Leiðsögumanni blöskrar "forljótir kamrar“ á Þingvöllum Bergþór Másson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 14. ágúst 2018 21:00 Friðrik Rafnsson leiðsögumaður vakti athygli á slæmri umgengni á almenningskömrum á Þingvöllum í Facebook-færslu í gær. Mynd/Friðrik Rafnsson Friðrik Rafnsson, leiðsögumaður og þýðandi, setti í gær inn færslu á Facebook þar sem hann vakti athygli á slæmri umgengni og óþrifnaði á almenningskömrum á Þingvöllum. Fleiri tóku undir með Friðrik, meðal annars sjónvarpsfólkið Kristinn R. Ólafsson og Gerður B. Bjarklind sem kallar salernin hreina skömm. Friðrik var staddur á Þingvöllum með hóp ferðamanna, en hann segist fara um svæðið tvisvar til þrisvar í viku.Segir ástandið skammarlegt Fréttastofa náði tali af Friðriki sem kvaðst ekki ánægður með ástandið. „Þingvellir eru náttúrulega þessi glæsilegi staður eins og við vitum og það er bara til skammar hvað þessir kamrar eru daunillir og ljótir. Þeir eru raunverulega á krossgötum, þar sem fólk gengur annars vegar niður að Almannagjá og svo er það líka stígurinn sem liggur upp að fossinum. Það er ekki eins og þetta sé afvikinn staður.“ Aðspurður hvort færslan hafi vakið viðbrögð stjórnar Þingvallaþjóðgarðs sagði Friðrik svo ekki vera. „Aðstaðan uppi á Hakinu er náttúrulega mjög fín og allt til fyrirmyndar þar, en svo kemur maður niður þar sem er álíka mikil umferð en þá blasir við fólki þessi skelfing.“Ferðamenn voru hneykslaðir Friðrik kveðst þá hafa farið með frönskum og breskum ferðamönnum um svæðið í síðustu viku, og segir þá hafa verið hneykslaða. „Ég var með einn sem sagðist hafa ferðast víða, en hann sagðist aldrei hafa séð annað eins ógeð og hann var mjög sjokkeraður eftir að hafa verið alveg heillaður af Þingvöllum að öðru leyti. Þetta kemur svolítið eins og blaut tuska framan í fólk þegar það kemur úr þessari fallegu gönguferð.“ Í færslunni segist Friðrik telja að orsök vandans sé líklega „hugsunar- eða skipulagsleysi sem er okkur öllum til skammar og hefur sennilega eyðilagt annars dásamlega upplifun fólks á þessum dýrlega stað,“ en í samtali við fréttastofu sagðist hann engu að síður vonast eftir breytingum sem fyrst. „Þessu þarf að breyta strax, þetta hefur verið lengi svona og þetta er auðvitað til háborinnar skammar.“Þjóðgarðsverði Þingvalla meinilla við kamranna. Einar Á Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir í samtali við Vísi að kamrarnir verði ekki þarna til langs tíma og að honum og starfsfólki Þingvalla sé „meinilla við þessa kamra“. „Við erum sjálf orðin hundleið á þeim en það hefur tafist að koma upp salernum þarna.“ Einar segir að það muni vera komin almennileg salerni á svæðið næsta vor og bendir að lokum á að það séu „30 salerni uppi á gestastofunni og þar í kring.“ Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Friðrik Rafnsson, leiðsögumaður og þýðandi, setti í gær inn færslu á Facebook þar sem hann vakti athygli á slæmri umgengni og óþrifnaði á almenningskömrum á Þingvöllum. Fleiri tóku undir með Friðrik, meðal annars sjónvarpsfólkið Kristinn R. Ólafsson og Gerður B. Bjarklind sem kallar salernin hreina skömm. Friðrik var staddur á Þingvöllum með hóp ferðamanna, en hann segist fara um svæðið tvisvar til þrisvar í viku.Segir ástandið skammarlegt Fréttastofa náði tali af Friðriki sem kvaðst ekki ánægður með ástandið. „Þingvellir eru náttúrulega þessi glæsilegi staður eins og við vitum og það er bara til skammar hvað þessir kamrar eru daunillir og ljótir. Þeir eru raunverulega á krossgötum, þar sem fólk gengur annars vegar niður að Almannagjá og svo er það líka stígurinn sem liggur upp að fossinum. Það er ekki eins og þetta sé afvikinn staður.“ Aðspurður hvort færslan hafi vakið viðbrögð stjórnar Þingvallaþjóðgarðs sagði Friðrik svo ekki vera. „Aðstaðan uppi á Hakinu er náttúrulega mjög fín og allt til fyrirmyndar þar, en svo kemur maður niður þar sem er álíka mikil umferð en þá blasir við fólki þessi skelfing.“Ferðamenn voru hneykslaðir Friðrik kveðst þá hafa farið með frönskum og breskum ferðamönnum um svæðið í síðustu viku, og segir þá hafa verið hneykslaða. „Ég var með einn sem sagðist hafa ferðast víða, en hann sagðist aldrei hafa séð annað eins ógeð og hann var mjög sjokkeraður eftir að hafa verið alveg heillaður af Þingvöllum að öðru leyti. Þetta kemur svolítið eins og blaut tuska framan í fólk þegar það kemur úr þessari fallegu gönguferð.“ Í færslunni segist Friðrik telja að orsök vandans sé líklega „hugsunar- eða skipulagsleysi sem er okkur öllum til skammar og hefur sennilega eyðilagt annars dásamlega upplifun fólks á þessum dýrlega stað,“ en í samtali við fréttastofu sagðist hann engu að síður vonast eftir breytingum sem fyrst. „Þessu þarf að breyta strax, þetta hefur verið lengi svona og þetta er auðvitað til háborinnar skammar.“Þjóðgarðsverði Þingvalla meinilla við kamranna. Einar Á Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir í samtali við Vísi að kamrarnir verði ekki þarna til langs tíma og að honum og starfsfólki Þingvalla sé „meinilla við þessa kamra“. „Við erum sjálf orðin hundleið á þeim en það hefur tafist að koma upp salernum þarna.“ Einar segir að það muni vera komin almennileg salerni á svæðið næsta vor og bendir að lokum á að það séu „30 salerni uppi á gestastofunni og þar í kring.“
Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira