldum við góðgerðarbingó til styrktar Ljónshjarta þar sem söfnuðust 181 þúsund krónur og næsta laugardag hlaupum við til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Um leið stuðlum að eigin heilbrigði, sjálfsöryggi og hamingju. Þegar allt kemur til alls er það kannski einmitt það sem við gerum á þessum svonefndu gönguæfingum. Við göngum í átt að auknu heilbrigði, sjálfstrausti, vináttu og gleði og e.t.v. er það besta skilgreiningin á fegurð; í það minnsta klæðir hamingja alla vel. Hulda Vigdísardóttir M.A-próf í íslenskri málfræði Pipar\TBWA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
„Ertu upptekin í kvöld?“ spyr vinkona mín mig þar sem við stöndum og bíðum eftir afgreiðslu á litlu kaffihúsi í miðbænum. „Já, ég fer á gönguæfingu klukkan sjö.“ svara ég. „Gönguæfingu?“ apar hún upp eftir mér og lítur stórum spurnaraugum á mig. „Hvað meinarðu? Ertu á leiðinni í fjallgöngu eða hvernig gönguæfingu ertu eiginlega að fara á?“ bætir hún svo við. Undrun hennar kemur mér svo sem ekki á óvart því yfirleitt skilur fólk hvorki upp né niður þegar ég útskýri fyrir því mikilvægi gönguæfinga. Í sumar hef ég mætt tvisvar til fimm sinnum í viku í ræktina, nánar tiltekið í Reebok Fitness í Holtagörðum, á hinar svonefndu gönguæfingar með þrettán hressum stelpum sem eru hver annarri yndislegri. Við erum samt ekki á leiðinni á fjöll, að minnsta kosti ekki í bráð, enda væri sérkennilegt að æfa fjallgöngu í silfurlitum og glitrandi hælaskóm. Nei, við erum að undirbúa okkur fyrir Miss Universe Iceland sem fram fer í Hljómahöll 21. ágúst næstkomandi og hefur í senn verið afar lærdómsríkt og skemmtilegt ferli. Þegar ég staðfesti skráningu mína í vor, vissi ég að fólk hefði ólíkar skoðanir á keppnum sem þessari og þá ekki síst hér á landi; sumir hafa dálæti á fegurðarsamkeppnum á meðan að aðrir segja þær úr takti við tímann og fyrirlíta þær jafnvel. Uppspretta fordóma er þó oftar en ekki annað en þekkingar- og skilningsleysi og mig langaði að mynda mér mína eigin skoðun á Miss Universe keppninni. Ég lét því ekkert slíkt stoppa mig, enda fannst mér þetta spennandi tækifæri og ég sé sko ekki eftir því. Nei, svo langt því frá. Í raun hefði ég ekki getað ráðstafað sumrinu betur. Allt heila ferlið hefur komið mér á óvart og ég er yfir mig hamingjusöm að hafa leyft hjartanu (já, og forvitninni) að ráða. En af hverju að taka þátt í fegurðarsamkeppni og út á hvað gengur slík keppni eiginlega? Þar sem varla er hægt að skilgreina fegurð á einhvern einn máta, kemur e.t.v. ekki á óvart að hugtakið fegurðarsamkeppni sé ekki nógu lýsandi og geti jafnvel talist misvísandi eða ruglandi á vissan hátt. Jú, vissulega komum við fram í bikiníum og síðkjólum í Miss Universe Iceland en keppnin snýst samt um svo miklu meira. Við æfumst í ensku, hljótum góða þjálfun í framkomu og þurfum allar að vera vel að okkur í hinum ýmsu málefnum, enda getum við átt von á því að vera spurðar að hverju sem er uppi á sviði fyrir framan fullan sal af áhorfendum. Eins fáum við tækifæri til að prófa ýmislegt nýtt og láta gott af okkur leiða en sem dæmi héldum við góðgerðarbingó til styrktar Ljónshjarta þar sem söfnuðust 181 þúsund krónur og næsta laugardag hlaupum við til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Um leið stuðlum að eigin heilbrigði, sjálfsöryggi og hamingju. Þegar allt kemur til alls er það kannski einmitt það sem við gerum á þessum svonefndu gönguæfingum. Við göngum í átt að auknu heilbrigði, sjálfstrausti, vináttu og gleði og e.t.v. er það besta skilgreiningin á fegurð; í það minnsta klæðir hamingja alla vel. Hulda Vigdísardóttir M.A-próf í íslenskri málfræði Pipar\TBWA
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun