Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2018 20:30 Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. Forstjóri Persónuverndar segir að meta þurfti hvort þetta aukna inngrip í störf sjómanna sé réttlætanlegt. Samkvæmt frumvarpinu verður skylt að koma upp rafrænu myndavélakerfi sem notað verður til að fylgjast með löndun, flutningi, vigtun afla og um borð í fiskveiðiskipum. Fiskistofa fer með eftirlitið og hefur bent á að nauðsynlegt sé að nýta myndavélar til að afla sönnunargagna um brot. Nýtti Fiskistofa sér falda myndavél árið 2013 til að upplýsa mál en Persónuvernd úrskurðaði að það hefði verið ólöglegt. Verði frumvarpið að lögum mun Fiskistofa hafa heimild til að nota dróna við eftirlit. Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og segja það tryggja að Fiskistofa verði alsjáandi og að innan fárra ára gætu Íslendingar búið við eftirlitsþjóðfélag af áður óþekktri gerð þar sem aðrar stofnanir munu fylgja í kjölfarið. Telja samtökin framtíðarsýnina sem er boðuð í frumvarpinu ógeðfellda.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/VILHELMAukið inngrip í störf sjómanna Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið eiga eftir að fá almenna afgreiðslu hjá stofnuninni en almennt séð gildi reglur um rafrænt eftirlit sem þurfi að fara eftir. Eftirlitið getur farið fram ef það er í öryggis- eða eignavörslu tilgangi. Gæta þurfi meðalhófs og meta þurfi hvort aukin rafræn vöktun eigi rétt á sér eða ekki. Ef hún á sér stað þarf alltaf að láta vita af henni. Helga segir að ef Fiskistofa ætlar að nota dróna við eftirlit þá gerist það ekki án lagaheimildar. „Og þá er alveg ljóst að samkvæmt nýju persónuverndarlögunum sem nú hafa tekið gildi þá þarf ákveðið hagsmunamat að hafa farið fram á því hvort það sé réttlætanlegt að leyfa þetta aukna inngrip í til dæmis störf sjómanna,“ segir Helga.Drónar aukið og nýtt eftirlit Spurð hvort þetta eftirlit sé frábrugðið því sem haft er með starfsmönnum og viðskiptavinum verslana segir Helga að rafrænt eftirlit sé mjög víða nú þegar á vinnustöðum og ef það beinist að ákveðnum starfsaðferðum geti það verið réttlætanlegt. „En með nýrri tækni, sem til dæmis felst í drónum, það er eitthvað sem myndi flokkast undir það að vera aukið og nýtt eftirlit og þá þarf bara að meta hvort það sé eðlilegt að opinber stofnun fái slíka heimild.“ Persónuvernd Sjávarútvegur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. Forstjóri Persónuverndar segir að meta þurfti hvort þetta aukna inngrip í störf sjómanna sé réttlætanlegt. Samkvæmt frumvarpinu verður skylt að koma upp rafrænu myndavélakerfi sem notað verður til að fylgjast með löndun, flutningi, vigtun afla og um borð í fiskveiðiskipum. Fiskistofa fer með eftirlitið og hefur bent á að nauðsynlegt sé að nýta myndavélar til að afla sönnunargagna um brot. Nýtti Fiskistofa sér falda myndavél árið 2013 til að upplýsa mál en Persónuvernd úrskurðaði að það hefði verið ólöglegt. Verði frumvarpið að lögum mun Fiskistofa hafa heimild til að nota dróna við eftirlit. Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og segja það tryggja að Fiskistofa verði alsjáandi og að innan fárra ára gætu Íslendingar búið við eftirlitsþjóðfélag af áður óþekktri gerð þar sem aðrar stofnanir munu fylgja í kjölfarið. Telja samtökin framtíðarsýnina sem er boðuð í frumvarpinu ógeðfellda.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/VILHELMAukið inngrip í störf sjómanna Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið eiga eftir að fá almenna afgreiðslu hjá stofnuninni en almennt séð gildi reglur um rafrænt eftirlit sem þurfi að fara eftir. Eftirlitið getur farið fram ef það er í öryggis- eða eignavörslu tilgangi. Gæta þurfi meðalhófs og meta þurfi hvort aukin rafræn vöktun eigi rétt á sér eða ekki. Ef hún á sér stað þarf alltaf að láta vita af henni. Helga segir að ef Fiskistofa ætlar að nota dróna við eftirlit þá gerist það ekki án lagaheimildar. „Og þá er alveg ljóst að samkvæmt nýju persónuverndarlögunum sem nú hafa tekið gildi þá þarf ákveðið hagsmunamat að hafa farið fram á því hvort það sé réttlætanlegt að leyfa þetta aukna inngrip í til dæmis störf sjómanna,“ segir Helga.Drónar aukið og nýtt eftirlit Spurð hvort þetta eftirlit sé frábrugðið því sem haft er með starfsmönnum og viðskiptavinum verslana segir Helga að rafrænt eftirlit sé mjög víða nú þegar á vinnustöðum og ef það beinist að ákveðnum starfsaðferðum geti það verið réttlætanlegt. „En með nýrri tækni, sem til dæmis felst í drónum, það er eitthvað sem myndi flokkast undir það að vera aukið og nýtt eftirlit og þá þarf bara að meta hvort það sé eðlilegt að opinber stofnun fái slíka heimild.“
Persónuvernd Sjávarútvegur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira