Nesvik tekur við af Sandberg Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 11:29 Harald Tom Nesvik. Wikipedia Commons Framfaramaðurinn Harald Tom Nesvik er nýr sjávarútvegsráðherra Noregs. Hann var skipaður í embættið á aukafundi ríkisstjórnarinnar sem blásið var til í dag. Per Sandberg, forveri Nesvik í embætti, sagði af sér í morgun eftir að hafa brotið siðareglur norskra ráðherra. Það gerði hann með því að tilkynna ekki um utanlandsferð sína til Írans, eins og Vísir greindi frá í morgun.Harald Tom Nesvik hefur verið þingmaður norska Framfaraflokksins, Fremskrittspartiet, undanfarin 20 ár. Þá var hann þingflokksformaður Framfaraflokksins um nokkurra ára skeið. Nesvik var orðaður við sjávarútvegsráðherrastöðuna í vor þegar Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni eftir að dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug sagði starfi sínu lausu. Fyrrnefndur Sandberg tók við stöðu hennar um stund áður en hann var aftur fluttur í sjávarútvegsráðuneytið. Nesvik fæddist í Álasundi árið 1966 og hefur nánast verið í Framfaraflokknum allar götur síðan. Hann tók sæti í samsteypustjórn Ernu Solberg árið 2013 og var um leið kjörinn þingflokksformaður Framfaraflokksins. Hans hefur hvað helst verið minnst á alþjóðavettvangi fyrir að tilnefna þáverandi Bandaríkjaforseta George W. Bush og forsætisráðherra Bretlands Tony Blair til friðarverðlauna Nobels árið 2002. Honum þótti þeir eiga verðlaunin skilið fyrir baráttu þeirra gegn hryðjuverkum. Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Búist við afsögn sjávarútvegsráðherra Noregs Per Sandberg mun í dag segja af sér sem sjávarútvegsráðherra Noregs. 13. ágúst 2018 07:12 Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra, hefur verið skipaður nýr dómsmálaráðherra í Noregi. 20. mars 2018 19:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Framfaramaðurinn Harald Tom Nesvik er nýr sjávarútvegsráðherra Noregs. Hann var skipaður í embættið á aukafundi ríkisstjórnarinnar sem blásið var til í dag. Per Sandberg, forveri Nesvik í embætti, sagði af sér í morgun eftir að hafa brotið siðareglur norskra ráðherra. Það gerði hann með því að tilkynna ekki um utanlandsferð sína til Írans, eins og Vísir greindi frá í morgun.Harald Tom Nesvik hefur verið þingmaður norska Framfaraflokksins, Fremskrittspartiet, undanfarin 20 ár. Þá var hann þingflokksformaður Framfaraflokksins um nokkurra ára skeið. Nesvik var orðaður við sjávarútvegsráðherrastöðuna í vor þegar Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni eftir að dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug sagði starfi sínu lausu. Fyrrnefndur Sandberg tók við stöðu hennar um stund áður en hann var aftur fluttur í sjávarútvegsráðuneytið. Nesvik fæddist í Álasundi árið 1966 og hefur nánast verið í Framfaraflokknum allar götur síðan. Hann tók sæti í samsteypustjórn Ernu Solberg árið 2013 og var um leið kjörinn þingflokksformaður Framfaraflokksins. Hans hefur hvað helst verið minnst á alþjóðavettvangi fyrir að tilnefna þáverandi Bandaríkjaforseta George W. Bush og forsætisráðherra Bretlands Tony Blair til friðarverðlauna Nobels árið 2002. Honum þótti þeir eiga verðlaunin skilið fyrir baráttu þeirra gegn hryðjuverkum.
Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Búist við afsögn sjávarútvegsráðherra Noregs Per Sandberg mun í dag segja af sér sem sjávarútvegsráðherra Noregs. 13. ágúst 2018 07:12 Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra, hefur verið skipaður nýr dómsmálaráðherra í Noregi. 20. mars 2018 19:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Búist við afsögn sjávarútvegsráðherra Noregs Per Sandberg mun í dag segja af sér sem sjávarútvegsráðherra Noregs. 13. ágúst 2018 07:12
Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra, hefur verið skipaður nýr dómsmálaráðherra í Noregi. 20. mars 2018 19:45