„Skítseiði, hún er skítseiði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 23:15 Omarosa og Trump í Hvíta húsinu snemma árs 2017. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmann Hvíta hússins, „skítseiði“ á stuðningsmannafundi í dag. Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku.Sjá einnig: Omarosa segir Trump vera rasista Trump var staddur á stuðningsmannafundi samtakanna „Mótorhjólamenn fyrir Trump“ í dag. Þar spurði fréttamaður bandaríska dagblaðsins New York Times hvort Trump fyndist Omarosa hafa svikið sig, og vísaði þar í skrif Omarosu um hin meintu rasísku ummæli forsetans. Spurningin uppskar kátínu meðal viðstaddra og virtist Trump sjálfum einnig nokkuð skemmt yfir henni. „Skítseiði, hún er skítseiði,“ svaraði forsetinn að bragði. NBC-fréttastofan birti myndskeið af tilsvarinu á Twitter sem horfa má á hér að neðan.Reporter: "Do you feel betrayed by Omarosa?"President Trump: "Lowlife. She's a lowlife." pic.twitter.com/NOBA7nahO1— NBC News (@NBCNews) August 11, 2018 Omarosa er fyrrverandi keppandi í raunveruleikaþáttaröð Trumps, The Apprentice eða Lærlingnum, og var ráðin til starfa hjá Hvíta húsinu eftir að Trump var kjörinn forseti árið 2016. Henni var sagt upp störfum í fyrra. Hún er nú sögð í hefndarhug og ber Trump ekki vel söguna í bók sinni, Unhinged eða Ruglaður upp á íslensku, sem kemur út í næstu viku. Þar segir Omarosa að Trump hafi ítrekað notað „n-orðið“, niðrandi orð yfir svart fólk, við tökur á The Apprentice og fullyrðir að hún geti sannað það með hljóðupptökum. Sarah Sanders talskona Hvíta hússins sagði í yfirlýsingu í gær að fullyrðingar Omarosa ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Trump tjáði sig sjálfur um kynþáttafordóma á Twitter í dag en ár er nú liðið frá mótmælunum í Charlottesville í Virginíu. Kona lést þegar maður ók bíl sínum yfir hana við mótmælin þar sem hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hægriöfgamenn komu saman. „Ég fordæmi allar tegundir kynþáttafordóma og ofbeldis. Friður til ALLRA Bandaríkjamanna!“ skrifaði Trump á Twitter.The riots in Charlottesville a year ago resulted in senseless death and division. We must come together as a nation. I condemn all types of racism and acts of violence. Peace to ALL Americans!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 11, 2018 Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Donald Trump segir stuðning Kanye West skipta miklu máli Donald Trump sagði á Twitter í gær að stuðningur Kanye West skipti hann miklu máli. 11. ágúst 2018 10:15 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmann Hvíta hússins, „skítseiði“ á stuðningsmannafundi í dag. Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku.Sjá einnig: Omarosa segir Trump vera rasista Trump var staddur á stuðningsmannafundi samtakanna „Mótorhjólamenn fyrir Trump“ í dag. Þar spurði fréttamaður bandaríska dagblaðsins New York Times hvort Trump fyndist Omarosa hafa svikið sig, og vísaði þar í skrif Omarosu um hin meintu rasísku ummæli forsetans. Spurningin uppskar kátínu meðal viðstaddra og virtist Trump sjálfum einnig nokkuð skemmt yfir henni. „Skítseiði, hún er skítseiði,“ svaraði forsetinn að bragði. NBC-fréttastofan birti myndskeið af tilsvarinu á Twitter sem horfa má á hér að neðan.Reporter: "Do you feel betrayed by Omarosa?"President Trump: "Lowlife. She's a lowlife." pic.twitter.com/NOBA7nahO1— NBC News (@NBCNews) August 11, 2018 Omarosa er fyrrverandi keppandi í raunveruleikaþáttaröð Trumps, The Apprentice eða Lærlingnum, og var ráðin til starfa hjá Hvíta húsinu eftir að Trump var kjörinn forseti árið 2016. Henni var sagt upp störfum í fyrra. Hún er nú sögð í hefndarhug og ber Trump ekki vel söguna í bók sinni, Unhinged eða Ruglaður upp á íslensku, sem kemur út í næstu viku. Þar segir Omarosa að Trump hafi ítrekað notað „n-orðið“, niðrandi orð yfir svart fólk, við tökur á The Apprentice og fullyrðir að hún geti sannað það með hljóðupptökum. Sarah Sanders talskona Hvíta hússins sagði í yfirlýsingu í gær að fullyrðingar Omarosa ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Trump tjáði sig sjálfur um kynþáttafordóma á Twitter í dag en ár er nú liðið frá mótmælunum í Charlottesville í Virginíu. Kona lést þegar maður ók bíl sínum yfir hana við mótmælin þar sem hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hægriöfgamenn komu saman. „Ég fordæmi allar tegundir kynþáttafordóma og ofbeldis. Friður til ALLRA Bandaríkjamanna!“ skrifaði Trump á Twitter.The riots in Charlottesville a year ago resulted in senseless death and division. We must come together as a nation. I condemn all types of racism and acts of violence. Peace to ALL Americans!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 11, 2018
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Donald Trump segir stuðning Kanye West skipta miklu máli Donald Trump sagði á Twitter í gær að stuðningur Kanye West skipti hann miklu máli. 11. ágúst 2018 10:15 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Sjá meira
Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10
Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30
Donald Trump segir stuðning Kanye West skipta miklu máli Donald Trump sagði á Twitter í gær að stuðningur Kanye West skipti hann miklu máli. 11. ágúst 2018 10:15
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent