Grindhval rak á land í Grafarvogi Atli Ísleifsson og Gissur Sigurðsson skrifa 10. ágúst 2018 12:51 Margir göngumenn sem leið áttu um fjöruna neðan við Hamrahverfi í Grafarvogi í gær ráku upp stór augu þegar þeir sáu nánast hvítt hræ af litlum hval og töldu að þar væri mjaldur. Það hefði mátt tíðindum sæta, en nú er komið í ljós að svo er ekki. Eins og greint hefur verið frá stendur til að flytja tvo mjalda til Vestmannaeyja frá Kína, þegar móttökumannvirki verða tilbúin og gefst Íslendingum þá í fyrsta sinn tækifæri til að sjá mjalda við Íslandsstrendur.En hvers kyns er nýrekni hvalurinn við Grafarvog, fyrst hann er ekki mjaldur?Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur við Hafrannsóknastofnin, segir þetta vera hvalategund sem oftast er kölluð grindhvalur, eða marsvín öðru nafni. „Þetta er ein algengasta hvalategundin í Norður-Atlantshafi. Mjög fræg í Færeyjum þar sem þeir hafa veitt hann í gegnum aldir og rekið á land í stórum vöðum. Hann kemur hingað á sumrin mjög reglulega og það er nokkuð algengt að við finnum þá svona í fjöru.“Vísir/VilhelmEn af hverju er hann svona hvítur?„Það er væntanlega vegna rotnunar og hann er væntanlega löngu dauður. Þá eiga þeir til að missa húðlitinn eins og þessi. Hann er dökkur yfirlitum venjulega nema svolítið hvítur á kviðinn. En þetta hræ þarna er alhvítt sem hefur kannski ruglað menn í ríminu og fengið þá til að halda að þetta sé mjaldur. En þetta er alveg greinilega grindhvalur samkvæmt líkamsbyggingunni.“Hefðu það ekki verið stór tíðindi ef þetta hefði verið mjaldur?„Jú, mjaldur er náttúrulega tegund sem er heimskautahvalur og á sitt búsvæði í kringum ísröndina fyrir norðan okkur. Hann er við Grænland, Kanada, Síberíu og þar en að vísu sést hann einstaka sinnum, ráfar einn og einn hingað suður eftir,“ sagði Gísli víkingsson hvalasérfræðingur.Vísir/Vilhelm Vísindi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Margir göngumenn sem leið áttu um fjöruna neðan við Hamrahverfi í Grafarvogi í gær ráku upp stór augu þegar þeir sáu nánast hvítt hræ af litlum hval og töldu að þar væri mjaldur. Það hefði mátt tíðindum sæta, en nú er komið í ljós að svo er ekki. Eins og greint hefur verið frá stendur til að flytja tvo mjalda til Vestmannaeyja frá Kína, þegar móttökumannvirki verða tilbúin og gefst Íslendingum þá í fyrsta sinn tækifæri til að sjá mjalda við Íslandsstrendur.En hvers kyns er nýrekni hvalurinn við Grafarvog, fyrst hann er ekki mjaldur?Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur við Hafrannsóknastofnin, segir þetta vera hvalategund sem oftast er kölluð grindhvalur, eða marsvín öðru nafni. „Þetta er ein algengasta hvalategundin í Norður-Atlantshafi. Mjög fræg í Færeyjum þar sem þeir hafa veitt hann í gegnum aldir og rekið á land í stórum vöðum. Hann kemur hingað á sumrin mjög reglulega og það er nokkuð algengt að við finnum þá svona í fjöru.“Vísir/VilhelmEn af hverju er hann svona hvítur?„Það er væntanlega vegna rotnunar og hann er væntanlega löngu dauður. Þá eiga þeir til að missa húðlitinn eins og þessi. Hann er dökkur yfirlitum venjulega nema svolítið hvítur á kviðinn. En þetta hræ þarna er alhvítt sem hefur kannski ruglað menn í ríminu og fengið þá til að halda að þetta sé mjaldur. En þetta er alveg greinilega grindhvalur samkvæmt líkamsbyggingunni.“Hefðu það ekki verið stór tíðindi ef þetta hefði verið mjaldur?„Jú, mjaldur er náttúrulega tegund sem er heimskautahvalur og á sitt búsvæði í kringum ísröndina fyrir norðan okkur. Hann er við Grænland, Kanada, Síberíu og þar en að vísu sést hann einstaka sinnum, ráfar einn og einn hingað suður eftir,“ sagði Gísli víkingsson hvalasérfræðingur.Vísir/Vilhelm
Vísindi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira