Innlent

Koma saman til að ræða málefni heimilislausra

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir í ráðhúsinu.
Fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir í ráðhúsinu. Vísir/Egill
Fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir í ráðhúsinu en þangað hafa verið boðaðir fulltrúar tuttugu hópa sem tengjast málaflokki heimilislausra og utangarðsfólks.

Fulltrúar flokkanna í minnihluta borgarstjórnar hafa deilt hart á meirihlutann fyrir meint aðgerðarleysi í málefnum heimilislausra.

Á dögunum var haldinn sérstakur aukafundur í borgarstjórn um málaflokkinn og í dag hafa fulltrúar tuttugu mismunandi hópa verið boðaðir á fund velferðarráðs til að ræða bæði skammtíma- og langtímaúrræði.

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, mun á fundinum ítreka ályktun samtakanna þess efnis að tryggja þurfi fjölbreytt meðferðarúrræði og öruggt húsaskjól fyrir fólk sem á ýmiskonar félagslegum vanda. Algjör skortur sé á búsetuúrræðum fyrir fólk með tvíþættan vanda, fíkn og geðsjúkdóma, þessi viðkvæmi hópur lendi sérstaklega oft á götunni og séu jafnvel daglegir gestir í gistiskýli Reykjavíkurborgar og Konukoti svo mánuðum og jafnvel árum skipti.

Búist er við að fundurinn standi til 13:30 í dag hið minnsta.

Vísir/egill

Tengdar fréttir

Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×