Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2018 14:48 Trump og Omarosa á meðan allt lék í lyndi. Hún starfaði á samskiptasviði Hvíta hússins þar til hún var rekin Vísir/EPA Starfsmenn Hvíta hússins blekkja bandarísku þjóðina um hversu mikið Donald Trump forseta hefur hnignað andlega. Þetta segir Omarosa Manigault, fyrrverandi starfsmaður Trump, sem fullyrðir að forsetinn eigi erfitt með að vinna úr flóknum upplýsingum. Omarosa var rekin með látum í fyrra en hún hefur skrifað bók um reynslu sína af Hvíta húsinu sem kemur út í vikunni. Fullyrðingar hennar um að til séu upptökur af Trump segja rasíska hluti vöktu töluverða athygli í vikunni. Trump kallaði Omarosa „skítseiði“ þegar fréttamenn spurðu hann út í fullyrðinga hennar í gær. Omarosa var gestur viðtalsþáttarins „Meet the Press“ á NBC-sjónvarpsstöðinni í dag. Þar sakaði hún John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að hafa hótað sér þegar hún var rekin. Lét hún þáttarstjórnendum í té upptöku sem hún segir vera af brottrekstrinum, að því er segir í frétt Politico. Þá sagði hún upptökurnar sýna fram á að fréttir um að hún hafi gengið berserksgang þegar hún var rekin hafi ekki verið á rökum réttar. Orðrómar höfðu verið um að Kelly hefði látið leyniþjónustuna fylgja Omarosu út úr Hvíta húsinu því hún hefði reynt að brjótast inn í hluta þess þar sem Trump býr. Fullyrti Omarosa að Trump hefði hnignað andlega og að háttsettir embættismenn í Hvíta húsinu reyndu sitt besta til að leyna því fyrir þjóðinni. „Ég var samsek Hvíta húsinu í að blekkja þessa þjóð. Þeir halda áfram að blekkja þessa þjóð um hversu mikið honum hefur hnignað andlega, hversu erfitt það er fyrir hann að vinna úr flóknum upplýsingum, hvernig hann tekur ekki þátt í sumum mikilvægustu ákvörðunum sem hafa áhrif á landið okkar,“ staðhæfði Omarosa sem kynntist Trump upphaflega sem þátttakandi í raunveruleika þætti hans „Lærlingnum“. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins blekkja bandarísku þjóðina um hversu mikið Donald Trump forseta hefur hnignað andlega. Þetta segir Omarosa Manigault, fyrrverandi starfsmaður Trump, sem fullyrðir að forsetinn eigi erfitt með að vinna úr flóknum upplýsingum. Omarosa var rekin með látum í fyrra en hún hefur skrifað bók um reynslu sína af Hvíta húsinu sem kemur út í vikunni. Fullyrðingar hennar um að til séu upptökur af Trump segja rasíska hluti vöktu töluverða athygli í vikunni. Trump kallaði Omarosa „skítseiði“ þegar fréttamenn spurðu hann út í fullyrðinga hennar í gær. Omarosa var gestur viðtalsþáttarins „Meet the Press“ á NBC-sjónvarpsstöðinni í dag. Þar sakaði hún John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að hafa hótað sér þegar hún var rekin. Lét hún þáttarstjórnendum í té upptöku sem hún segir vera af brottrekstrinum, að því er segir í frétt Politico. Þá sagði hún upptökurnar sýna fram á að fréttir um að hún hafi gengið berserksgang þegar hún var rekin hafi ekki verið á rökum réttar. Orðrómar höfðu verið um að Kelly hefði látið leyniþjónustuna fylgja Omarosu út úr Hvíta húsinu því hún hefði reynt að brjótast inn í hluta þess þar sem Trump býr. Fullyrti Omarosa að Trump hefði hnignað andlega og að háttsettir embættismenn í Hvíta húsinu reyndu sitt besta til að leyna því fyrir þjóðinni. „Ég var samsek Hvíta húsinu í að blekkja þessa þjóð. Þeir halda áfram að blekkja þessa þjóð um hversu mikið honum hefur hnignað andlega, hversu erfitt það er fyrir hann að vinna úr flóknum upplýsingum, hvernig hann tekur ekki þátt í sumum mikilvægustu ákvörðunum sem hafa áhrif á landið okkar,“ staðhæfði Omarosa sem kynntist Trump upphaflega sem þátttakandi í raunveruleika þætti hans „Lærlingnum“.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
„Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15
Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30