Geta treyst íslenskum brúm eftir harmleikinn í Genúa Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2018 10:38 Morandi-brúin í Genúa hrundi í gær. Hátt í fjörutíu manns fórust. Vísir/EPA Íslenskar brýr eru í misjöfnu ástandi en vel er haldið utan um að þær séu öruggar. Íslenskur byggingarverkfræðingur segir að líklega hafi margir samverkandi þættir orðið til þess að brú hrundi í Genúa á Ítalíu með þeim afleiðingum að á fjórða tug manna fórust. Björgunarmenn leita enn að fólki í rústum Morandi-brúarinnar í Genúa. Talið er að hátt í fjörutíu bílar hafi fallið 45 metra niður þegar brúin hrundi í gær. Ekki liggur fyrir hvað olli því að brúin hrundi en varað hafði verið við ástandi hennar í nokkurn tíma. Baldvin Einarsson, byggingarverkfræðingur hjá Eflu, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um hörmungarnar á Ítalíu. Riccardo Morandi, arkítektinn sem hannaði brúna, sé þekktastur fyrir brú yfir Maracaibo-flóa í Venesúela sem þótti mikið þrekvirki á sínum tíma.Baldvin Einarsson, annar frá vinstri, á fundi hjá verkfræðistofunni EFLU.EFLABrúin sé svokölluð skálags- eða stagbrú, tegund brúa sem ruddi sér til rúms upp úr stríðslokum og þótti framúrstefnuleg. Þær hafi aðallega verið byggðar úr steinsteypu í stað stáls. Slíkar brýr hafi verið til vandræða meira eð minna frá því að þær voru byggðar. Viðhaldskostnaður hafi reynst hár, erfitt hefur verið að halda þeim við og tryggja öryggi þeirra, að sögn Baldvins. „Það sem hefur gengið erfiðlega með þessar brýr er að steinsteypan í þeim hefur ekki reynst það endingargóða byggingarefni sem menn trúðu á fyrir þessum fimmtíu árum plús. Hún hefur rýrnað, styrkur hennar versnað, og það sem meira er hefur hún ekki verndað stálið sem er inni í steypunni þannig að það hefur farið að ryðga. Það veit ekki á gott þegar það gerist,“ segir Baldvin. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um hvað grandaði Morandi-brúnni. Eldingu gæti hafa lostið í hana og þá hefur verið bent á að miklar rigningar hafði gert í Genúa og slæmt veður. Baldvin segir hins vegar að oft þegar stórir atburðir af þessu tagi eigi sér stað séu það fleiri en einn þáttur sem ræður úrslitum. Yfirleitt eigi þeir sér margþættar orsakir.Rafael Urdaneta-brúin í Venesúela er eftir sama arkítekt og Morandi-brúin í Genúa.Vísir/GettyÖlfusárbrú örugg þó að öryggið hafi minnkað Spurður út í ástand íslenskra brúa segir Baldvin að það sé misjafnt. Þannig séu til brýr sem eru allt að hundrað ára gamlar og nýlegt dæmi sé um brú í Húnavatnssýslu sem hrundi. Þar hafi ástæðan raunar verið sú að bíl var ekið yfir hana sem ekki hefði átt að gera. Íslensk yfirvöld haldi vel utan um að brýr séu öruggar og hægt sé að treysta þeim. Viðhaldsframkvæmdir hafa farið fram á Ölfusárbrú í þessari viku en hún var byggð árið 1945. Baldvin segir að menn hafi haft áhyggjur af ástandi hennar vegna þess að gólf hennar er þyngra en þegar hún var upphaflega byggð og þá hafi ýmsar leiðslur verið hengdar í hana. „Síðan hefur hún náttúrulega rýrnað að einhverju leyti. Kaplarnir eru ekki eins góðir og þeir voru,“ segir Baldvin. Nákvæm úttekt hafi verið gerð á brúnni fyrir nokkrum árum sem sýndi að þó að hún væri örugg þá hefði öryggi hennar minnkað frá því að hún var byggð. Byrjað sé að hugsa fyrir nýrri brú yfir Ölfusá um Eystri-Laugadælaeyju fyrir ofan Selfoss. Frumdrög hafi verið gerð að henni og segist Baldvin ekki vita annað en að brúin sé á áætlun upp úr 2020. Samgöngur Tengdar fréttir Leita enn að fólki í brakinu í Genúa Minnst 35 eru látnir og er nokkurra saknað en fregnum ber ekki saman um hve mörgum. 15. ágúst 2018 08:00 Minnst 30 látnir í Genúa Minnst 30 eru látnir eftir að langur kafli stórrar brúar í Genúa á Ítalíu hrundi í morgun. 14. ágúst 2018 15:00 Lokun Ölfusárbrúar er slæm fyrir umferð og heimamenn á Selfossi Lokað var fyrir alla umferð um Ölfusárbrú á Selfossi í dag og verður brúin lokuð í viku. 13. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Íslenskar brýr eru í misjöfnu ástandi en vel er haldið utan um að þær séu öruggar. Íslenskur byggingarverkfræðingur segir að líklega hafi margir samverkandi þættir orðið til þess að brú hrundi í Genúa á Ítalíu með þeim afleiðingum að á fjórða tug manna fórust. Björgunarmenn leita enn að fólki í rústum Morandi-brúarinnar í Genúa. Talið er að hátt í fjörutíu bílar hafi fallið 45 metra niður þegar brúin hrundi í gær. Ekki liggur fyrir hvað olli því að brúin hrundi en varað hafði verið við ástandi hennar í nokkurn tíma. Baldvin Einarsson, byggingarverkfræðingur hjá Eflu, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um hörmungarnar á Ítalíu. Riccardo Morandi, arkítektinn sem hannaði brúna, sé þekktastur fyrir brú yfir Maracaibo-flóa í Venesúela sem þótti mikið þrekvirki á sínum tíma.Baldvin Einarsson, annar frá vinstri, á fundi hjá verkfræðistofunni EFLU.EFLABrúin sé svokölluð skálags- eða stagbrú, tegund brúa sem ruddi sér til rúms upp úr stríðslokum og þótti framúrstefnuleg. Þær hafi aðallega verið byggðar úr steinsteypu í stað stáls. Slíkar brýr hafi verið til vandræða meira eð minna frá því að þær voru byggðar. Viðhaldskostnaður hafi reynst hár, erfitt hefur verið að halda þeim við og tryggja öryggi þeirra, að sögn Baldvins. „Það sem hefur gengið erfiðlega með þessar brýr er að steinsteypan í þeim hefur ekki reynst það endingargóða byggingarefni sem menn trúðu á fyrir þessum fimmtíu árum plús. Hún hefur rýrnað, styrkur hennar versnað, og það sem meira er hefur hún ekki verndað stálið sem er inni í steypunni þannig að það hefur farið að ryðga. Það veit ekki á gott þegar það gerist,“ segir Baldvin. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um hvað grandaði Morandi-brúnni. Eldingu gæti hafa lostið í hana og þá hefur verið bent á að miklar rigningar hafði gert í Genúa og slæmt veður. Baldvin segir hins vegar að oft þegar stórir atburðir af þessu tagi eigi sér stað séu það fleiri en einn þáttur sem ræður úrslitum. Yfirleitt eigi þeir sér margþættar orsakir.Rafael Urdaneta-brúin í Venesúela er eftir sama arkítekt og Morandi-brúin í Genúa.Vísir/GettyÖlfusárbrú örugg þó að öryggið hafi minnkað Spurður út í ástand íslenskra brúa segir Baldvin að það sé misjafnt. Þannig séu til brýr sem eru allt að hundrað ára gamlar og nýlegt dæmi sé um brú í Húnavatnssýslu sem hrundi. Þar hafi ástæðan raunar verið sú að bíl var ekið yfir hana sem ekki hefði átt að gera. Íslensk yfirvöld haldi vel utan um að brýr séu öruggar og hægt sé að treysta þeim. Viðhaldsframkvæmdir hafa farið fram á Ölfusárbrú í þessari viku en hún var byggð árið 1945. Baldvin segir að menn hafi haft áhyggjur af ástandi hennar vegna þess að gólf hennar er þyngra en þegar hún var upphaflega byggð og þá hafi ýmsar leiðslur verið hengdar í hana. „Síðan hefur hún náttúrulega rýrnað að einhverju leyti. Kaplarnir eru ekki eins góðir og þeir voru,“ segir Baldvin. Nákvæm úttekt hafi verið gerð á brúnni fyrir nokkrum árum sem sýndi að þó að hún væri örugg þá hefði öryggi hennar minnkað frá því að hún var byggð. Byrjað sé að hugsa fyrir nýrri brú yfir Ölfusá um Eystri-Laugadælaeyju fyrir ofan Selfoss. Frumdrög hafi verið gerð að henni og segist Baldvin ekki vita annað en að brúin sé á áætlun upp úr 2020.
Samgöngur Tengdar fréttir Leita enn að fólki í brakinu í Genúa Minnst 35 eru látnir og er nokkurra saknað en fregnum ber ekki saman um hve mörgum. 15. ágúst 2018 08:00 Minnst 30 látnir í Genúa Minnst 30 eru látnir eftir að langur kafli stórrar brúar í Genúa á Ítalíu hrundi í morgun. 14. ágúst 2018 15:00 Lokun Ölfusárbrúar er slæm fyrir umferð og heimamenn á Selfossi Lokað var fyrir alla umferð um Ölfusárbrú á Selfossi í dag og verður brúin lokuð í viku. 13. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Leita enn að fólki í brakinu í Genúa Minnst 35 eru látnir og er nokkurra saknað en fregnum ber ekki saman um hve mörgum. 15. ágúst 2018 08:00
Minnst 30 látnir í Genúa Minnst 30 eru látnir eftir að langur kafli stórrar brúar í Genúa á Ítalíu hrundi í morgun. 14. ágúst 2018 15:00
Lokun Ölfusárbrúar er slæm fyrir umferð og heimamenn á Selfossi Lokað var fyrir alla umferð um Ölfusárbrú á Selfossi í dag og verður brúin lokuð í viku. 13. ágúst 2018 20:00