Gönguæfingar? Hulda Vigdísardóttir skrifar 15. ágúst 2018 10:40 „Ertu upptekin í kvöld?“ spyr vinkona mín mig þar sem við stöndum og bíðum eftir afgreiðslu á litlu kaffihúsi í miðbænum. „Já, ég fer á gönguæfingu klukkan sjö.“ svara ég. „Gönguæfingu?“ apar hún upp eftir mér og lítur stórum spurnaraugum á mig. „Hvað meinarðu? Ertu á leiðinni í fjallgöngu eða hvernig gönguæfingu ertu eiginlega að fara á?“ bætir hún svo við. Undrun hennar kemur mér svo sem ekki á óvart því yfirleitt skilur fólk hvorki upp né niður þegar ég útskýri fyrir því mikilvægi gönguæfinga. Í sumar hef ég mætt tvisvar til fimm sinnum í viku í ræktina, nánar tiltekið í Reebok Fitness í Holtagörðum, á hinar svonefndu gönguæfingar með þrettán hressum stelpum sem eru hver annarri yndislegri. Við erum samt ekki á leiðinni á fjöll, að minnsta kosti ekki í bráð, enda væri sérkennilegt að æfa fjallgöngu í silfurlitum og glitrandi hælaskóm. Nei, við erum að undirbúa okkur fyrir Miss Universe Iceland sem fram fer í Hljómahöll 21. ágúst næstkomandi og hefur í senn verið afar lærdómsríkt og skemmtilegt ferli. Þegar ég staðfesti skráningu mína í vor, vissi ég að fólk hefði ólíkar skoðanir á keppnum sem þessari og þá ekki síst hér á landi; sumir hafa dálæti á fegurðarsamkeppnum á meðan að aðrir segja þær úr takti við tímann og fyrirlíta þær jafnvel. Uppspretta fordóma er þó oftar en ekki annað en þekkingar- og skilningsleysi og mig langaði að mynda mér mína eigin skoðun á Miss Universe keppninni. Ég lét því ekkert slíkt stoppa mig, enda fannst mér þetta spennandi tækifæri og ég sé sko ekki eftir því. Nei, svo langt því frá. Í raun hefði ég ekki getað ráðstafað sumrinu betur. Allt heila ferlið hefur komið mér á óvart og ég er yfir mig hamingjusöm að hafa leyft hjartanu (já, og forvitninni) að ráða. En af hverju að taka þátt í fegurðarsamkeppni og út á hvað gengur slík keppni eiginlega? Þar sem varla er hægt að skilgreina fegurð á einhvern einn máta, kemur e.t.v. ekki á óvart að hugtakið fegurðarsamkeppni sé ekki nógu lýsandi og geti jafnvel talist misvísandi eða ruglandi á vissan hátt. Jú, vissulega komum við fram í bikiníum og síðkjólum í Miss Universe Iceland en keppnin snýst samt um svo miklu meira. Við æfumst í ensku, hljótum góða þjálfun í framkomu og þurfum allar að vera vel að okkur í hinum ýmsu málefnum, enda getum við átt von á því að vera spurðar að hverju sem er uppi á sviði fyrir framan fullan sal af áhorfendum. Eins fáum við tækifæri til að prófa ýmislegt nýtt og láta gott af okkur leiða en sem dæmi héldum við góðgerðarbingó til styrktar Ljónshjarta þar sem söfnuðust 181 þúsund krónur og næsta laugardag hlaupum við til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Um leið stuðlum að eigin heilbrigði, sjálfsöryggi og hamingju. Þegar allt kemur til alls er það kannski einmitt það sem við gerum á þessum svonefndu gönguæfingum. Við göngum í átt að auknu heilbrigði, sjálfstrausti, vináttu og gleði og e.t.v. er það besta skilgreiningin á fegurð; í það minnsta klæðir hamingja alla vel. Hulda Vigdísardóttir M.A-próf í íslenskri málfræði Pipar\TBWA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Ertu upptekin í kvöld?“ spyr vinkona mín mig þar sem við stöndum og bíðum eftir afgreiðslu á litlu kaffihúsi í miðbænum. „Já, ég fer á gönguæfingu klukkan sjö.“ svara ég. „Gönguæfingu?“ apar hún upp eftir mér og lítur stórum spurnaraugum á mig. „Hvað meinarðu? Ertu á leiðinni í fjallgöngu eða hvernig gönguæfingu ertu eiginlega að fara á?“ bætir hún svo við. Undrun hennar kemur mér svo sem ekki á óvart því yfirleitt skilur fólk hvorki upp né niður þegar ég útskýri fyrir því mikilvægi gönguæfinga. Í sumar hef ég mætt tvisvar til fimm sinnum í viku í ræktina, nánar tiltekið í Reebok Fitness í Holtagörðum, á hinar svonefndu gönguæfingar með þrettán hressum stelpum sem eru hver annarri yndislegri. Við erum samt ekki á leiðinni á fjöll, að minnsta kosti ekki í bráð, enda væri sérkennilegt að æfa fjallgöngu í silfurlitum og glitrandi hælaskóm. Nei, við erum að undirbúa okkur fyrir Miss Universe Iceland sem fram fer í Hljómahöll 21. ágúst næstkomandi og hefur í senn verið afar lærdómsríkt og skemmtilegt ferli. Þegar ég staðfesti skráningu mína í vor, vissi ég að fólk hefði ólíkar skoðanir á keppnum sem þessari og þá ekki síst hér á landi; sumir hafa dálæti á fegurðarsamkeppnum á meðan að aðrir segja þær úr takti við tímann og fyrirlíta þær jafnvel. Uppspretta fordóma er þó oftar en ekki annað en þekkingar- og skilningsleysi og mig langaði að mynda mér mína eigin skoðun á Miss Universe keppninni. Ég lét því ekkert slíkt stoppa mig, enda fannst mér þetta spennandi tækifæri og ég sé sko ekki eftir því. Nei, svo langt því frá. Í raun hefði ég ekki getað ráðstafað sumrinu betur. Allt heila ferlið hefur komið mér á óvart og ég er yfir mig hamingjusöm að hafa leyft hjartanu (já, og forvitninni) að ráða. En af hverju að taka þátt í fegurðarsamkeppni og út á hvað gengur slík keppni eiginlega? Þar sem varla er hægt að skilgreina fegurð á einhvern einn máta, kemur e.t.v. ekki á óvart að hugtakið fegurðarsamkeppni sé ekki nógu lýsandi og geti jafnvel talist misvísandi eða ruglandi á vissan hátt. Jú, vissulega komum við fram í bikiníum og síðkjólum í Miss Universe Iceland en keppnin snýst samt um svo miklu meira. Við æfumst í ensku, hljótum góða þjálfun í framkomu og þurfum allar að vera vel að okkur í hinum ýmsu málefnum, enda getum við átt von á því að vera spurðar að hverju sem er uppi á sviði fyrir framan fullan sal af áhorfendum. Eins fáum við tækifæri til að prófa ýmislegt nýtt og láta gott af okkur leiða en sem dæmi héldum við góðgerðarbingó til styrktar Ljónshjarta þar sem söfnuðust 181 þúsund krónur og næsta laugardag hlaupum við til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Um leið stuðlum að eigin heilbrigði, sjálfsöryggi og hamingju. Þegar allt kemur til alls er það kannski einmitt það sem við gerum á þessum svonefndu gönguæfingum. Við göngum í átt að auknu heilbrigði, sjálfstrausti, vináttu og gleði og e.t.v. er það besta skilgreiningin á fegurð; í það minnsta klæðir hamingja alla vel. Hulda Vigdísardóttir M.A-próf í íslenskri málfræði Pipar\TBWA
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun