Erlent

Aretha Franklin alvarlega veik

Kjartan Kjartansson skrifar
Franklin er þekktust fyrir lög eins og Respect og (You Make Me Feel Like) A Natural Woman.
Franklin er þekktust fyrir lög eins og Respect og (You Make Me Feel Like) A Natural Woman. Vísir/EPA
Bandaríska söngkonan Aretha Franklin er nú sögð þjást af alvarlegum veikindum á sjúkrahúsi í Detroit. Franklin er 76 ára gömul en hún hætti við röð tónleika fyrr á þessu ári vegna heilsubrests.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að fjölskylda og vinir söngkonunnar séu hjá henni á sjúkrahúsinu. Aðdáendur hennar og aðrir listamenn hafa sent henni stuðning á samfélagsmiðlum.

Franklin er þekkt sem Sálardrottningin og hefur unnið átján Grammy-verðlaun. Hún var tekin inn í Frægðarhöll rokksins árið 1987 og er einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×