Segir lög um réttarstöðu hinsegin fólks úrelt Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 19:13 María Helga Guðmundsdóttir, formaður samtakanna 78 Vísir Lög sem ná utan um réttarstöðu hinsegin fólks eru orðin úrelt að mati formanns samtakanna 78. Hún segir frumvarp sem leggja á fyrir í vetur vera mikilvægt skref í réttindabaráttunni og færa Ísland nær nágrannalöndunum þar sem þróunin hafi farið fram á við meðan íslenskt regluverk hafi staðið í stað. Forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu í lok Gleðigöngunnar í gær Ísland hafa dregist aftur úr í mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Hún segir frumvarp um kynrænt sjálfræði í vinnslu sem leggja á fyrir þingið í vetur. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, sem komu að vinnslu frumvarpsins, gleðst yfir því að það sé komið svona langt í ferlinu því lögin í dag séu úrelt. „Þegar lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunar vanda ganga í gegn árið 2012 er þegar búið að fella þessa skilgreiningu kynáttunarvandi, sem er í raun geðsjúkdómsgreining á því að vera trans, út úr alþjóðlegum greiningarstöðlum. Þá erum við komin skrefinu eftir á strax í byrjun,“ segir María. Samkvæmt ráðuneytinu snýst frumvarpið um rétt einstaklinga til að ákvarða kyn sitt sjálfir og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Frumvarpið á líka að tryggja að staðið sé vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi og jafnréttis fyrir lögum óháð kynvitund, kynhneigð, kyneinkennum og kyntjáningu. „Í dag er staðan sú að til þess að fá breytingu á nafni og kynskráningu, ef þú ert trans, þá þarftu að gangast undir greiningu hjá transteymi Landspítalans á því sem er kallað kynáttunarvandi. Sem er skilgreiningin sem er úrelt, það segir okkur hversu þarfar þessar breytingar eru,“ segir hún. Hún bendir á að það sé jákvætt að það verði bundið í lög hvernig þessum málum sé háttað, það sé öllum til góða sem að þessu koma. „Þetta er í raun fyrsta skipti sem einhverskonar lagaleg umgjörð verður utan um breytingar um kyneinkenni intersexfólks, það hefur í rauninni bara ekki verið til staðar í íslenskum lögum,“ bendir hún á. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Lög sem ná utan um réttarstöðu hinsegin fólks eru orðin úrelt að mati formanns samtakanna 78. Hún segir frumvarp sem leggja á fyrir í vetur vera mikilvægt skref í réttindabaráttunni og færa Ísland nær nágrannalöndunum þar sem þróunin hafi farið fram á við meðan íslenskt regluverk hafi staðið í stað. Forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu í lok Gleðigöngunnar í gær Ísland hafa dregist aftur úr í mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Hún segir frumvarp um kynrænt sjálfræði í vinnslu sem leggja á fyrir þingið í vetur. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, sem komu að vinnslu frumvarpsins, gleðst yfir því að það sé komið svona langt í ferlinu því lögin í dag séu úrelt. „Þegar lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunar vanda ganga í gegn árið 2012 er þegar búið að fella þessa skilgreiningu kynáttunarvandi, sem er í raun geðsjúkdómsgreining á því að vera trans, út úr alþjóðlegum greiningarstöðlum. Þá erum við komin skrefinu eftir á strax í byrjun,“ segir María. Samkvæmt ráðuneytinu snýst frumvarpið um rétt einstaklinga til að ákvarða kyn sitt sjálfir og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Frumvarpið á líka að tryggja að staðið sé vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi og jafnréttis fyrir lögum óháð kynvitund, kynhneigð, kyneinkennum og kyntjáningu. „Í dag er staðan sú að til þess að fá breytingu á nafni og kynskráningu, ef þú ert trans, þá þarftu að gangast undir greiningu hjá transteymi Landspítalans á því sem er kallað kynáttunarvandi. Sem er skilgreiningin sem er úrelt, það segir okkur hversu þarfar þessar breytingar eru,“ segir hún. Hún bendir á að það sé jákvætt að það verði bundið í lög hvernig þessum málum sé háttað, það sé öllum til góða sem að þessu koma. „Þetta er í raun fyrsta skipti sem einhverskonar lagaleg umgjörð verður utan um breytingar um kyneinkenni intersexfólks, það hefur í rauninni bara ekki verið til staðar í íslenskum lögum,“ bendir hún á.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira