Hlutafjáraukning hjá Wow Air Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2018 17:00 Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. Í dag birtist ný tilkynning í hlutafélagaskrá um hlutafjáraukningu í Wow Air en tilkynningin er dagsett 10. ágúst. Þar kemur fram að hlutafé í Wow Air hafi verið aukið um 54,8 miljónir huta. Umfang hlutafjár í félaginu var rúmlega 106,9 milljónir hluta en er rúmlega 161 milljón eftir breytinguna. Um er að ræða hlutafjáraukningu upp á 51 prósent. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa Wow Air snýr er hlutafjáraukningin tvíþætt. Annars vegar hafi Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, sett 60 prósenta hlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá hafi hann breytt tveggja milljarða króna „kröfu sinni“ á hendur Wow Air í hlutafé en um var ræða kröfu Títan fjárfestingarfélags, sem er í hans eigu, á hendur Wow Air. Yfirleitt er ráðist í hlutafjáraukningu vegna endurfjármögnunar í þeim tilgangi að styrkja rekstur viðkomandi hlutafélags. Svanhvít sagði í skriflegu svari að markmiðið með hlutafjáraukningu í Wow Air hafi verið að styrkja stoðir félagsins. Þá hafi verið talið eðlilegt að færa rekstur Cargo Express ehf. inn í Wow Air vegna aukinna umsvifa síðarnefnda félagsins. „Með tilkomu fleiri breiðþota í flota félagsins er vægi fraktflutninga stöðugt að aukast og því töldum við eðlilegt að eignahluturinn væri beint undir Wow Air,“ segir Svanhvít. Rekstrarumhverfi flugfélaganna hefur verið erfitt vegna hækkandi olíuverðs, styrkingar krónunnar og mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið en 28 flugfélög fljúga til og frá Íslandi í sumar. Í sex mánaða uppgjöri Icelandair kom fram að félagið hefði tapað 6,3 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Í afkomutilkynningu sem Wow Air birti fyrr í sumar kom fram að félagið hefði tapað 22 milljónum dollara, jafnvirði 2,5 milljarða króna, á síðasta ári. Félagið hefur hins vegar ekki enn birt ársreikning fyrir árið 2017. Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. Í dag birtist ný tilkynning í hlutafélagaskrá um hlutafjáraukningu í Wow Air en tilkynningin er dagsett 10. ágúst. Þar kemur fram að hlutafé í Wow Air hafi verið aukið um 54,8 miljónir huta. Umfang hlutafjár í félaginu var rúmlega 106,9 milljónir hluta en er rúmlega 161 milljón eftir breytinguna. Um er að ræða hlutafjáraukningu upp á 51 prósent. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa Wow Air snýr er hlutafjáraukningin tvíþætt. Annars vegar hafi Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, sett 60 prósenta hlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá hafi hann breytt tveggja milljarða króna „kröfu sinni“ á hendur Wow Air í hlutafé en um var ræða kröfu Títan fjárfestingarfélags, sem er í hans eigu, á hendur Wow Air. Yfirleitt er ráðist í hlutafjáraukningu vegna endurfjármögnunar í þeim tilgangi að styrkja rekstur viðkomandi hlutafélags. Svanhvít sagði í skriflegu svari að markmiðið með hlutafjáraukningu í Wow Air hafi verið að styrkja stoðir félagsins. Þá hafi verið talið eðlilegt að færa rekstur Cargo Express ehf. inn í Wow Air vegna aukinna umsvifa síðarnefnda félagsins. „Með tilkomu fleiri breiðþota í flota félagsins er vægi fraktflutninga stöðugt að aukast og því töldum við eðlilegt að eignahluturinn væri beint undir Wow Air,“ segir Svanhvít. Rekstrarumhverfi flugfélaganna hefur verið erfitt vegna hækkandi olíuverðs, styrkingar krónunnar og mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið en 28 flugfélög fljúga til og frá Íslandi í sumar. Í sex mánaða uppgjöri Icelandair kom fram að félagið hefði tapað 6,3 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Í afkomutilkynningu sem Wow Air birti fyrr í sumar kom fram að félagið hefði tapað 22 milljónum dollara, jafnvirði 2,5 milljarða króna, á síðasta ári. Félagið hefur hins vegar ekki enn birt ársreikning fyrir árið 2017.
Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira