Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2018 23:38 Oxford gata er mjög vinsæl og þar má iðulega finna mikið fjölmenni. Vísir/Getty Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow hefur játað að hafa ætlað sér að myrða um undrað manns við verslun Disney á Oxford-götu, sem er vinsæl verslunargata í London. Hann hefur sömuleiðis játað að hafa gefið Íslamska ríkinu peninga. Ludlow tók upp íslamstrú fyrir nokkrum árum og lýsti yfir hollustu við ISIS. Ludlow var fyrst handtekinn árið 2015 og fannst myndefni frá Íslamska ríkinu á tölvum hans. Hann var hins vegar ekki ákærður, samkvæmt Sky News.Í febrúar á þessu ári komu yfirvöld í veg fyrir að hann ferðaðist til Filippseyja og var vegabréf hans fellt úr gildi. Í kjölfarið skipulagði hann áðurnefnda árás. Lögregluþjónar sem leituðu á heimili hans eftir handtökuna komust þó að því að hann hefði átt í samskiptum við mann frá Filippseyjum sem talinn er vera ISIS-liði. Hann hafði sömuleiðis verið í samskiptum við breskan ISIS-liða sem var felldur í drónaárás árið 2016.Síðan þá hafði Ludlow verið undir stöðugu eftirliti vopnaðra lögregluþjóna. Þá ræddu lögregluþjónar, undir fölsku flaggi, við manninn sem Ludlow hafði verið í samskiptum við. Maðurinn, sem heitir Abu Yaqeen, bað þá um að senda peninga til Filippseyja og fremja hryðjuverkaárásir í Bretlandi. Hann setti þá sömuleiðis í samband við Ludlow og sagði hann geta hjálpað þeim við árásir. Í kjölfarið, eða þann 18. apríl, var Ludlow handtekinn aftur. Þá höfðu lögregluþjónar einnig fundið síma í ræsi nærri heimili hans þar sem þeir fundu myndband af honum lýsa yfir hollustu við ISIS og myndir af fjölförnum stöðum, sem lögregluþjónar segja að hafi verið teknar við skipulagningu hryðjuverks. Við frekari leit fundust blaðsíður sem Ludlow hafði rifið í búta. Þar hafði hann skrifað niður áætlun sína. Hann ætlaði sér að leigja sendiferðabíl og keyra honum á fólk á Oxford-götu. Þar hafði hann skrifað að hann gæti myrt nærri því hundrað manns. Hann hafði einnig skoðað hvort hann gæti framið sambærilegar árásir við vaxstyttusafnið Madame Tussauds og við St. Paul‘s kirkjuna. Ludlow játaði í dag og verður dómsuppkvaðning þann 2. nóvember. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow hefur játað að hafa ætlað sér að myrða um undrað manns við verslun Disney á Oxford-götu, sem er vinsæl verslunargata í London. Hann hefur sömuleiðis játað að hafa gefið Íslamska ríkinu peninga. Ludlow tók upp íslamstrú fyrir nokkrum árum og lýsti yfir hollustu við ISIS. Ludlow var fyrst handtekinn árið 2015 og fannst myndefni frá Íslamska ríkinu á tölvum hans. Hann var hins vegar ekki ákærður, samkvæmt Sky News.Í febrúar á þessu ári komu yfirvöld í veg fyrir að hann ferðaðist til Filippseyja og var vegabréf hans fellt úr gildi. Í kjölfarið skipulagði hann áðurnefnda árás. Lögregluþjónar sem leituðu á heimili hans eftir handtökuna komust þó að því að hann hefði átt í samskiptum við mann frá Filippseyjum sem talinn er vera ISIS-liði. Hann hafði sömuleiðis verið í samskiptum við breskan ISIS-liða sem var felldur í drónaárás árið 2016.Síðan þá hafði Ludlow verið undir stöðugu eftirliti vopnaðra lögregluþjóna. Þá ræddu lögregluþjónar, undir fölsku flaggi, við manninn sem Ludlow hafði verið í samskiptum við. Maðurinn, sem heitir Abu Yaqeen, bað þá um að senda peninga til Filippseyja og fremja hryðjuverkaárásir í Bretlandi. Hann setti þá sömuleiðis í samband við Ludlow og sagði hann geta hjálpað þeim við árásir. Í kjölfarið, eða þann 18. apríl, var Ludlow handtekinn aftur. Þá höfðu lögregluþjónar einnig fundið síma í ræsi nærri heimili hans þar sem þeir fundu myndband af honum lýsa yfir hollustu við ISIS og myndir af fjölförnum stöðum, sem lögregluþjónar segja að hafi verið teknar við skipulagningu hryðjuverks. Við frekari leit fundust blaðsíður sem Ludlow hafði rifið í búta. Þar hafði hann skrifað niður áætlun sína. Hann ætlaði sér að leigja sendiferðabíl og keyra honum á fólk á Oxford-götu. Þar hafði hann skrifað að hann gæti myrt nærri því hundrað manns. Hann hafði einnig skoðað hvort hann gæti framið sambærilegar árásir við vaxstyttusafnið Madame Tussauds og við St. Paul‘s kirkjuna. Ludlow játaði í dag og verður dómsuppkvaðning þann 2. nóvember.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira