Lokanir á umferðaræðum Suðurlands Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 15:30 Hjáleið um Þrengsli og Óseyrarbrú er merkt með rauðu á kortinu. Almennri umferð er beint um hjáleiðina næstu viku. Vísir/Hjalti Miklar vegalokanir standa nú yfir á Suðurlandi. Ölfusárbrú verður lokað frá klukkan 16 í dag og mun lokunin standa yfir í viku. Hjáleið fyrir almenna umferð verður m.a. um Þrengsli og Óseyrarbrú. Þá er umferð til austurs um Suðurlandsveg einnig beint um hjáleið vegna malbikunarvinnu í dag.Mjög slæmt að þurfa að loka brúnni Eins og greint hefur verið frá þarf að steypa nýtt brúargólf á Ölfusárbrú en það tekur steypuna nokkra daga að harðna. Um sautján þúsund bílar aka á hverjum degi yfir brúna. Svanur Bjarnason er svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. „Það á að laga slitgólf brúarinnar, það eru komin mjög mikil hjólför í gólfið, og farið að nálgast járnin í brúnni. Það þarf að fræsa upp gólfið og steypa nýtt slitlag,“ segir Svanur. Hann segir mjög slæmt að þurfa að loka brúnni í svona langan tíma en ekkert annað sé í stöðunni. „Það er mjög slæmt og kemur ábyggilega illa við marga en það er algjörlega óhjákvæmilegt að gera þetta.“Um sautján þúsund bílum er ekið yfir brúna á hverjum degi.VÍSIR/ERNIRGangbrautin á Ölfusárbrú verður opin á meðan brúin verður lokuð, þ.e. til mánudagsins 20. ágústs næstkomandi, og þá verður hægt að hleypa lögreglu-, sjúkra- og björgunarsveitarbílum í forgangsakstri yfir brúna. Hjáleið fyrir almenna umferð verður m.a. um Þrengsli og Óseyrabrú á Eyrarbakkavegi og í uppsveitum Árnessýslu eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg, Bræðratunguveg og Skeiðaveg.Malbikun á Suðurlandsvegi til miðnættis Þá er vegkafli milli Hellisheiðarvirkjunar og Skíðaskála á Suðurlandsvegi lokað vegna malbikunarvinnu í dag. Umferð til austurs er á meðan beint um Þrengsli og Óseyrarbrú. Áætlað er að malbikað verði til miðnættis í nótt. Að auki hefur Þingvallavegur verið lokaður síðan í júlí milli þjónusumiðstöðvarinnar og að eystri gatnamótum við Vallaveg. Mun lokunin standa yfir fram í október og er umferð beint á hjáleið um Vallaveg. Samgöngur Tengdar fréttir Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Lokun yfir Ölfusá flýtt Lokun Ölfusárbrúar í dag verður flýtt og verður henni nú lokað klukkan 16.00 í stað 20.00. 13. ágúst 2018 06:00 „Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar“ Veginum í gegnum Þingvelli lokað í tvo mánuði. Umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. 31. júlí 2018 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Miklar vegalokanir standa nú yfir á Suðurlandi. Ölfusárbrú verður lokað frá klukkan 16 í dag og mun lokunin standa yfir í viku. Hjáleið fyrir almenna umferð verður m.a. um Þrengsli og Óseyrarbrú. Þá er umferð til austurs um Suðurlandsveg einnig beint um hjáleið vegna malbikunarvinnu í dag.Mjög slæmt að þurfa að loka brúnni Eins og greint hefur verið frá þarf að steypa nýtt brúargólf á Ölfusárbrú en það tekur steypuna nokkra daga að harðna. Um sautján þúsund bílar aka á hverjum degi yfir brúna. Svanur Bjarnason er svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. „Það á að laga slitgólf brúarinnar, það eru komin mjög mikil hjólför í gólfið, og farið að nálgast járnin í brúnni. Það þarf að fræsa upp gólfið og steypa nýtt slitlag,“ segir Svanur. Hann segir mjög slæmt að þurfa að loka brúnni í svona langan tíma en ekkert annað sé í stöðunni. „Það er mjög slæmt og kemur ábyggilega illa við marga en það er algjörlega óhjákvæmilegt að gera þetta.“Um sautján þúsund bílum er ekið yfir brúna á hverjum degi.VÍSIR/ERNIRGangbrautin á Ölfusárbrú verður opin á meðan brúin verður lokuð, þ.e. til mánudagsins 20. ágústs næstkomandi, og þá verður hægt að hleypa lögreglu-, sjúkra- og björgunarsveitarbílum í forgangsakstri yfir brúna. Hjáleið fyrir almenna umferð verður m.a. um Þrengsli og Óseyrabrú á Eyrarbakkavegi og í uppsveitum Árnessýslu eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg, Bræðratunguveg og Skeiðaveg.Malbikun á Suðurlandsvegi til miðnættis Þá er vegkafli milli Hellisheiðarvirkjunar og Skíðaskála á Suðurlandsvegi lokað vegna malbikunarvinnu í dag. Umferð til austurs er á meðan beint um Þrengsli og Óseyrarbrú. Áætlað er að malbikað verði til miðnættis í nótt. Að auki hefur Þingvallavegur verið lokaður síðan í júlí milli þjónusumiðstöðvarinnar og að eystri gatnamótum við Vallaveg. Mun lokunin standa yfir fram í október og er umferð beint á hjáleið um Vallaveg.
Samgöngur Tengdar fréttir Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Lokun yfir Ölfusá flýtt Lokun Ölfusárbrúar í dag verður flýtt og verður henni nú lokað klukkan 16.00 í stað 20.00. 13. ágúst 2018 06:00 „Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar“ Veginum í gegnum Þingvelli lokað í tvo mánuði. Umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. 31. júlí 2018 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29
Lokun yfir Ölfusá flýtt Lokun Ölfusárbrúar í dag verður flýtt og verður henni nú lokað klukkan 16.00 í stað 20.00. 13. ágúst 2018 06:00
„Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar“ Veginum í gegnum Þingvelli lokað í tvo mánuði. Umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. 31. júlí 2018 19:00